Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 69

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 69
mikla sækni í yfirborð frumna. Það gildir þó ekki um okkar eigin frumur þar sem þær eru varðar með hindrum og einnig með háu hlutfalli síalsýra sem yfirleitt finnast ekki á sýklum eða sníklum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að aðaláhrifum kerfisins er ekki miðlað með sundrunarferlinu þótt bókarkaflar og yfirlitsgreinar um magnakerfið gefi slíkt stundum í skyn heldur í gegnum áhrif þess á átfrumur og frumur í æðavegg (mynd 1). Án þeirra áhrifa getum við tæpast lifað. Sundrunarferlið myndar gat á frumuhimnu sýkla og þeir springa þá eins og fótbolti (vatn streymir inn, og frumuveggurinn lætur undan). En varnarkerfið hefur svo margar aðrar leiðir til sýkladráps að þessi leið er í rauninni óþörf. Fólk með fæðingargalla í C6-9 getur lifað góðu lífi fram í háan aldur. Það eru helst Neisseria sýkingar sem eru þeim erfiðar. Öðru máli gegnir ef þær sameindir vantar sem eru þungamiðja kerfisins (C3, fB). Slíkur skortur greinist varla í lífríkinu og veldur þá yfirleitt dauða strax á barnsaldri. Þar sem þessir gallar lýsa sér nánast algerlega á sama veg og alvarlegir erfðagallar í átfrumum bendir þetta eindregið til að aðalhlutverk magnakerfisins tengist átfrumustarfi (efnatog, áthúðun). Sameindir kerfisins mynda sem sé afurðir (C3a, C5a) sem virkja frumur í æðavegg með þeim áhrifum sem þegar er lýst. Einnig toga þessar sameindir varnarfrumur inn í vefinn og virkja þær til áts. Aðrar afurðir (C3b, C4b) merkja sýklana til útrýmingar (áthúðun). Þetta gerir átfrumum miklum mun auðveldara að þekkja sýklana frá öðrum skaðlausum ögnum eða frumum sem í vefnum eru. Magnakerfið hefur líka mikilvægt hlutverk í að leysa upp og áthúða mótefnafléttur. Þetta hindrar að þær falli út í æðaríkum vefjum og tryggir jafnframt að átfrumur lifrarinnar þekki flétturnar og eyði þeim. Það er langferlið sem miðlar þessu hlutverki og galli í því veldur bólgusjúkdómum í vefjum nálægt myndunarstað mótefnafléttna (húð, slímhúð) eða í æðaríkum vefjum (s.s. liðum og nýrum) þar sem þeim hættir til að falla út ef þessu hlutverki magnakerfis er ekki sinnt. Dæmi um slíka sjúkdóma eru rauðir úlfar (systemic lupus erythematosus) og Henoch-Schönlein Purpura (HSP). I fyrra tilvikinu eru mótefnaflétturnar af IgG-gerð og valda bólgu aðallega í liðum og húð en sjúkdómurinn getur líka náð til brjósthimnu, nýrna eða miðtaugakerfis. I síðara tilvikinu eru flétturnar af IgA-gerð og valda bólgu aðallega í meltingarfærum og liðum en geta líka borist til húðar. Gallar í lektínferli geta einnig stuðlað að vanda við losun mótefnafléttna. Komið hefur í ljós að áthúðun mótefnafléttna með niagnasameindum er einnig mjög mikilvæg til að koma fléttunum inn í líffæri og vefi ónæmiskerfisins, en það er nauðsynlegur þáttur í að þroska mótefnasvar gegn þeim ónæmisvaka sem fléttan inniheldur. Frumsvarið er frekar gróft en þegar sami ónæmisvakinn hefur aftur komið til kasta ónæmiskerfisins þá verður svarið mikið hnitmiðaðra. Þetta er vegna þess að mótefnafléttan skilar ónæmisvakanum til B-frumusvæða í eitlum og í milta. Á þessum svæðum eiga sér bólfestu sérstakar frumur, kímstöðvarfrumur, sem veiða fléttur með aðstoð sérstakra viðtaka en það eru einmitt áthúðarþættir magnakerfis sem þessir viðtakar greina. Enginn einn viðtaki mundi nægja þessum frumum til að geta gripið allar þær afar fjölskrúðugu sameindir sem þörf gæti verið á að mynda ónæmissvar gegn ef eklci kæmi áður til bindingar slíkra sameinda (ónæmisvaka) inn x fléttur sem myndast fyrir tilstilli þeirra mótefna sem myndast í frumsvari ónæmiskerfisins. Magnakerfið á ríkan þátt í að viðhalda heilbrigði okkar og arfbundinn skortur á sameindum þess getur því leitt til sjúkdóma. Eins og áður segir leiðir skortur á miðlægu sameindinni C3 til þess að menn verða berskjaldaðri fyrir sýkingum og láta lífið áður en fullorðinsaldri er náð. Þetta er því í raun n.k. banabreyting hvað snertir erfðamengi mannsins (stökkbreytingu af þessu tagi er ekki miðlað til afkvæma). Ekki hefur enn greinst skortur á B-þætti og gæti það verið annað dæmi um banabreytingu. Gallar í langferli og lektínferli eru miklu vægari. Til skamms tíma voru slíkir gallar aðallega bendlaðir við frekar sjaldgæfa og væga bólgusjúkdóma sem raktir hafa verið til útfellingar mótefnafléttna. Flétturnar falla þá út nálægt myndunarstað (t.d. í húð eða slímhúð) eða í líffærum með þéttriðnu háræðaneti (t.d. nýrum eða liðum). Útfallnar fléttur eru mjög ónæmisræsandi og af hlýst bólga í þessum líffærum. Sem betur fer eru fléttusjúkdómar (rauðir úlfar, Henoch-Schönlein Purpura o.fl.) óalgengir. En á síðustu árum hefur komið í ljós að magnakerfið hefur lykilþýðingu fyrir meinmyndun og meinþróun miklu algengari sjúkdóms, þ.e. kransæðasjúkdóms. Kransæðasjúkdómur er þrálátur bólgusjúkdómur en of snemmt er enn um það að spá hvort hann orsakast af útfellingu mótefnafléttna eður ei. Á þessu stigi málsins er best að lýsa þeim sjúkdómum sem tengjast skorti sameinda í lang- eða lektínferli með almenna hugtakinu bólgusjúkdómar. Þetta hugtak nær til kransæðasjúkdóms ( \ Mótefnafléttur IgG IgM r ^ Sykrur >gA Yfirborð sýkla LPS k / Clq MBL C3H20 C4b2a C4b2a C3bBb Mynd 1. Yfirlit yfir magnakerfið og hlutverk þess. Hægt er að ræsa kerfið eftir þrem leiðum, þ.e. langferli, Iektínferli og stuttferli. Það fer eftir yfirborðsgerð ræsisameindar hvaða leið er virkjuð, og ræsing fer fram með þátttöku mismunandi bindla (Clq, MBL og vatnsrofsafurðar C3). öll ferlin leiða til virkjunar C3, sem er þungamiðja kerfisins. Eftir ræsingu hennar myndast afurðir sem leiða til áthúðunar og himnurofs, en einnig virkjast æðaþelsfrumur, mastfrumur og átfrumur. Áthúðun er mikilvæg fyrir sýklaát en einnig fyrir eðlilegt mótefnasvar með minni, mögnun og breyttu vali mótefnaflokka. Læknaneminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.