Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 79

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 79
Tilfelli - framhald Af bls 5 Greining Fengið var álit húðlæknis sem taldi um dæmigert pyoderma gangrenosum að ræða. Sjúklingur var settur á T. Prednisolon 50 mgxl, T. Cyclosporin 150 mg xl og T. Budesonid 3 mg 1+2. Arangurinn lét ekki á sér standa, líðan fór batnandi, matarlystin jókst og hitinn og nætursvitinn hurfu. Sjúklingurinn losnaði alveg við ógleði og niðurgang. Við útskrift var kýlið á bakinu næstum horfið og hætt að vessa frá kýli á kálfa sem hafði opnast alveg. Engin merki voru lengur um vaxandi drep og byrjandi ný kýli höfðu ekki stækkað eða opnast. Umræða Pyoderma gangrenosum er bólgusjúkdómur í húð sem tengist gjarnan öðrum kerfisbundnum sjúkdómum, t.d. þarmabólgum (inflammatory bowel disease) og liðbólgum. Yfirleitt kemur hann fram sem eitt eða fleiri kýli á bol og/eða útlimum (algengast á fótleggjum ). Umhverfis kýlin eru gjarnan bjúgur og roði sem síðan þróast í fjólubláleita flekki, drep og loks stór opin sár sem úr vellur gröftur og gróa með mikilli örmyndun. Ræktanir frá þessum sárum eru undantekningalítið neikvæðar. Greiningin er venjulega ekki staðfest fyrr en eftir að sýking hefur verið útilokuð. Sjúklingar með þarmabólgur (Crohns sjúkdóm eða colitis ulcerosa) fá oft á tíðum einkenni frá öðrum líffærakerfum en meltingarveginum. Talið er að 6-40% sjúklinga með þessa sjúkdóma fái slík einkenni (1,2). Ekki er vitað hvað veldur þessum fylgikvillum og er enn verið að rannsaka ferlin sem liggja þar að baki. Algengustu einkenni þarmabólgu- sjúkdóma utan meltingarvegar eru uveitis, ankylosing spondylitis, primary sclerosing cholangitis, pyoderma gangrenosum og erythema nodosum (1). Pyoderma gangrenosum kemur fram í allt að 5% sjúklinga með colitis ulcerosa og 2% sjúklinga með Crohn’s sjúkdóm (3,4). í aðeins um 50% tilvika tengist pyoderma gangrenosum aukinni virkni þarmabólgunnar (5). Meðferð sem beinist að þarmabólgunni sjálfri bítur oftast á húðsjúkdómnum einnig. Þó er mælt með að gefa ávallt háskammta stera með (60- 80 mg af prednisone eða lg/dag af methylprednisone í æð í 3 daga), sé pyoderma gangrenosum til staðar (6). Aðrir meðferðarmöguleikar eru staðbundnir sterar eða sterasprautur í kýlin, 6-mercaptopurine (azathioprine), dapsone, cyclosporine og jafnvel háþrýsti súrefnismeðferð (6-9). Síðast nefnda meðferðin á helst við fyrir sjúklinga sem þola alls ekki stera í háum skömmtum. Að auki hefur infliximab sýnt góða virkni í nokkrum litlum rannsóknum (10- 12). Rétt er að benda á að kýlin geta að sjálfsögðu sýkst í sjúkdómsferlinu og þarf þá að bæta sýklalyfjum við meðferðina. Heimildaskrá 1. Bernstein CN, Blanchard JF, Rawsthorne P, Yu N. The prevalence of extraintestinal diseases in inflammatory bowel disease: a population based study. Am J Gastroenterol 2001:96: 1116. 2. Ricart E, Panaccione R, Loftus EV Jr, et al. Autoimmune disorders and extraintestinal manifestations in first-degree familial and sporadic inflammatory bowel disease: a case control study. Inflamm Bowel Dis 2004; 10: 207. 3. Mir-Madjlessi SH, Taylor JS, Farmer RG. Clinical course and evolution of erythema nodosum and pyoderma gangrenosum in chronic ulcerative colitis: A study of 42 patients. Am J Gastroenterol 1985; 80: 615. 4. McCallum DI, Kinmont PD. Dermatological manifestations of Crohns disease. Br J Dermatol 1968; 80: 1. 5. Thornton JR, Teague RJ, Low-Bier TS et al. Pyoderma gangrenosum in ulcerative colitis. Gut 1980; 21: 247. 6. Galun E, Flugelman MY, Rachmilewitz D. Pyoderma gangrenosum complicating ulcerative colitis: Successful treatment with methylprednisolone pulse therapy and dapsone. Am J Gastroenterol 1986; 81: 988. 7. Ohmori T, Yamagiwa A, Nakamura I et al. Treatment of pyoderma gangrenosum associated with Crohn’s disease. Am J Gastroenterol 2003; 98: 2101. 8. Matis WL, Ellis CN, Griffiths CE, Lazarus GS. Treatment of pyoderma gangrenosum with cyclosporine. Arch Dermatol 1992; 128: 100. 9. Friedman S, Marion JF, Scherl E et al. Intravenous cyclosporine in refractory pyoderma gangrenosum complicating inflammatory bowel disease. Am J Gastroenterol 2001; 7: 1. 10. Regueiro M, Valentine J, Plevy S, Fleisher MR. Infliximab for treatment of pyoderma gangrenosum complicating inflammatory bowel disease. Am J Gastroenterol 2003; 98: 1821. 11. De la Morena F, Martin L, Gisbert JP et al. Refractory and infected pyoderma gangrenosum in a patient with ulcerative colitis: Response to Infliximab. Inflamm Bowel Dis 2007; 13: 509. 12. Brooklyn TN, Dunnill MG, Shetty A et al. Infliximab for treatment of pyoderma gangrenosum: a randomized, double blind, placebo controlled trial. Gut 2006; 55: 505.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.