Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 73

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 73
það. Gagnasöfnunin stóð yíir í tvær vikur og krafðist mikillar viðveru og vinnu. Að því loknu var tíminn runninn frá okkur. Verkefninu er því ekki lokið og á eítir að vinna úr niðurstöðunum. Stefnt er svo að því að skrifa grein þar sem niðurstöður verða birtar. Ef ég ætti að segja frá kostum valtímabilsins var það e.t.v. helst að mér til mikillar ánægju kom áhuginn og metnaðurinn mjög fljótlega við þróun verkefnisins. Það var áhugavert og víkkaði sjóndeildarhring minn gagnvart stöðu innflytjenda í landinu. Einnig lærði ég gífurlega mikið um hvernig það er að vinna rannsóknarverkefni frá grunni og alla þá vinnu sem því fylgir. Aðstaðan sem ég fékk var til fyrirmyndar, heil skrifstofa út af fyrir mig ásamt tölvu og öllu tilheyrandi. Ég mætti milli 8 og 10 á morgnana og fór heim i síðasta lagi kl. 16 og í rauninni réði vinnutímanum að mestu sjálf. Ég gat eytt tíma með íjölskyldu minni án þess að hafa nagandi samviskubit yfir því að vera ekki að gera eitthvað annað. Helsti gallinn var óneitanlega sá að ekki náðist að klára verkefnið sem var þó nokkuð fyrirséð. Einnig náðist ekki að fara til Svíþjóðar eins og upphaflega var ætlað þar sem ég átti að kynna mér stöðu og stefnu heilsugæslunnar í málum innflytjenda. Það mun bíða betri tíma. I heildina litið er ég sátt við hvernig málin þróuðust hjá mér varðandi valtímabilið þó svo að það sé sárt að viðurkenna að ég hafi í raun ekki átt hugmyndina eða frumkvæði að vali þess. Að þessu sögðu er lítið meira að segja. Hef engin gullráð að gefa hvað þetta tímabil varðar eða hvernig skal verja því nema kannski að „Hver er sinnar gæfu smiður". hórhildur Halldórsdóttir, ó.árs læknanemi Indlandsferð Frá því ég heyrði fyrst um valtímabilið langaði mig að fara eitthvað út í lönd til að kynnast læknisfræði í hitabeltinu. Eftir nolckra leit á netinu fann ég samtök sem heita Child Family Health International. Þessi samtök eru með prógrömm í S-Ameríku, Mexíkó, S- Afríku og Indlandi og endaði með því að ég ákvað að fara til Mumbai á Indlandi á smitsjúkdómanámskeið. Hvert prógramm er í raun 4 vikur en hægt er að vera lengur ef maður vill. í S-Ameríku eru spænskunámskeið innifalin í verðinu. Dagskráin á hverjum stað er mismunandi, sums staðar er áhersla á smitsjúkdóma, annars staðar lýðheilsu eða kvensjúkdóma o.s.frv. 4 vikna prógramm kostar yfirleitt tæpa tvöþúsund dollara, flug ekki innifalin. Samtökinsemheildsendahjálpargögn með hverjum nema en þeir sem búa utan Bandaríkjanna þurfa að safna þeim sjálfir ef þeir hafa áhuga á að taka eitthvað með, samtökin senda þá lista með tillögum um varning. Ég hafði samband við fyrirtæki hér sem flytja inn hjúkrunarvörur, Vistor og Icepharma, og fór út með heilmikið magn af umbúðum, skurðstofusloppum, skærum o.fl. Þegar út er komið er maður í nemahlutverki en ekki að sinna læknisstörfum þar sem engin læknisþjónusta væri annars, það er alltaf innlendur læknir að taka á móti sjúklingum og sinna nemunum í leiðinni. Að sjálfsögðu vorulæknarnir misgóðir kennarar eins og gengur og gerist en almennt voru flestir jákvæðir og viljugir að kenna. Fyrstu vikuna vorum við í fyrirlestrum á gamalli holdsveikranýlendu í Mumbai, Acworth Leprosy Hospital, um algenga smitsjúkdóma á Indlandi, greiningu, meðferð og lýðfræðsluprógrömm. Við fengum fyrirlestra um malaríu, berkla, kynsjúkdóma, HIV/AIDS og holdsveiki. Eftir hádegi þá viku var ég með tveimur öðrum á lítilli læknastofu I fátækrahverfi rétt hjá Acworth. Aðra vikuna vorum við á millistéttarlæknastofu um miðjan daginn og efrimillistéttarlæknasto fu á kvöldin. Það var erfið vika, við vorum að þvælast í lestum og rikshaw 5-6 tíma á dag en 3 tíma í klínik. Þriðj a vikan hélt ég að yrði skemmtileg en var frekar misheppnuð. Við fórum til Panvel sem er í Nýju-Mumbai og áttum að búa á holdsveikranýlendu sem heitir Shantivan og er gömul og fræg. Við enduðum á að flýja á miðvikudegi aftur til Mumbai, svöng, þreytt og pirruð eftir að hafa skrölt í aflóga sjúkrabíl um allar sveitir í tvo daga og verið hunsuð af öllum læknunum sem áttu að sinna okkur nema einum sem var reiður því við vorum of mörg að honum fannst. Mánudaginn á eftir var fundur og virtist umsjónarlæknir prógrammsins ætla að kanna það sem við kvörtuðum undan. Nærri Panvel eða í eins og hálfs tíma fjarlægð með sjúkrabílnum fórum við á einu ríkisreknu heilsugæsluna sem við sáum. Ein konan sem við sáum þar hafði ferðast í 2 daga fótgangandi og á asnakerru úr þorpinu sínu til að koma með móður sína og barn til læknis. Einkastofurnar í Mumbai eru svolítið sérstakar, læknirinn fær í vasann það sem sjúldingur greiðir og borgar enga skatta. Á hverri stofu er lyfsali sem er líka móttökuritari. Almennt eru slíkir læknar frekar lyfseðlaglaðir, þeir eru mjög margir í Mumbai og vilja tryggja sér viðskiptavinina. Við spurðum um sýklalyfjaónæmi og einn þeirra taldi það nú ekki mikið vandamál, það væru alltaf að koma ný og ný sýklalyf. Almennt var viðhorf læknisins á sveitaheilsugæslunni líkara okkar en þeirra sem ráku einkastofurnar í borginni, enginn fór þaðan með ciprofloxacin við veiruhálsbólgu. Síðustu vikuna vorum við á spítala sem var byggður fyrir ríkisfé en er rekinn af spíritúalistum sem kalla sig Brahma Kumaris. Við fengum fyrirlestur frá konu I samtökunum og virtist sem meðlimir skipti sér ekki af læknisfræðinni en haldi fyrirlestra sem hvetja til jákvæðrar hugsunar o.þ.h., mér fannst hugmyndir þeirra bera keim af hugrænni sálfræðimeðferð. Við gátum verið á ýmsum deildum, ég fylgdist með á hjartagöngudeild, lungnagöngudeild, í mæðravernd, sá keisaraskurð og var dagpart á gjörgæslunni. Auk þessara föstu liða fengum við líka að fara dagparta á holdsveikra - og húðsjúkdómagöngudeild, ríkis- spítala, til berklalæknis á stofu og á MSM-klínik. MSM stendur fyrir Men having Sex with Men og er í raun blanda af heilsugæslustöð og stuðnings- og félagsmiðstöð fyrir samkynhneigða af báðum kynjum. Slíkar stöðvar eru enn viðkvæmara mál í Indlandi en víða annars staðar þar sem samkynhneigð er lögbrot.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.