Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 33

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 33
feðingarþyngdar ogýmissa sjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Rannsóknir á vexti og þroska fylgjunnar eru því mikilvægar til að auka skilning okkar á hinum ýmsu ferlum sem geta farið úrskeiðis. Skilningur á tjáningu gena sem stjórna vexti og þroska fylgju getur ennfremur leitt til frekari skilnings á sjúkdómum tengdum meðgöngu. Fylgja músar er að mörgu leyti sambærilegfylgju manna. Sérstaklega er virkni og hlutverk svipað. Meðgöngutími músar er aðeins 19 dagar og mús eignast u.þ.b. 12 afkvæmi í hverju goti. Því er auðvelt að fá margar fylgjur til rannsókna. Fylgja músar er því að mörgu leyti ákjósanleg til rannsókna sem ætlað er að auka skilning okkar á starfsemi fylgjunnar. Eins og áður sagði fékk ég það verkefni að kanna genatjáningu í músafylgjunni. Verkefnið var hluti af stærri rannsókn sem miðaði að því að kortleggja genatjáningu fylgjunnar 1 músum og þá sérstaklega hvaða gen stjórna vexti hennar. í sömu rannsókn var verið að leita að genum eða ferlum sem eru sameiginleg músum og mönnum. Þegar hafa fundist nokkur gen sem vitað er að sfyra þroska og vexti fylgjunnar í rnúsum og stökkbreytingar í þessum genum valda gallaðri eða lítilli fylgju. Þegar ég byrjaði á mínu verkefni var rnódel fyrir vöxt fylgjunnar ágætlega á veg komið. Þegar er vitað að massi fylgjunnar eykst þar til músin gýtur. Ekki var vitað hvort stofnfrumur væru til staðar í fylgjunni alveg fram að goti eða hvort frumuvöxtur væri ábyrgur fyrir massaaukningu fylgju á seinni stigum meðgöngu. Mitt verkefni var að kanna hvort gen sem kallast Ehox sé tjáð í frumum músafylgjunnar á öllum stigum meðgöngu. Einnig athugaði ég hversu vel tjáning Ehox samrýmist frumum sem eru í skiptingu. Fyrri rannsóknir hafa sýnt tjáningu Ehox í stofnfrumum. Efniviður rannsóknarinnar voru sneiðar úr fylgju músa á 8,5 degi til 16 dags meðgöngu. Ég tvílitaði sneiðarnar, annars vegar með mótefnalitun gegn afurðum Ehox gensins og hins vegar með mótefni gegn histone próteinum sem aðeins frumur í skiptingu tjá. Helstu niðurstöður minnar rannsóknar voru að Ehox er ríkulega tjáð í þeim frumum fylgjunnar sem eru í skiptingu alveg til 12,5 dags meðgöngu. Eftir dag 12,5 fækkar frumum í skiptingu snarlega og tj áning Ehox gensins minnkar að sama skapi. Því má draga þá ályktun að frumur í skiptingu tjái Ehox genið. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að fylgja músa vaxi með frumustækkun einstakra frumna eftir dag 12,5 meðgöngu því frumuskiptingar eru afar fáar eftir þann tíma. Þessi rannsókn var þó ekki endurtekin nógu oft til að vera tölfræðilega marktæk en niðurstöðurnar eru engu að síður áhugaverðar og vert að rannsaka frekar. Rannsóknir á þessu sviði eru mjög spennandi og mikið enn á huldu. Frekari rannsóknir á genum sem stýra vexti og þroska fylgjunnar munu ef til vill geta skýrt orsakir fósturláts í einhverjum tilfellum sem og tilurð meðgöngueitrunar svo eitthvað sé nefnt. Þetta var í alla staði ógleymanleg lífsreynsla og ég mæli hildaust með því að gera rannsóknarverkefni í Kanada. í Calgary er mjög mikið stundað af rannsóknum á öllum sviðum og þetta er því frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt. Einnig hvet ég alla til að athuga nánar skiptinemaprógrammið sem er á milli Háskóla Islands og Háskólans í Calgary. Læknaneminn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.