Læknaneminn - 01.04.2008, Page 34

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 34
Geysilega ánægjulegur starfstími Jóel Kristinn Jóelsson 5. árs læknanemi Sigríður Birna Elíasdóttir 5. árs læknanemi Viðtal við Þórð Harðarson, fráfarandi prófessor í lyflæknisfræði Þórður Harðarson lætur senn af störfum sem prófessor í lyflækningum. Þórður er fæddur í Reykjavík árið 1940, sonur hjónanna Harðar Þórðarsonar, sparisjóðsstjóra, og Ingibjargar Oddsdóttur, húsfreyju. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960 og lauk embættisprófi frá læknadeild Háskóla Islands 1967. Að loknu framhaldsnámi sneri Þórður heim haustið 1976 og hlaut stöðuyfirlæknis á lyflækningadeild Borgarspítalans í ársbyrjun 1977. Árið 1982 varð hann prófessor í lyflæknisfræði og hefur gegnt þeirri stöðu við góðan orðstír allar götur síðan. Að auki var hann sviðsstjóri lyflækningasviðs frá 1985 allt þar til Guðmundur Þorgeirsson tók við árið 2002. Það er ljóst að ferill Þórðar hefur verið langur og farsæll. Við báðum hann um að veita Læknanemann viðtal til að deila sinni sögu með lesendum enda margt að læra af jafnreynslumiklum og fróðum manni. Við hittum Þórð á skrifstofu hans á Landspítalanum við Hringbraut þar sem hann tók vel á móti okkur. Það var orðið hálftómlegt um að litast hjá honum; bókahillurnar hálftómar og greinilegt að hann var þegar byrjaður að flytja sína muni af skrifstofunni. Það hlýtur enda að vera vandasamt verk að flytja annað eins safn af fræðiritum og Þórður hefur sankað að sér á löngum ferli. Fall er fararheill Við báðum Þórð um að segja okkur frá læknanámi sínu og velta því fyrir sér hvaða breytingar hafa helstar orðið á náminu síðan þá. „Ég varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960 og innritaðist þá strax í læknadeildina. Mitt fyrsta námskeið var nú svolítið brösótt satt að segja. í þá daga vorum við á fyrsta ári látin lesa bók sem heitir The Tissues of the Body. Þetta var gífurlega snúin bók og, að manni finnst, dálítið ómarkviss þannig að það var ekki alltaf ljóst hvað höfundurinn var að fara. Til að bæta gráu ofan á svart var hún skrifuð á afar þungri ensku. Það er skemmst frá því að segja að ég kolféll á þessu fyrsta prófi mínu í deildinni. Þetta var auðvitað ægilegt áfall fyrir mig þar sem ég hafði allháar hugmyndir um sjálfan mig sem námsmann með réttu eða röngu - sjálfsagt röngu,“ segir Þórður og hlær. En það gekk betur næst og kandídatsprófi lauk hann á eðlilegum tíma eða árið 1967. „Eftir kandídatspróf var ég um tíma staðgengill héraðslæknis á Húsavík. Ég tók svo þessa venjulegu kandídatsdvöl og varð síðan það sem nú er kallað deildarlæknir á lyflækningadeild. Sú staða var í raun og veru nýjung þá. Sá fyrsti sem gengdi því starfi hefur sennilega verið Helgi Valdimarsson, prófessor í ónæmisfræði. Síðan var það Bjarni Þjóðleifsson, þá ég, Sigurður B. Þorsteinsson og svo Kristján Eyjólfsson. Þetta eru nöfn sem margir læknanemar þekkja vel. Á þessum tíma ætlaði ég satt að segja í sérnám í krabbameinslækningum. Það hafði enn enginn Islendingur sérhæft sig í þeirri grein á þessum tíma. Ég ákvað hins vegar að snúa við blaðinu og sérhæfa mig í hjartalækningum. Það var ekki síst fýrir áhrif frá Árna Kristinssyni sem ég tók þá ákvörðun en Árni var sá maður sem má segja að hafi flutt nútímann í hjartalækningum til landsins. Ég fór í sérnám á Hammersmith Hospital í London og lauk þar doktorsprófi 1974. Síðan fór ég vestur um haf og var í sérnámi í hjartasjúkdómafræði í Houston í Texas og San Diego í Kaliforníu." Veran í læknadeild á þessum tíma 34 Læknaneminn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.