Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 46

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 46
framkvæmdastjórn hælisins, sá um læknisþjónustu, mannaráðningar, öll íjármál og búskapinn. Yfirhjúkrunarkonan var undir stjórn Þórðar og skyldi Mynd: Þórður Sveinsson hún ^ta hann vita af öllum ferðum sínum og vera ávallt fyrir framan Klepp tiltæk. Fyrsti sjúklingurinn, Arnbjörn Arnbjörnsson (f. 1863), lagðist inn í maílok 1907. Hann fór að veikjast 8 árum fyrir innlögn þegar hann hætti smám saman að vinna. Oít þegar hann var á gangi sneri hann endurtekið við vegna þess að honum fannst hann hafa týnt einhverju. Hann hafði aldrei verið „æðisgenginn eða óhreinlegur" en „þrár og óþægur“ eins og stendur í komuskýrslu. Arnbirni fannst hann hafa misst minnið smátt og smátt og orðið skeytingarlaus um eigin hagi. Hann dvaldist á sjúkrahúsinu til dauðadags þann 2. febrúar 1955. spítalinn fullskipaður af langdvalarsjúklingum. Þórður komst snemma að raun um að erfitt reyndist að koma sjúklingum aftur til síns heima. Venjulega var um fólk að ræða sem verið hafði lengi á framfæri sveitarstjórnar. Fólk var ákafleg ófúst að taka við þessum sjúklingum aftur í sinn heimahrepp af ótta við endurtekin veikindi og sömu vandræði þegar ekki tækist þá að koma viðkomandi á sjúkrahús. í augum þessara langveiku sveitarlima sem verið höfðu á flækingi milli bæja um árabil var spítalinn eins og ævintýrahöll allsnægtanna þar sem allir fengu nóg að borða, eigið rúm og hrein rúmföt. Langflestir þessara sjúklinga höfðu búið við ákaflega kröpp kjör um árabil og hafa sennilega fyllst skelfingu þegar einhver nefndi mögulega útskrift heim í fæðingarhreppinn. I lækningum sínum fór Þórður Sveinsson ekki alfaraleiðir. Hann leit svo á eins og margir aðrir geðlæknar að vinna væri besta meðferðin sem völ væri á fyrir geðsjúklinga. Hann lagði því ofuráherslu á að sjúklingar ynnu við búið allan ársins hring og nýtti sér það að flestir voru úr sveit og kunnu vel til verka. Sjúklingarnir gengu til flestra verka á hælinu eins og þeim var unnt. í sjúklingahópnum voru alltaf einhverjir sem gátu tekið slæm æðisköst og brutu allt og brömluðu og voru þá bæði hættulegir sjálfum sér og öðrum. Þegar þetta gerðist var ekki annað til ráða en að loka þá inni í sellu eða setja þá í einangrunarklefa þar til af þeim var runninn mesti móðurinn. Sellurnar voru þannig útbúnar að gluggar voru upp undir lofti og rammgert vírnet fyrir. Þar var aðeins fleti en ekkert rúm og engir snagar eða annað sem menn gætu skaðað sig á. Engin lúga var á hurðinni sem þýddi að opna varð dyrnar upp á gátt til að geta talað við sjúklinginn. Róandi lyf voru lítið notuð á óða sjúklinga en heldur var beitt einangrun, svelti og heitum böðum. Sjúkraskrá Arnbjörns er fremur fátækleg lesning þótt hann hafi dvalist á spítalanum í tæplega 50 ár. Færslur eru fáar og mjög stopular. Þess er hvergi getið hvaða meðferð Arnbjörn fékk þessi ár að undanskildum volgum böðum og veronal (róandi lyf) sem hann fékk til að sofa af við komu. Hann virðist hafa samsamast sjúkrahúsinu á nokkrum árum og var eftir það hluti af því og sjúkrahúsið hluti af honum. Arnbjörn missti allt samband við ættingja sína og sveitunga og lagaði sig vel að því sjúklingshlutverki sem hann gegndi ævina á enda. Sú saga gekk fjöllunum hærra að þeir einu sem fylgdust með ástandi Arnbjörns sætu í hreppsnefndinni heima fyrir. Þeir höfðu miklar fjárhagslegar áhyggjur af langlífi hans og sendu eitt sinn mann til að athuga hvort hann væri örugglega lifandi. Kleppsspítali fylltist strax af sjúklingum hvaðanæva af landinu sem lengi höfðu beðið innlagnar. Þórður reyndi að spyrna við fæti svo að hann hefði eitthvert svigrúm með útskriftir og innskriftir en gekk það illa. Á fyrstu þremur árum spítalans voru 118 sjúklingar lagðir inn en síðan komu mjög fáir sjúklingar á ári hverju enda var Lífið var í föstum skorðum þar sem allt miðaðist við aðalviðburði hvers dags, matartímana. Mataræðið var hefðbundinn íslenskur matur. Matast var af járndiskum með skeiðum og sat venjulega hver á sínu rúmi. Sjúklingarnir klæddust venjulega í byrjun dvalar sinnar fötum sem þeir höfðu komið með að heiman en síðan samfestingum og kjólum sem saumaðir voru á stofnuninni. Spítalafötin voru venjulega keimlík svo að sjúklingahópurinn var ærið einsleitur og fólk tapaði sérkennum sínum fljótlega og samlagaðist heildinni- Snemma var gengið til náða og vaknað árla morguns til nýs dags. Stofurnar voru stórar og lágu margir saman í miklum þrengslum. Allar dyr voru venjulega læstar. Lífið var fábrotið og tilbreytingarlaust en öllum þeim þurfalingum sem áður höfðu hrakist á milli bæja a kostnað sveitarfélagsins þótti vistin mikil breyting til batnaðar. Þórður var manna alþýðlegastur og kunni deili á flestum sem til hans komu og átti ákaflega auðvelt með að umgangast bæði háa og lága. Sjúklingum lá venjulega gott orð til Þórðar og ræddu um hversu þægilegur hann væri í umgengni. 46 Læknaneminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.