Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 58

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 58
Ef endurágræðsla kemur til álita er mikilvægt að staðið sé rétt að flutningi á stúfnum. Til að hægja á öllu niðurbroti þarf að kæla stúfinn niður og halda honum rökum. Því er rétt að leggja stúfinn í raka grisju/ klút og síðan í plastpoka. Pokinn er síðan settur í ísvatn og þannig haldið nálægt 0°. Aldrei skal setja beint á ís því þá frýs stúfurinn og það verða kalskemmdir sem síðar leiða til dreps. Rétt er að undirstrika að ef stúfur hangir í húðbryggju þá á ekki að klippa á heldur búa um þannig. Almennt gildir að vöðvavefur þolir 4 klst. án blóðrásar en aðrir vefir allt að sólarhring. Það segir sig því sjálft að ef um vöðvavef er að ræða á stúfnum þá er nánast útilokað að reikna með að það takist að halda í þann vef eftir ágræðslu. Brot: Eingöngu verður íjallað um mjög fáar tegundir brota eða brotastaða. Gips er algengasta meðferðin við brotum. Tilgangur gipsmeðferðar er að halda brotum í ásættanlegri legu á meðan þau öðlast þann stöðugleika að þorandi sé að leyfa hreyfingu án þess að það raski legu brotsins. Þau brot sem eru stöðug og í ásættanlegri legu þurfa ekki gips nema þá sem verkjameðferð í byrjun. Brot sem haldast ekki í ásættanlegri legu með gipsi þurfa aðra meðferð, til dæmis ytri ramma eða innri festingu (pinna, skrúfur, plötur o.s.frv.). Innri festingar eru einnig valkostur þar sem æskilegt er að byrja hreyfiþjálfun snemma. Ýmsir ókostir eru við gipsmeðferð. Liðir stirðna, beinþynning verður, sinar festast í örvef á brotastað og vegna hreyfingarleysis verða samvextir við umhverfi þeirra, vöðvar rýrna og svo mætti lengi telja. Það erþví mikilvægt að halda gipstíma í lágmarki og gipsa eingöngu þá liði sem þörf er á. Brot á íjærkjúku eru af ýmsum toga. Við klemmuáverka verða oft brot í gómhrjónu (processus unguicularis) en þau þarfnast sjaldnast meðferðar umfram verkjastillingu og það sem meðfylgjandi mjúkveíjaáverki krefst. Við brot á skafti fjærkjúku er mikilvægt að hafa í huga að oft er einnig til staðar áverki á naglbeð sem getur þurft að gera að. Meðferð brotsins er oftast fólgin í spelkun í um þrjár vikur. Ef brotið er óstöðugt og með skekkju þá er beinið pinnað. Við vaxtalínubrot hjá börnum þarf einnig að hafa í huga möguleikann á áverka á naglbeð og þá er nöglin oft uppslegin yfir naglbandið. Þá þarf að gera að naglbeðsáverkanum og ef teljandi skekkja er til staðar þarf að rétta hana og spelka. Hér að framan í tengslum við lýsingu á sliti á réttisinum frá festu á íjærkjúku (mallet áverkar) var einnig lýst brotum þar sem sinin slítur með sér beinbita. Slík brot leiða til réttiskerðingar í fjærlið (mallet stöðu). Ef beinbitinn er lítil þá er sett malletspelka í um sex vikur og síðan næturspelka í tvær vikur. Ef stór flaski (> 1/3 af liðfleti) brotnar þá er hætta á að fjærkjúkan leki úr liðnum (volar subluxation í fjærlið). í slíkum tilfellum þarf að taka afstöðu til réttingar og pinnunar. Svipuð brot sjást einnig við festu djúpu beygjusinarinnar (FDP) og ef brotflaskinn er tilfærður þarf opna réttingu og innri festingu. Ef ekki er um tilfærslu að ræða má meðhöndla með spelku í fjórar vikur sem hindrar réttu. Meðhöndlun brota á mið- og nærkjúku sem eru án teljandi tilfærslu fer eftir því hversu stöðug þau eru metin. Þau má meðhöndla ýmist með festingu við næsta fingur og varfærinni hreyfiþjálfun eða gipsi í allt að þrjár vikur. Gott er að fylgja brotlegu effir með röntgenmynd innan tveggja vikna en þess er þó ekki þörf í öllum tilvikum. Efbrotná inn í liðflöt þarf að meta þætti eins og stallmyndun í liðfletinum. Ihuga þarf réttingu og festingu ef stallmyndun er umfram 1 mm. Innkýld brot (die punch) eru oft erfið í greiningu en mikilvægt að greina því iðulega er ástæða til að rétta opið, grafta undir liðflötinn og jafnvel festa. Skábrot og spiralbrot geta verið mjög óstöðug. Þau hafa einnig í för með sér hættu á snúningsskekkju og á það sérstaklega við um spiralbrot. Rétt er að gera sér grein fyrir því að snúningsskekkju er erfitt og oft útilokað að meta á röntgenmyndum og kemur þar ekkert í staðinn fyrir klíníska skoðun. Best er að meta snúningsskekkju með því að viðkomandi beygi fingur eins vel og kostur er og þá horft á hvernig fingur stefna niður í lófa. Ef það er snúningur í broti vill viðkomandi fingur leggjast að eða frá aðlægum fingrum. Með fingur beina eiga allar neglur að liggja í sama plani en við vægan snúning getur verði erfitt að greina þetta. Þessar skekkjur þarf að rétta og er einnig algengt að gera þurfi innri festingu til að halda brotlegu. Kurluð (comminut) skaftbrot er oft best að rétta í sem besta legu m.t.t. öxulstefnu og snúnings og síðan gipsa. Ef ekki næst ásættanleg lega þarf að íhuga aðgerð en í þessum tilvikum er oft erfitt að fá eitthvað til að festa í- Einnigeruoftmiklir mjúkvefj aáverkar og blóðrásartruflanir samfara kurluðum brotum. í vissum tilvikum getur þurft að láta það hafa forgang- Liðbönd og sinar eiga það til að slíta með sér beinbita. Dæmi um það er þegar brjóskkennd liðbandsplata (volar plate) framanvert yfir miðliðum (PIP) skaddast við ofréttuáverka og slítur með sér beinflís frá festu sinni á miðkjúku. Brotið eða liðbandsáverkinn krefst út af fyrir sig ekki meðferðar umfram verkjastillingar nema ef bitinn er þeim mun stærri. Hafa verður í huga að það getur þróast kreppa í liðnum (flexionskontractur) vegna örvefsmyndunar fyrstu vikurnar eftir áverkann. Það þarf að upplýsa viðkomandi um þessa hættu og leggja áherslu á réttiæfingar til að varna kreppu. Ef kreppa nær að þróast er hún meðhöndluð með togspelku (dynamic extensions splint) í þrjá til sex mánuði. Réttisinin getur slitið með sér liðflatarberandi beinflaska og er þá hætt við að meginhluti miðkjúkunnar skríði fram (volar subluxation í PIP). Þá er oftast gerð aðgerð. Hliðarliðbönd (ulnar/radial collateral ligament) geta sömuleiðis tekið með sér beinflaska. Dæmi um slíkt er áverki á ölnarhliðarliðband hnúaliðs þumals (ulnar collateral ligament MCP I) með beinafrifu. Ef slíkt er án teljandi tilfærslu þá er gipsmeðferðarlengd 5 vikur á þumalfingri en 3 vikur á öðrum fingrum og mobilisering með teipi- Þegar um er að ræða stóran flaska með teljandi tilfærslu eða óreglu í liðfleti (>1 mm hakmyndun) þarf að íhuga aðgerð. Brot á miðhandarbeinum eru Læknanéminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.