Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 45

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 45
Stofnanasögur hafa oftar en ekki verið frægðar- og hetjusögur stjórnenda. Ég ákvað strax að Kleppsbókin ætti að segja söguna frá sem flestum hliðum. í þessari grein mun ég segja sögu fyrstu yfirlækna spítalans í stuttu máli. rólegu umhverfi íjarri skarkala venjulegs lífs. Þessi stefna átti rætur að rekja til gömlu hælanna eða fangelsanna sem reist voru víða um Evrópu á 17. og 18. öld þar sem safnað var saman mildum íjölda utangarðsmanna í samfélaginu sem ekki virtust geta lifað „eðlilegu borgaralegu lífi“. Mynd: Kleppuranno 1907 Byggingarsaga Ekki var hafist handa við að reisa geðsjúkrahús á Islandi fyrr en árið 1906. Menn höfðu þá rætt nauðsyn slíkrar byggingar í liðlega 40 ár en ekki komist að neinu samkomulagi um stærð hennar eða staðsetningu. Deilt var um hversu brýn þörfin væri og hve margir geðveikir v®ru á landinu. Læknar sem skrifuðu um málið lásu yfirvöldum pistilinn og gerðu sér tíðrætt um ömurlega meðferð á geðsjúkum í landinu. Eyggingaframkvæmdir hófust í landi jarðarinnar Klepps við Viðeyjarsund. Kleppur var fyrsta sjúkrahús landsins sem reist var og rekið af ríkinu. í upphafi var litið á stofnunina sem hæli eða athvarf þar sem fólki væri komið fyrir fremur en sjúkrahús eða lækningastofnun. kað má telja eðlilegt vegna þess að mest aðkallandi var að koma þeim sjúklingum fyrir sem veikastir voru eða hættulegastir og erfiðastir sjálfum sér og öðrum. Ekki var fitið svo á að margir sjúklingar myndu læknast á Kleppi fieldur legðust inn til langframa. Við staðarvalið var fylgt þeirri meginreglu að geðsj úkrahús skyldu vera einangruð í samfélaginu. Trú manna var sú að geðsjúklingum væri fyrir bestu að lifa í friði í fallegu og Vart hefði mönnum getað tekist betur með staðarval fyrir hinn nýja geðveikraspítala en að Kleppi. Útsýnið til sjávar og eyjanna er stórkostlegt og Esjan blasir ávallt við sjónum í öllum sínum breytileika. Allt í kringum hælið voru grösug tún svo að margt minnti á sveitabýli við sjávarsíðuna. Kleppsspítali var teiknaður af Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara. íbúðarhús læknis og annars starfsfólks og sjúkrahúsið voru samtengd með gangi. Sjúkrahúsið sjálft var á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni var miðstöð, eldiviðarherbergi, matsalur og vinnuherbergi karla og kvenna auk eldhúss og geymslna. Á efri hæðinni voru hinar eiginlegu legudeildir með karla- og kvennagangi með rúmum fyrir 40 sjúklinga skv. fyrstu teikningum. í hvorum gangi voru 4 einmenningsherbergi eða „sellur“ fyrir órólega sjúklinga. Ráðist var í þessa byggingu af miklum skörungsskap enda nam kostnaðurinn 7,5% af heildarupphæð íjárlaga fyrir árið 1906. Byggingin sjálf gekk vel og húsið var komið upp að einu ári liðnu. Fyrstu árin Þórður Sveinsson var fyrsti yfirlæknir spítalans. Að loknu læknaprófi sigldi hann til framhaldsnáms í geðlæknisfræði með styrk frá stjórnvöldum. Hann fór til Danmerkur til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og Árósum og síðan í Múnchen í nokkra mánuði. Þar nam hann geðlækningar hjá sjálfum Emil Kraepelin sem var skærasta stjarna fagsins á þessum tíma. Eítir þetta kom Þórður heim og tók við stjórnvelinum á Kleppi. Samkvæmt erindisbréfi Þórðar má segja að hann hafi verið einráður á spítalanum. Hann hafði á hendi Læknaneminn 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.