Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 51

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 51
nota nýju lyfin og áttaði sig á þeim meðferðarmöguleikum sem fyrir hendi voru. Helstu markmiðin voru að leysa húsnæðisvandamál spítalans og efla þá starfsemi sem fyrir var. Stjórnendur spítalans áttuðu sig á því að nauðsynlegt var að fá fleira fólk til starfa með sérmenntun á borð við iðjuþjálfun, sálfræði og félagsráðgjöf. Nauðsynlegt var að efla fjölbreytni þeirrar meðferðar sem í boði var. Á sama tíma voru geðlækningar komnar undir smásjá ýmissa Þjóðfélagsrýna sem vildu skoða þessar lækningar i öðru samhengi en áður hafði þekkst. Innlögnum fjölgaði mjög tnikið á þessu tímabili enda styttist dvalartími sjúklinga og æ fleiri voru útskrifaðir eftir nokkurra daga dvöl á spítalanum. Tómas Helgason var mjög opinn fyrir öllum breytingum og nýjungum og sagði skrásetjara að hann hefði haft að leiðarljósi gamlan frasa frá Maó formanni þegar hann sagðist vilja sjá 1000 blóm blómstra. Tómas sagðist hafa litið svo á að allt þetta vel menntaða fólk bæri ábyrgð á sínum ákvörðunum og þeirri stefnu sem það vildi taka. Þetta þýddi að deigla framfara í meðferð geðsjúkra var á Kleppi. Menn voru óþreytandi að prófa nýjar meðferðarleiðirogaðferðir;samfélagslækningar,dáleiðslu, fjölskyldumeðferð, atferlislækningar, slökunarmeðferð, grúppumeðferð o.fl. Stöðugur straumur var til landsins af fyrirlesurum frá Evrópu og Ameríku sem komu til að flytja boðskap sinn. Menn áttuðu sig á vanköntum og aukaverkunum lyfjanna og reyndu að finna önnur úrræði sem kæmu að sama gagni eða gætu minnkað lyfjaskammtana. Efitirmáli Fyrstu 100 árin í sögu spítalans eru að baki. Engan viðstaddan við vígsluna 1907 hefði getað órað fyrir þeim breytingum sem áttu eftir að eiga sér stað á Kleppi og allt í kringum Klepp á þessari öld. Saga Klepps er saga þjóðarinnar sjálfrar sem fór í heljarstökkum út úr eymd nítjándu aldar inn í allsnægtir þeirrar tuttugustu og fyrstu. A þessum 100 árum hafa viðhorf gagnvart geðsjúkum gjörbreyst. í aldarbyrjun voru þeir einir skilgreindir sem geðveikir sem höfðu alvarleg geðhvörf, geðklofa eða heiftarlega áfengissýki. Nú er öldin önnur og æ fleiri eru greindir með léttari geðraskanir og fá meðferð við þeim. Stór hluti þeirra sjúklinga sem sækir sér meðferð á göngudeild geðdeildar þjáist af kvíða eða annarri taugaveiklun og alls konar tilvistar- og velmegunarvanda sem Þórð Sveinsson og Helga Tómasson hefði ekki grunað að ætti eftir að verða aðalverkefni geðdeilda. Ný geðlyf hafa gert það að verkum að hægt er að reyna einhvers konar lyfjameðferð á æ fleirum og auk þess hafa komið til sögunnar mörg önnur meðferðarúrræði sálfræðinga, geðhjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og fleiri starfsstétta. Nýjar geðgreiningar hafa komið til sögunnar sem menn vissu ekki að væru til fyrir aldarfjórðungi. Endurhæfing á Kleppi býður upp á mun fleiri valkosti en nokkru sinni fyrr. í byrjun aldarinnar var litið á Klepp sem endastöð íjölmargra geðsjúkra sem ættu eftir að eyða þar ævinni eins og Arnbjörn Arnbjörnsson gerði. Nú er markmiðið að Kleppur sé endurhæfingarspítali þar sem fólk leggist inn í skamman tíma ef á þarf að halda en meðferðin sé að öðru leyti rekin í göngudeild. Enginn veit hverju næstu 100 ár munu skila Kleppsspítala eða hvort hann muni enn standa í einhverri mynd inn við sundin blá að annarri öld liðinni. Ég vona að svo verði. í síbreytilegum heimi er nauðsynlegt að til sé það skjól sem Kleppur hefur verið íslenskri þjóð undangengna öld. Myndir eru fengnar úr bók Óttars og birtar með hans leyíi. Læknaneminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.