Læknaneminn - 01.04.2008, Page 50

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 50
vilja valda heilaskemmdum á sjúklingum sínum sem viðhalda myndu geðtruflunum. Þessi afstaða var í raun í algjörri andstöðu við þær geðlækingar sem annars staðar voru stundaðar. Næstu áratugi geisuðu hatrammar deilur meðal íslenskra geðlækna um notagildi rafrota þar sem Helgi var gagnrýndur óspart fyrir andstöðu sína gagnvart þessum lækningum. Aðferðin þótti fljótvirk og reynast mjög vel á alvarlegt þunglyndi og þráhyggju. Með bættri svæfingartækni varð hún mun hættuminni en áður hafði verið talið. Raflostin sönnuðu smám saman notagildi sitt og eru enn mikið notuð lækningaaðferð um allan heim, sérstaklega þegar um alvarlegt þunglyndi er að ræða. Varðandi lóbótómíur sem víða voru í miklum metum þá var Helgi Tómasson slíkum aðgerðum mjög mótfallinn og þeim var ekki beitt á sjúklinga Kleppsspítala að hans frumkvæði. Hann var líka gagnrýndur mjög af mörgum kollegum sínum fyrir andstöðu sína við lóbótómíur. Þrátt fyrir þessa andstöðu Helga voru liðlega 100 íslendingar lóbótómeraðir í Kaupmannahöfn og á Landakotsspítala. Reksturinn og vandamálin Helgi Tómasson skrifaði skýrslur um reksturinn á Kleppi 1929-1939 sem út voru gefnar á prenti. Þar kemur fram að algengustu sjúkdómarnir á spítalanum voru þunglyndi og geðklofi. Helgi tilgreinir nákvæmlega dánarorsök allra þeirra sjúklinga sem létust á tímabilinu enda var að því látið liggja í Stórubombumálinu að eitthvað væri athugavert við dánarmein sjúklinga á Kleppi. Helsta vandamálið var mikið plássleysi. Á landinu öllu veiktust um 150 manns af geðsjúkdómum árlega að sögn Helga og ekki var nokkur leið að taka þá alla til meðferðar. Hann segir í skýrslunum að 10-15 sjúklingar þurfi árlega á varanlegri spítaladvöl að halda sem þýði að sá rúmafjöldi festist árlegaí 15-20 ár sem sé meðaldvalartími krónískra sjúklinga á geðveikraspítala. Spítalinn var alltaf sneisafullur af sjúklingum og lagt í hvert skot þar sem hægt var að koma fyrir rúmi. Þessi þrengsli gerðu starfsliðinu að sjálfsögðu erfitt um vik að sinna sjúklingum. Þegar skýrslur frá spítalanum eru skoðaðar kemur í ljós mikill óróleiki á einstökum deildum. Pústrar og slagsmál voru daglegt brauð og stundum þurfti að sprauta sjúklinga niður meira eða minna nauðuga. Órólegir sjúklingar héldu vöku fyrir öðrum á sömu stofu vegna þess að einbýlin voru alltaf full og óhægt um vik að flytja sjúklinga á yfirfullum spítalanum. Haldin var dagbók yfir þær skemmdir sem urðu á deildunum af völdum sjúklinga og kemur þá í ljós að mikið var eyðilagt af fatnaði og rúmfatnaði auk borðbúnaðar og gluggarúða sem menn brutu þegar sá gállinn var á þeim. Hitann og þungann af þessum óróleika og slagsmálum á deildum báru starfsmennirnir og hjúkrunarkonurnar og greint er frá því í skýrslunum að margir hafi fengið hnefahögg í andlitið í þessum átökum. Engin belti eða ólar voru í notkun til að hefta athafnafrelsi sturlaðra einstaklinga ólíkt því sem annars staðar tíðkaðist. Þann fyrsta janúar 1940 voru Gamli og Nýi Kleppur sameinaðir undir eina stjórn. Við það fengust þó engin viðbótarpláss því að báðir voru fullskipaðir fyrir. I maí var Syðra Langholt við Langholtsveg tekið undir bú spítalans og var þá ákveðið að innrétta hlöðu- og fjósbygginguna heima við spítalann fyrir sjúkradeildir fyrir 25 rólega (taugaveiklaða) sjúklinga. Byrjað var á framkvæmdunum en vegna manneklu og peningaleysis sóttust framkvæmdirnar seint. Læknisbústaður gamla spítalans og íbúðir starfsfólks á búinu losnuðu smám saman og eftir miðjan maí varð nokkurt aukapláss laust á spítalanum. Það breyttist svo með hernámi íslands þegar breska setuliðið tók Laugarnesspítalann herskildi til eigin afnota. Þá neyddist Kleppsspítali til að taka þá sjúklinga sem þá voru í Laugarnesdeildinni inn í þrjú herbergi í kjallara gamla spítalans. Þessi nýja kjallaradeild í Gamla spítalanum var alltaf kölluð Laugarnesdeildin eftir það. Allar þessar breytingar gerðu það að verkum að ekki var hægt að leggja inn nýja sjúklinga seinni hluta ársins. Órólegu deildirnar I lok styrjaldarinnar var hafist handa við að byggja tvær deildir sem ætlaðar voru erfiðustu og órólegustu sjúklingunum. Helgi Tómasson hafði lengi barist fýrir byggingu þessara deilda enda sagði hann að þær hefði vantað þegar Nýi Kleppur var vígður árið 1929. Þessar deildir voru kallaðar 10 (karladeild) og 11 (kvennadeild) og voru þær teknar í notkun árið 1951. Rúm voru fyrir 18-22 sjúklinga á þessum deildum sem var skipt í tvennt, A- og B- gang. Var B- gangurinn mun minni með noklcrum einbýlum þar sem unnt var að hafa mjög órólega sjúklinga og gæta þeirra sérstaklega. Á sumum þessara einbýla voru steyptir bekkir fyrir sjúklingana. A- hlutinn var mun stærri með breiðum gangi, sem notaður var fyrir borðstofu, og stórum sölum þar sem 8-10 sjúklingar sváfu. Þessi bygging bætti úr brýnni þörf og vinnuaðstaða öll batnaði. Nýtt hugtak, „órólega deildin á Kleppi", bættist í orðaforða þjóðarinnar og var mikið notað í margs konar samsetningum. Framhaldið Tómas Helgason tók við stjórninni á Kleppi að föður sínum látnum. Þegar hann tók til starfa á spítalanum voru hátt í 300 sjúklingar á Kleppi og svo þröngt að fólk gat varla skáskotið sér á milli rúmanna. Lagt var í hverja smugu á göngum og böðum. Með nýjum lyfjum og meðferðarmöguleikum voru geðlækningar að komast til aukinnar virðingar. Nýjar hugmyndir komu fram á sjónarsviðið og allir sáu að miklar breytingar voru í vændum. Tómas leit strax á það sem sitt stærsta verkefni að leysa úr plássvandræðunum og hann var óþreytandi að benda stjórnvöldum á þann slæma aðbúnað sem geðsjúkir byggju við. Fordómar í garð geðsjúkra og Klepps voru enn miklir og erfiðir viðureignar. Þrengslin á deildunum gerðu það að verkum að erfitt reyndist að finna sjúklingunum verkefni svo að fólk sat mikið a rúmum sínum og reri fram í gráðið. Iðjuþjálfun sinnti a engan hátt þessum mikla fjölda sem á spítalanum var. Afkastageta spítalans jókst smám saman. Læknum og hjúkrunarkonum fjölgaði á sjúkrahúsinu og fólk lærði að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.