Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 37

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 37
°g klíníkinni líka. Þá er ég ekki að tala um nein smáatriði. Ég er að tala um Physiológískan, pharmacológískan, anatómískan grundvallarskilning í tengslum við klínísku færnina. Sem betur fer eru menn hættir að lesa þessa ægilegu doðranta sem tíðkuðust lengi. Nú leita bæði stúdentar og læknar sér allra nýjustu upplýsinga á netinu og niér finnst það mjög skemmtileg og sjálfsögð þróun. Einnig held ég að valfrjálst nám og vandamiðað nám hljóti að verða tekið upp í ríkari mæli heldur en við höfum nú þegar gert. “ Þórður talar einnig um nám erlendis °g rannsóknarstörf Háskólans: „Mér finnst það mjög góð þróun hvernig >slenskir læknanemar hafa leitað sér tengsla og reynslu á stofnunum 1 nágrannalöndunum og ég myndi vilja sjá það gerast enn frekar. Auðvitað held ég að allir hefðu gott af því að kynnast aðstæðum í þriðja heiminum en það er líka mikilvægt að kynnast aðstæðum á toppstöðum. Þá er ég sérstaklega að hugsa um Bandaríkin. Mér finnst það sárt hvað fáir læknanemar og unglæknar sjá sér nú fært að leita eftir framhaldsnámi vestanhafs. Þar liggja kannski ekki síst félagslegar ástæður að baki og það er að mörgu leyti skiljanlegt. Það er að mínum dómi engin spurning að hl Bandaríkjanna er mest að sækja ef öienn eiga þess kost. Ég held að j afnvel stúdentar sem ekki hafa margra ára teynslu sjái það stundum hve læknar sem eru menntaðir vestanhafs eru °ft vaskir til starfa og hafa gaman af sínum störfum. Með þessu er þó ekkert illt sagt um þá sem hafa leitað sér menntunar annars staðar." „Læknakennsla og læknanám í dag er gjörsamlega óþekkjanlegt frá því sem var þegar ég tók til starfa. Ég þakka mér það ekkert fremur en öðrum enda er þetta þróun sem hefur átt sér stað alls staðar. En þróunin er hröð erlendis og ég veit ekki hvort við höfum haldið í við þróun á bestu stöðum. Ég vona það þó. Nú vill Háskóli íslands gjarnan komast í hóp 100 bestu háskóla heims. Okkur vantar gífurlega mikið upp á til að ná því markmiði. Við erum t.d. aftarlega á merinni hvað varðar doktorspróf og æðri menntagráður. Okkur vantar hér öflug rannsóknarteymi í líkingu við það sem gerist við læknadeildir og aðrar háskóladeildir erlendis. Til þess að ná marktækum árangri þarf að leggja fýrir stórar vísindaspurningar sem hægt er að fylgja eftir árum saman. Það þarf að horfa á þær frá ýmsum sjónarhornum og rannsaka með íjölbreyttum aðferðum. I læknisfræðinni gjöldum við þess að unga fólkið fer utan. Þótt útrásin hafi augljósa kosti hefur hún neikvæðar hliðar fyrir innlenda háskóla og rannsóknarstarfsemina." „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri lækna hafa fótfestu bæði í grunnrannsóknum og klínískum rannsóknum. Við höfum þó dæmi um slíkt. Menn eins og Guðmund Þorgeirsson og Magnús Gottfreðsson sem eru afburðavísindamenn og hafa skilaðgóðum árangri. Einnigmánefna Sigurð Guðmundsson landlækni meðan hann var enn þá starfandi hér á spítalanum. Við höfum þó dæmi um mjög glæsileg rannsóknartækifæri sem að mörgu leyti hafa verið þolckalega nýtt. Sem dæmi má nefna Hjartaverndarrannsóknina og íslenska erfðagreiningu sem hafa skilað mjög góðum rannsóknum og niðurstöðum“ „Alveg frá því að ég var stúdent og gömlu karlarnir útskýrðu fyrir mér og félögum mínum hvað háskólaspítali væri hef ég haft áhuga á að þoka Landspítalanum í þá átt. í dag er þetta þannig að þegar prófessor er ráðinn hérna þá er það gert af sérstakri valnefnd. Þessi nefnd er bæði skipuð fólki frá spítalanum og frá Háskólanum. Þegar ég fékk mína prófessorsstöðu 1982 þá var það bundið í lög að þeir sem yrðu prófessorar í lyflælcnisfræði, handlæknisfræði, geðlæknisfræði, röntgen og nokkrum fleiri greinum skyldu jafnframt vera yfirlæknar viðkomandi deilda á Landspítalanum og bera faglega, akademíska og rekstrarlega ábyrgð á deildinni. Þetta er að mínu mati hin ákjósanlega staða og svona ætti þetta að vera. Þetta fýrirkomulag tíðkast t.d. víðast hvar í Bandaríkjunum. Þetta tryggir að engin átök verða á milli þeirra sem stjórna ijármálunum og þeirra sem stjórna akademíska starfinu. í slíkum átökum þurfa akademísku sjónarmiðin því miður oftast að gj alda. Hér á landi var auðvitað fundið að þessu kerfi þar sem Háskólinn átti að ráða verkstjóra fýrir spítalann og árið 1999 gekkst Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, fýrir því að afnema þessi lög. Eftir það fór Þórður ásamt samstarfsmönnum sínum í San Diego, Kaliforníu. Þórður er fyrir miðri mynd, níundi frá vinstri. Læknaneminn 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.