Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 64

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 64
læknaliðarnir. Við fylgdumst með einum læknaliða í hálftíma og á þeim tíma sá hún 16 sjúklinga hvorki meira né minna. Við erum ekki alveg að sjá heilsugæslulækni á íslandi sinna svo mörgum sjúklingum á heilum degi, hvað þá á 30 mínútum, jafnvel þó að það yrði tekið upp afkastatengt launakerfi. Reyndar eru úrræðin ekki mikil í Malaví. Lyfin eru fá og greiningarnar ekki margar. Sem dæmi má nefna að ef sjúklingurinn kvartar um höfuðverk og hita er hann sendur í blóðprufu og blóðstrok, að því gefnu að rannsóknarstofan sé opin þann daginn, og svo fær hann meðferð við malaríu. Ef hann kvartar um hita og hósta fær hann penicillin við lungnabólgu og ef greiningin er óljós fær hann bólgueyðandi verkjalyf. Það fá því allir eitthvað fyrir sinn snúð eftir langt og oft erfitt ferðalag til læknis. Mæðraverndin fer fram á sérstakan hátt. Fyrst eru konurnar vigtaðar og blóðþrýstingsmældar og síðan fer fræðsla fram. Hljómar svolítið líkt og hérna heima, er það ekki? Ó, nei! Fræðslan fer fram í hópum og er á formi söngva þar sem textarnir fjalla um fjölskylduráðgjöf og heilbrigt líferni og klappað er í takt svo úr verður hin mesta skemmtun, líka fyrir mazungu (hvíta manninn) eins og okkur. Að sjálfsögðu voru helgarnar notaðar vel til að kynnast landi og þjóð utan spítalanna. Við heimsóttum helstu náttúruperlur Malaví í suðurhluta landsins en eins og gefur að skilja voru löng ferðalög ekki möguleg á stuttum helgum. Náttúrufegurð landsins var hreint ótrúleg og í einu orði sagt græn enda vorum við þarna á seinni hluta regntímabilsins. Hver hæð var skógi vaxin upp á topp og manni fannst gróðursældin slík að landið ætti að geta verið auðugt landbúnaðarríki, allavega á regntímanum. Litur landsins meiri hluta ársins er hins vegar allt annar. Þá er brúni litur sandsins ráðandi og þá gengur hratt á matarbirgðir landsins. Við urðum vitni að úrhellisrigningum og flóðum sem ruddu niður brúm og settu samgöngur, sem voru ekki skilvirkar fyrir, algjörlega úr skorðum. Heilu húsin hrundu í flóðum enda eru húsin að mestu búin til úr leir og þola ekki miklar rigningar. Við heyrðum líka nokkur dæmi þess að heilu fjölskyldurnar hafi látist eftir að húsin þeirra hrundu yfir þær. Það er nefnilega þannig að íbúðarhúsnæði er ekki mælt í fleiri hundruð fermetrum í Malaví heldur nær því að vera minna en 10 fermetrar sem fjölskylda hefur til afnota fyrir sig. Annað nafn Malaví er „the warm heart of Africa", eða hið hlýja hjarta Afríku, og því fengum við svo sannarlega að kynnast. Hvar sem við komum var okkur tekið opnum örmum og fólkið gaf af því litla sem það átti. Úti um allt var fólk, á fjölförnum götum borganna, í minni þorpum þar sem umhverfið var þéttsetið af fólki og meira að segja á fáfarnari vegum uppi í fjöllunum liðu mest nokkrar sekúndur á milli þess sem maður rakst á fólk á ferð, sama hvort um var að ræða hádag eða miðja nótt. Það var hægt að ganga út frá því sem vísu að heimamenn myndu skarta sínu hvítasta brosi sama hvað á hafði gengið. Það varð samt óneitanlega kaldranalegra þegar við áttuðum okkur á því að andlát á deildum vakti ekki sömu sorgarviðbrögð og hérna heima enda nánast hægt að segja að slíkt sé hversdagslegur viðburður í Malaví. „í Evrópu stjórnar tíminn manninum en í Malaví stjórnar maðurinn tímanum". Þetta var það fyrsta sem við lærðum eftir að við stigum út úr flugvélinni við komu okkar og þetta var það fyrsta sem Sigurður landlæknir sagði okkur um hefðir og venjur í Malaví. Stundvísi er hugtak sem ekki þekkist þar í landi. Má vera að nokkurra tíma bið í hita og svita hafi farið aðeins í taugarnar á okkur í byrjun en undir lokin vorum við orðnar samdauna gangi samfélagsins og hættar að kippa okkur upp við að fyrirfram ákveðnar tímasetningar stæðust ekki. Þessi tími í Malaví kenndi okkur svo ótalmargt. Ekki bara um læknisfræði frá öðru sjónarhorni en hérna á Islandi og öðruvísi samfélag og venjur í öðrum heimi, heldur líka um okkur sjálfar. Þetta er reynsla sem við getum svo sannarlega mælt með. 64 Læknaneminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.