Læknaneminn - 01.04.2008, Side 35

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 35
var enginn dans á rósum fyrir Þórð frekar en aðra læknanema. Helst saknaði Þórður félagslífsins 1 MR enda félagslyndur í eðli sínu. »Lækndeildin var afskaplega kuldaleg > upphafi. Ég hafði verið talsvert í félagslífi í Menntaskólanum, var þar t-a.m. ritstjóri skólablaðsins og kom að ýmsum málum. Ég hafði haft nijög mikla ánægju af þessum árum. Þegar svo kom að Háskólanum átti ég nú ekki á góðu von. Háskólinn var eins og kölkuð gröf á þessum tíma. Sérstaklega var fyrsta árið afleitt °g raunar allur fyrsti hlutinn, þ.e. fyrstu þrjú árin. Maður var eiginlega ekki tekinn með í hóp læknanema, kennslan var mjög léleg satt að segja og félagslífið dauflegt. Það sem bjargaði mörgum var að þeir voru að stofna til fjölskyldu á þessum árum og auðvitað smám saman kynntist hópurinn. Seinna þegar menn fengu loks kynni af spítalastarfi og læknisstörfum gjörbreyttist hins vegar viðhorfið. Þá fór að verða gaman og síðustu árin í læknisfræðinni voru mjög skemmtileg. Ég var formaður Félags læknanema eitt ár og mér hafa alltaf fundist félagsstörf vera ekki síður þroskandi en hinn raunverulegi starfsferill. Ekki síst fyrir ungt fólk.“ Góðar minningar af merkum mönnum Aðspurður um minningar frá námsárunum segir Þórðurþær snúast töluvert um eftirminnilega og merka menn sem hann lærði hjá og vann með. „Frægasti kennari læknadeildar á þessum tíma var ábyggilega Jón Stefensen sem kenndi anatómíu. Hann lagði fyrir okkur þessa bók sem ég nefndi áður, Tissues of the Body. Við vorum líka látin lesa Gray’s Anatomy, 1600 síður, og tópógrafíu sem var um 900 síður. Við áttum svo auðvitað að kunna vandlega skil á þessu öllu. Kennslan fór þannig fram að menn sátu í hálfhring í 30 manna stofu með hækkandi bekkjum. Jón sat fremst og sneri að okkur. Hann tók okkur upp, venjulega tvo í hverjum tíma, og nær alltaf þá sem sátu fremst. Menn voru eðlilega hræddir við karlinn en sumir okkar sáu það að það var eiginlega engin leið að hafa neitt gagn af kennslunni nema með því að láta taka sig upp. Því ákváðum við nokkrir, ég, Brynjólfur Ingvarsson og kannski einn eða tveir aðrir að sitja fremst í heilt ár. Þegar til kom þá var Jón vitanlega velviljaður en þess voru þó dæmi að hann væri að fella nemendur sem höfðu kannski verið fimm, sex ár í deildinni. Sjálfsagt hefur hann haft lögmætar ástæður til þess en þetta voru í raun og veru gífurlegir harmleikir í sumum tilvikum. Menn búnir að eyða miklum tíma, sínum bestu árum og íjármagni í námið og það hljóta að hafa fylgt þessu mikil vonbrigði. Davíð Davíðsson sem nýlega er látinn kenndi okkur bíókemíu og physíólógíu. Hann var afskaplega skemmtilegur maður. Sérstaklega var hann skemmtilegur meðan hann enn reykti en það dofnaði svolítið yfir honum eftir að hann hætti þeim ósið. Það var eiginlega hann sem flutti nútímann til landsins hvað varðar rannsóknarstarfsemi, þ.e.a.s. spítalarannsóknir í formi rútínurannsókna eins og við þekkjum í dag. Fyrir hans tíma var þetta í raun og veru á hálfgerðu steinaldarstigi. Davíð hafði skoðanir á öllu, var ágætur skák- og bridgemaður og músíkalskur. Ég man að hann átti Steinway-flygil af bestu gerð sem hann spilaði ágætlega á. Hins vegar held ég að það sé engin leið að segja að hann hafi verið góður kennari. Af síðari kennurum er Theódór Skúlason einna minnisstæðastur en hann var bróðir Þorvalds Skúlasonar listmálara sem margir kannast við. Hann var afburðalæknir í hinum gamla hefðbundna stíl - klíníker. Hann hafði ótrúlegt auga fyrir sjúkdómsgreiningum. Hlustun, skoðun, að horfa á sjúklinginn og tala við hann. Þetta opnaði nýjan skilning fyrir okkur sem fylgdust með. Hann var í gífurlega miklum metum meðal okkar og flestir vildu líkjast honum. Þessi tegund af læknisfræði er á undanhaldi eins og gefur að skilja í þekkingarþjóðfélagi nútímans með tölvuvæðingu og öllu sem henni fylgir. Það er svo sem ekkert við þvi að segja og þýðir ekki að gráta yfir því en þetta var engu að síður mjög skemmtileg aðferðafræði og eiginlega hálfgerð töfrabrögð. Seinna átti ég eftir að kynnast jafnvel enn þá meiri töframönnum í Bretlandi en Bretland er þekkt fyrir klíníska læknisfræði.“ Ákvað seint að fara í læknisfræði Þá ákvörðun að læra læknisfræði tók Þórður seint en eítir að læknanámið var hafið var það aldrei vafamál að framtíðin lægi á sviði lyflækninga. „Þegar ég var lítill strákur þá var læknisfræði raunar eina starfsgreinin sem ég var ákveðinn í að ég myndi aldrei leggja stund á. Þegar ég var í tímakennslu sex eða sjö ára gamall var verið að lesa bók sem hét Um manninn. Ég þoldi ekki við í þessari kennslu og fékk alltaf leyfi til að vera frammi á gangi á meðan. Ég ætlaði held ég að verða verkfræðingur. Þegar ég var síðan kominn í fimmta eða sjötta bekk í Menntaskólanum varð mér ljóst að ég hafði miklu meiri áhuga á fólki heldur en brúm eða byggingum. Ég valdi því að fara í læknisfræðina. Þeirri ákvörðun hef ég aldrei séð effir og mig hefur satt að segja aldrei langað til að gegna öðrum störfum heldur en þeim sem ég hef gegnt. Ég var síðan aldrei í vafa um að lyflækningar væru mitt svið því ég hef voðalega lítinn áhuga á inngripum, skurðaðgerðum og þess háttar. Ég er satt að segja voða feginn að vera laus við slíkt.“ Stórmenni orðið á veginum Þórður kynntist ýmsum merkum mönnum á ferlinum, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur af þeim margar góðar sögur að segja. „Á Hammersmith Hospital, sem var einn virtasti spítalinn í hjartasjúkdómafræði á þessum árum, starfaði maður að nafni John Goodwin. Hann var yfirmaður minn og einnig Árna Kristinssonar sem var þaráundanmér. Goodwinvarkannski þekktasti hjartaklíníker Bretlands á þessum tíma. Hann var svo flinkur að þegar hann fór í heimsóknir á spítala í Bandaríkjunum - þar sem ég átti eftir að sjá hann seinna sjálfur - var hann gjarnan leiddur upp á svið til að sjúkdómsgreina fólk með flókna hjartagalla. Þetta gerði hann á hefðbundinn hátt með sínum höndum og sínu stethóskópi. Þetta þótti Bandaríkjamönnunum töfrabrögðum líkast. Hægri hönd Goodwins var rauðhærð ung kona að nafni Celia Oakley og hún slagaði hátt upp í hann í færni. Algjör snillingur sem hafði unnið til allra hugsanlegra verðlauna í námi og starfi. Það má
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.