Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 59

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 59
algeng. Hvað þekktust slíkra brota eru boxarabrot (subcapituler MC fracture) sem eru algengust á firnmta miðhandarbeini. Þessi brot eru oft vinkluð fram á við (volar angulation) eða með hliðarvinklun. Erfitt er að þola mikla skekkju í öðru naiðhandarbeini en skekkja veldur síður vandræðum í þriðja, fjórða og fimmta. 40° vinklun fram á við í fimmta miðhandarbeini veldur oít á tíðum óverulegri færnisskerðingu. bað er þó ákveðin skynsemi í því að rétta tilfærð brot og gipsa því hættan á færnisskerðingu eykst eftir því sem tilfærslan er meiri. Vanda þarf gipsið því þessi brot hafa ríka tilheigingu til að skríða á ný. Úlnliður á að vera í vægri réttu, hnúaliðir í 60- 90° beygju og mið- og fjærliðir beinir. Gipstími er 2-4 vikur og er sjaldan ástæða til aðgerða. Skaftbrot á miðhandarbeinum eru í sumum tilvikum án tilfærslu og stöðug og þurfa þá gips í stuttan tíma (1-2 vikur) og síðan varfærna hreyfiþjálfun. Onnur þurfa lokaða réttingu og gipsun í allt að 5 vikur. Aðgerð er oft álitlegur kostur bæði til að tryggja góða legu og einnig til að hægt sé að byrja hreyfiþjálfun snemma. Stöðug innri festing gerir gipsun óþarfa nema þá sem verkjameðferð. Brot í nærenda miðhandarbeina geta legið inn í liðina milli þeirra og úlnliðsbeina (CMC). Af slíkum brotum er brot í nærhluta fyrsta miðhandarbeins algengast, svokallað Bennet brot. Þá er um afrifubrotflaska að ræða ölnarmegin í nærhlutanum og meginhluti fyrsta miðhandarbeins skríður að hluta úr liðnum (CMC I subluxation). Sambærilegt brot í fimmta miðhandarbeini kallast Tenneb brot. Afrifubrotflaskinn situr þá eftir sveifarmegin (radialt) og meginhluti miðhandarbeinsins skríður úr liðnum ölnarmegin. Meðferð á þessum brotum er oftast aðgerð þar sem gerð er lokuð eða opin rétting eftir atvikum og brot fest með pinnum. Af brotum á úlnliðsbeinum eru brot á bátsbeini(scaphoidum)langalgengust eða um 80%. Þar á eftir eru brot á þríhyrnubeini (triquetrum) í um 14% tilvika. Það er þó sennilegt að brot í öðrum úlnliðsbeinum séu vangreind því þau eru ekki auðveld í greiningu með hefðbundnum röntgenmyndum. Bátsbeinið sem líkist baun að lögun gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja stöðugleika innbyrðis milli úlnliðsbeina. Blóðrás beinsins kemur að langmestu leyti í gegnum greinar frá sveifarslagæð (arteria radialis) í þærenda þess. Af því leiðir að við brot getur blóðflæði til nærhlutans raskast. Þessi viðkvæma blóðrás skýrir háa tíðni á vangróningi (non- union), fölskum lið (pseudoartrosis) og drepi eftir brot á bátsbeini. Bátsbeinsbrot eru algengust hjá ungum karlmönnum og verða oftast við fall á útrétta hendi þannig að úr verður ofrétta í úlnlið. Við skoðun eru meðal annars eymsli til staðar í tóbakslaut (anatomic snuff box), yfir íjærenda bátsbeinsins aðlægt þumalrótinni lófamegin og óbeinn verkur við tog eða þrýsting á þumal. Greining fæst í flestum tilvikum með röntgenmyndatöku. Nauðsynlegt er að fá sérstakar bátsbeinsinnstillingar. Því er ekki nóg að fá hefðbundar úlnliðsmyndir heldur þarf að biðja um bátsbeinsmyndir. Því miður er ekki öruggt að bátsbeinsbrot greinist með þessum myndum þannig að eðlileg röntgenmynd útilokar ekki brot. Hætta er á vangróningi, drepi og fölskum lið við bátsbeinsbeinsbrot. Til að missa ekki af broti eru ýmsar leiðir færar til að rannsaka málið frekar ef ekki er hægt að útiloka brot á bátsbeini klínískt. Þegar klínískur grunur um brot er til staðar en röntgenmynd sýnir ekki brot er hefðbundið að meðhöndla í bátsbeinsgipsi og endurmeta ástandið eftir 7-14 daga. Röntgen er síðan endurtekið ef áframhaldandi grunur er um brot við skoðun. Ef sú mynd staðfestir ekki brot þá er pantað beinaskann sem gefur endanlega svar af eða á um brot. Aðrir möguleikar eru segulómun eða tölvusneiðmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.