Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 47

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 47
Lækningar Þórðar Þórður hafði megna óbeit á lyíjum nema þá helst magnyli svo að hann notaði sem minnst þau róandi lyf sem voru a markaðnum. Á hinn bóginn hafði Þórður tröllatrú á vatni, bæði útvortis og innvortis, við öllum andlegum °g líkamlegum kvillum. Sjúklingar hans lifðu á heitu vatni einu saman svo dögum skipti og hann notaði mikið heit og köld böð eins og reyndar var siður manna á geðsjúkrahúsum annars staðar. Segja má að Þórður hafi beitt sjúklinga sína einhvers konar sveltimeðferð. Ekki fór hjá því að þessar vatnslækningar eða sveltikúrar væru til umræðu meðal alþýðu manna á þessum tíma. Þórður sjálfur leit svo á að orsök geðsjúkdóma væri sú að þessir sjúklingar svitnuðu ekki nóg og því væri lækningin í því fólgin að koma þeim til að svitna með heitum böðum eða heitu drykkjarvatni. Það er erfitt að átta sig á raunverulegri afstöðu lækna til þessara lækninga Þórðar Sveinssonar. Hann upplýsir reyndar í bæklingi sem hann gaf út um vatnslækningar sínar að landlæknir (Guðmundur Ljörnsson) hafi sagt að til sín hafi komið margir læknar °g beðið sig að banna þessar lækningar sem hann hafi ekki séð neina ástæðu til að gera. kórður fór sínar eigin leiðir og var ekki í takt við þær geðlækningar sem þá voru stundaðar í Evrópu. Útvortis vatnslækningar hans eða böð voru sambærileg við það Sem aðrir gerðu að því undanskildu að Þórður notaði ntun heitara vatn en aðrir. I erlendum bókum frá þessum tíma er mælt með 35°-40° heitu vatni en hann notað allt að 45° heitt vatn. Köldu böðin voru sambærileg við það sem aðrir voru að gera og röksemdafærslan sú sama. Á þessum tíma trúðu menn mjög á mátt þess að gera sjúklingum bilt við. Þegar sjúklingurinn yrði fyrir óvæntu áreiti gleymdi hann geðveiki sinni vegna þess að hugurinn beindist annað. Hins vegar voru innvortis vatnslækningar með langvinnri föstu og heitu vatni nýnæmi sem ekki var notað annars staðar. í raun mætti frekar tala um hungur- eða sveltimeðferð heldur en vatnsmeðferð þar sem sveltið skiptir miklu máli í þessari meðferð. Þórður sagði sjálfur að tilgangur þessarar meðferðar væri sá að koma út svitanum hjá sjúklingum sínum en geðveikin gerði það að verkum að þeir svitnuðu ekki. Á hinn bóginn bendir ýmislegt til að tilgangurinn hafi líka verið annar. Hann var sagður hafa haft oft á orði að nauðsynlegt væri að svelta sjúkdóminn og í því væri lækningin fólgin. Þórður fullyrti að sjúklingar hans væru haldnir illum öndum. Miðaldalæknisfræðin notaði mikið svelti og úthreinsanir til að losa líkamann við eiturefni sem mögulega gætu valdið geðveikinni. Margir geðlæknar á 19. öld létu beita sjúklinga miklu harðræði í þeirri trú að refsimeðferð gæti læknað þá siðferðisbresti sem þeir töldu sjúklinginn haldinn. Þessar lækningar Þórðar virðast fremur ættaðar Læknaneminn 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.