Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 60

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 60
Segulómun á að geta gefið skýr svör 3-4 dögum eítir áverka. Hvaða leið er farin er háð aðstæðum og er engin ein aðferð réttari en aðrar. Það sem máli skiptir er að ekki sé hætt fyrr en búið er að útiloka brot með myndgreiningu ef klínískur grunur er til staðar. Meðferð við stöðugum brotum er bátsbeinsgips, oftast í 8- 12 vikur. Um 90-95% af ótilfærðum brotum gróa með slíkri meðferð á 6-10 vikum samkvæmt flestum rannsóknum. Þó eru til rannsóknir sem benda til allt að 15% vangróninga á ótilfærðum brotum. Tilfærsla eykur hættu á vangróningi og einnig hefur staðsetning brots og plan áhrif á horfur. Brot í fjærenda gróa nánast alltaf en brot í nærenda eru jafnvel 3- 6 mánuði að gróa í gipsi ef þau gróa yfir höfuð. Ef tilfærsla er meiri en 1 mm eða teljandi gleikkun er í broti kemur opin rétting og innri festing til greina. Notaðar eru sérstakar skrúfur (t.d. Acutrak og Herbert) sem henta í slíkar festingar. Einn kostur við stöðuga innri festingu er að þá má stytta gipstíma verulega. Á móti koma þættir eins og að lokuðum áverka er breytt í opinn með vissum liðbandaáverkum, sýkingarhættu o.s.frv. I þeim tilvikum þar sem brotið grær ekki og falskur liður (scaphoideum pseudoarthrosis) þróast getur slíkt valdið viðvarandi verkjum og einnig vill úlnliðurinn svíkja í álagi. Það getur að lokum þróast í slitgigt í öllum úlnliðnum (panarthrosis). Þegar falskur liður greinist er því oftast reynt að fá beinið til að gróa með aðgerð þar sem hefðbundið er að flytja beingraft frá mjaðmarkambi (ad modum Russe). Reikna má með að slíkt taki minnst þrjá mánuði að gróa (um 85% gróa). Annar möguleiki er að nota beingraft á æðastilk frá fjærenda sveifarbeins. Freistandi er að telja upp brot á fleiri beinum og jafnvel að fara upp yfir úlnliðinn og fjalla um brot í fjærenda sveifar og ölnar en hér verður látið staðar numið í brotaupptalningu. Hins vegar er rétt að nefna nokkur almenn atriði varðandi brotameðferð. Þegar brot krefst aðgerðar er í flestum tilvikum hægt að skipuleggja hana næstu daga eftir áverkann en er æskilegt innan tveggja vikna. Sum brot krefjast þó bráðrar aðgerðar og má þar nefna opin brot, en það er háð stærð og ástandi sára. Brot með tættum, menguðum sárum þar sem blóðrás er í hættu er mun meira aðkallandi en brot með litlu og hreinu stungusári. Það er engin klár lína milli þess sem má bíða yfir nótt og þess sem þarf að bregðast við strax. Það sem hægt er að hafa til viðmiðunar er hve óhrein sár eru (landbúnaðar- og dýraslys eru varhugaverð vegna sýkingarhættu), ástand blóðrásar, hvort sár eru tætt og með drepi eður ei, með eða án sina- og taugaáverka eða hvort yfirvofandi er hætta á æða- eða taugaáverkum vegna óstöðugra brota. Rétt er í þessu samhengi er að nefna að opnum og lokuðum brotum getur fylgt hætta á bráðri taugaklemmu (t.d. í úlnliðsgöngum - acute carpal tunnel syndrome) og þarf reyndar að hafa þann möguleika í huga við alla áverka. Við skoðun er mikilvægt er að gera sér sér grein fyrir „distal status“ sem er ástand æða-, tauga- og hreyfikerfis neðan við áverka. Liðbandsáverka og liðhlaup: Tognanir eru algengir áverkar og krefjast sjaldnast eiginlegrar meðferðar umfram hvíld, t.d. með teipun við aðlæga fingur og hreyfingar eftir getu. Sama gildir um endastig tognunar, liðbandsslit. Til eru undartekningar frá þessu. Slit á hliðarliðbandi hnúaliðar þumals ölnarmegin (ulnar collateral ligament MCP I) þarfnast oftast aðgerðar. Umgjörð liðarins er þannig að annar vefur getur lagst á milli liðbandsins og beinsins og þannig komið í veg fyrir gróanda. Liðbandið er uppslegið og hluti af réttisinaumgjörð (extensor apponeurosa) leggst á milli. Afleiðingin verður óstöðugur liður sem gefur sig við álag og veldur verk. Að lokum þróast slit (post- traumatic arthrosis) með stöðugum verk og hreyfiskerðingu. Því er mikilvægt að fullvissa sig um ástand liðbandsins þegar áverki og einkenni gefa tilefni til. Ef ekki er hægt að útiloka liðbandsslit þá er rétt að skoða liðbandið í aðgerð. í umfjöllun umbátsbein hér að framan er nefnt að það gegni lykilhlutverki í að tryggja innbyrðis stöðugleika úlnliðsbeina. Til að svo megi vera þarf það að tengjast aðlægum beinum og er þar mikilvægust tenging þess við mánabein (lunatum) með stuttu liðbandi (SL-ligament). Við brot á bátsbeini getur það slitnað en greining á slíku sliti getur verið erfið. Á úlnliðsröntgenmynd getur þó sést gleikkun milli þessara beina (fá samanburðarmynd ef grunur) og einnig getur afstaða bátsbeins og mánabeinsveriðbrengluð. Bátsbeinið fellur þá í beygjustöðu og myndar stuttan skugga á röntgenmynd ant- post en mánabein fer í réttu og vísar þá upp á við á hliðarmynd. Segulómun getur sýnt þessa áverka í sumum tilvikum. Meðferð við þessum liðbandsáverka er oftast aðgerð (opin viðgerð á liðbandinu og pinnun eða percutan pinnun) og 6- 12 vikna gipsmeðferð. Hér er viðeigandi að nefna einnig liðhlaup á mánabeini (perilunar luxation). Mörg afbrigði eru til en í sinni einföldustu mynd þá veltur mánabeinið úr sæti sínu volart. Veruleghættaerábráðritaugaklemmu á miðtaug í úlnliðsgöngum við þessa áverka (acute carpal tunnel syndrome) og því mikilvægt að gera að þessu án tafar. í sumum tilvikum er möguleiki að rétta liðhlaupið lokað og síðan tryggja rétta innbyrðis afstöðu úlnliðsbeina með pinnum, en oft þarf að gera að þessu opið. Gipstími er 6-12 vikur. Ýmis afbrigði eru til af þessum áverka sem geta einnig innihaldið brot í gegnum aðlæg bein. Liðhlaup í fingurliðum og hnúaliðum er oftast hægt að rétta lokað, einkum ef skammur tími er frá áverka. Ef maður hefur reynslu af slíkum réttingum er í mörgum tilvikum einfalt að gera það án deyfingar. Besta verkjastillingin er að rétta liðhlaupið og er verkur við slíkt sjaldnast meiri en við að leggja deyfingu. Það sem helst er til trafala er að ef langur tími er liðinn frá áverka getur mikil bólga hafa safnast á svæðið. Einnig getur aðlægur vefur (ligament, volar plate, capsula) lagst inn í liðinn (interponering). í slíkum tilfellum getur þurft opna réttingU’ Mikilvægt er að rétta liðhlaup eins fljótt og nokkur kostur er því ella er hætt við síðkomnum slitbreytingum-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.