Læknaneminn - 01.04.2008, Side 66

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 66
Mynd af Beethoven eftir Joseph Carl Stieler Hár Beethovens Umræða Dauði Beethovens Menn hafa lengi velt vöngum yfir veikindum Beethovens. Margvíslegum kenningum hefur verið haldið á loíti um ástæður langvarandi heilsubrests hans og heyrnarleysis. Einnig hefur verið íjallað allnokkuð um mögulegar dánarorsakir. Meðal þess sem nefnt hefur verið í því samhengi er skorpulifur af völdum sýkinga eða áfengisneyslu, sárasótt, blýeitrun, kvikasilfurseitrun, haemochromatosis, sarcoidosis og Whipple’s sjúkdómur.2-5 Helstu heimildir um almenna heilsu Beethovens og aðdragandann að dauða hanseruhanseigin bréfaskrift ir, skrif vina hans og kunningja, skýrsla læknisins Andreas Wawruch, sem sinnti honum undir það síðasta, og krufningarskýrslan. Eins og fram kemur í sjúkrasögunni að ofan virðist Beethoven hafa þjáðst af lungnabólgu í upphafi þeirra veikinda sem á endanum drógu hann til dauða. Þegar hún tók að réna komu fram einkenni frá kvið, með áberandi merkjum um lifrarbilun, s.s. gulu, ascites og þrálátum nefblæðingum sem bent gætu til storkutruflunar.><',<' Kann því að vera að álag af völdum lungnabólgunnar hafi orðið kveikjan að bráðri versnun undirliggjandi lifrarsjúkdóms, hvers tilvist er studd bæði niðurstöðum krufningar og fyrri sögu um gulu og langdregnar blæðingar. Flest bendir til að Beethoven hafi dáið af völdum lifrarbilunar. Vaxandi miðtaugakerfiseinkenni og nýrnabilun skömmu fyrir andlátið gætu bent til lifrarheilakvilla (e. hepatic encephalopathy), uraemiu og/ eða hepatorenal heilkennis. Skýjaður kviðarholsvökvinn hefur einnig vakið upp hugmyndir um peritonitis, annaðhvort sjálfvakinn eða afvöldum endurtekinna ástungna.l Allt kann þetta að hafa dregið Beethoven til dauða. Orsakir lifrarbilunarinnar og annarra einkenna eru aftur á móti umdeildari. Ljóst virðist út frá krufningarskýrslunni að Beethoven hafði skorpulifur. Erfitt er hins vegar að slá föstu út frá lýsingunni hvort lifrin var micro- eða macronodular enda er „baun“ allbreytileg stærð.*** Harla ólíklegt má þó telja að skorpulifrin hafi orsakast af lifrarbólguveirum þegar horft er til helstu smitleiða og ætlaðs algengis slíkra sýkinga í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Ofneysla áfengis hefur af sumum verið talin líklegri skýring en eins og fram hefur komið neytti Beethoven að líkindum áfengis í óhóflegu magni, einkum hin seinni ár. Gummatous skorpulifur afvöldum sárasóttar hefur einnig verið nefnd enda fáir sjúkdómar sem útskýrt geta eins vel þau fjölskrúðugu og hægt vaxandi einkenni sem hann höfðu hrjáð í marga áratugi. Þannig gæti sárasótt mögulega útskýrt lifrarbilun, liðverki, augnverki (uveitis) og jafnvel heyrnarleysið en bilateral heyrnartaugaskemmdum af völdum sárasóttar hefur verið lýst.6 Eitranir geta einnig valdið margvíslegum einkennum og hafa því iðulega verið taldar til við mismunargreiningu á veikindum Beethovens. Helst hefur blýeitrun þótt sennileg skýring. Mögulegt er að Beethoven hafi verið útsettur fýrir blýi með neyslu léttvíns en um það leyti sem hann var uppi voru ódýr vín sum hver bragðbætt með blýi. Eins er hugsanlegt að í hann hafi borist blý úr drykkjarvatni, t.d. vegna blýs í vatnslögnum eða drykkjarílátum. Nýlegar rannsóknir hafa rennt styrkari stoðum undir vangaveltur um blýeitrun. Árið 2002 sýndi rannsóknarhópur fram á umtalsvert aukið magn blýs í hárlokk sem varðveittur er úr Beethoven.7 Síðar bárust sömu rannsakendum í hendur bein sem einnig voru talin frá Beethoven komin. Erfðarannsókn sýndi að hárið og beinin voru úr sama einstaklingi sem þótti til marks um að sýnin væru bæði ósvikin enda höfðu þau komið úr ólíkri átt. Efnagreining beinanna staðfesti aukið blýmagn og sýndi þar með að Beethoven hafði verið með hækkað blý í blóði en áður höfðu menn lýst efasemdum um efnagreininguna á hárinu og bent á að blý þess kynni að hafa borist á það með efnum sem notuð voru við líksmurningu.8 Markvert var að auki að efnagreiningin sýndi að magn kvikasilfurs var ekki aukið. Dregur sú staðreynd úr líkum á að Beethoven hafi verið sýktur af sárasótt þar sem kvikasilfurssambönd voru til staðar í flestum lyfjum gegn sárasótt á hans tíma. Þekkt er að blý hefur eituráhrif á flesta vefi. Margt í flókinni sjúkrasögu Beethovens er talið geta samrýmst blýeitrun, þ.á m. kviðverkir, uppköst, liðverkir, lifrarskaði og jafnvel geðræn einkenni. Á hinn bóginn er talið hæpið að útskýra heyrnarleysið með blýeitrun þótt slíku hafi raunar verið lýst. Einnig væri óvenjulegt hve lítil einkenni Beethoven sýndi frá miðtaugakerfi þar sem slík einkenni eru oftast nær áberandi við blýeitrun. Víst má telja að áfam verði velt vöngum yfir ráðgátunni um veikindi og dauða Beethovens. Erfitt hefur reynst að fella öll hans einkenni undir sama hatt en einna næst því hefur verið komist með kenningum um sárasótt eða blýeitrun. ** Eins og segir í bréfi Antons Schindler til Ignaz Moscheles sem skrifað var 22. febrúar 1827: „Ekki hafði lungnabólgan skánað að við tók vatnssýki og vernsaði svo mjög að stinga þurfi á honum [sic] og hleypa út vatni. Annars hefði hann að öllum líkindum sprungið". Beethoven í bréfum og brotum. Árni Kristjánsson tók saman og þýddi, Hávallaútgáfan, Reykjavík, 2002. *** Skorpulifur af völdum áfengismisnotkunar er oftast micronodular (hnútar að jafnaði <3mm) en skorpulifur af völdum veirusýkinga eða annarra sjúkdóma sem valda umtalsverðu lifrardrepi er oftar macronodular (hnútar >3mm). 1. Mai FM. Beethoven’s terminal illness and death. J R Coll Physicians Edinb 2006;36(3):258-63. 2. Donnenberg MS, Collins MT, Benitez RM, Mackowiak PA- The sound that failed. Am J Med 2000;108(6):475-80. 3. Drake ME, Jr. Deafness, dysesthesia, depression, diarrhea, dropsy, and death: the case for sarcoidosis in Ludwig van Beethoven. Neurology 1994;44(3 Pt l):562-5. 4. Sharma OP. Beethoven’s illness: Whipple’s disease rather than sarcoidosis? J R Soc Med 1994;87(5):283-5. 5. Davies PJ. Was Beethoven’s cirrhosis due to hemochromatosis? Ren Fail 1995;17(l):77-86. 6. Rothenberg R, Becker G, Wiet R. Syphilitic hearing loss. South Med J 1979;72(2):118-20. 7. http://www.anl.gov/Media_Center/Frontiers/2002/c3facil- html 8. http://www.anl.gov/Media_Center/Argonne_News/2005/ an051219.htm 66 Læknaneminn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.