Læknaneminn - 01.04.2008, Page 80

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 80
Stereóísómerur og tengsl við klíníska lyfjafræði Ritgerð í lyfjafræði Sara S. Jónsdóttir 3. árs læknanemi Þóra E. Kristjánsdóttir 3. árs læknanemi ísómerur eru efni sem hafa sömu efnaformúluna óháð innbyrðis atómtengingum og eru stereóísómerur, eða rúmhverfur, ákveðinn undirflokkur þeirra. Stereóísómerur hafa sams konar atómtengingar en sýna mismunandi byggingu í þrívídd. Þær innihalda sem sagt eina eða fleiri hendnimiðjur þar sem atóm ber fjóra mismunandi efnahópa. Sú gerð af stereóísómerum sem við höfum hvað mestan áhuga á hvað lyfjafræðina snertir eru handhverfur (enantiomers). Handhverfur eru tegund stereóísómera þar sem sameindirnar eru spegilmyndir hvor annarrar en eru samt ekki eins í rúmi. Handhverfur hafa sömu eðliseiginleika en hægt er að aðgreina þær m.a. með því að athuga hvernig stöðluð lausn af efninu snýr planskautuðu Ijósi. Einnig er munur á samspili handhverfanna tveggja við aðrar hendnar sameindir (t.d. ensím) og því geta lífkerfi yfirleitt þekkt þær í sundur. I líkamanum geta því handhverfurnar tvær haft ólíka eiginleika hvað varðar pharmacokínetík (frásog, dreifingu, metabólisma og útskilnað) og pharmacodynamík (hvaða lífefna- og lífeðlisfræðilegu áhrif efnin hafa á líkamann). Efnasambönd í náttúrunni eru oftast aðeins af einni gerð handhverfa. Lyf sem framleidd eru af mönnum eru hins vegar oftar, enn sem komið er, rúmhverfublöndur (racemic mixtures). Þá samanstanda þær gjarnan af tveim handhverfum með hlutfallið 1:1 en geta þó jafnvel innihaldið fleiri útgáfur af rúmhverfum þ.e.a.s. ef hendnimiðjurnar eru tvær eða fleiri og sameindirnar ekki spegilmyndir hvor annarrar en þá kallast þær fjölhverfur (diastereomers). Það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem kom fram tækni sem gerði mönnum kleiít að framleiða hreinarhandhverfur(chiralswitching) í stórum stíl á hagkvæman máta. Eftir að það varð mögulegt hafa ýmis lyf verið þróuð yfir í það að vera hreinar handhverfur og í dag er meiri áhersla lögð á að lyf sem sett eru á markað séu hreinar handhverfur frá upphafi. Við ætlum hér í áframhaldi þessarar greinargerðar að fjalla um þessi umskipti lyfja úr rúmhverfublöndum yfir í hreinar handhverfur og velta upp helstu jákvæðu og neikvæðu afleiðingum þessa. Af hverju handhverfuhrein lyf? Þegar við erum með handhverfublöndur lyfja þá gefur a.m.k. önnur handhverfan okkur þá virkni sem við erum að sækjast eftir en svo er mjög misjafnt hvaða áhrif hin handhverfan hefur í líkamanum. Hin handhverfan getur verið algerlega óvirk eða haft sömu virkni og þá annaðhvort jafnmikla eða minni. Hún getur líka verið antagónisti hinnar handhverfunnar og síðast en ekki síst getur handhverfan haft algjörlega aðskilda verkun sem getur verið æskileg eða óæskileg. Naproxen er dæmi um hið síðastnefnda þar sem önnur handhverfan slær á liðverki en hin getur valdið lifrareitrun án þess að slá nokkuð á verki. Þegar sóst er eftir því að lyf séu frekar hreinar handhverfur heldur en handhverfublöndur er það auðvitað helst í þeim tilfellum þar sem önnur handhverfan hefur óæskilega verkun því í hinum tilfellunum skiptir það litlu máli eða er jafnvel betra að „hin“ handhverfan sé til staðar líka. Að auki geta handhverfuhrein lyf verið vænlegri kostur í þeim tilfellum sem þau hafa meiri viðtakasértækni og þá minni líkur á hjáverkunum og/eða milliverkunum- Stundum eru handhverfurnar líka með mislanga virkni í líkamanum vegna pharmacokínetískra þátta en það getur sérstaklega skipt máli t.d. ef virka handhverfan er með styttri helmingunartíma en hin og sú síðarnefnda veldur einhverjum aukaverkunum. Þó ber að hafa í huga að þegar upp kemur sú staða að önnur handhverfan er fýsileg en hin skaðleg að þá er það ekki sjálfkrafa valkostur að gefa bara þá handhverfu sem sóst er eftir einangraða. Sem dæmi um slíkt er hægt að nefna lyfið thalidomide sem er handhverfulyfjablanda. Önnur handhverfa lyfsins slær a morgunógleði þungaðra kvenna en hin handhverfan er teratogenic. Ekki er þó hægt nýta handhverfuna sem slær á morgunógleði einangraða þar sem handhverfurnar umbreytast auðveldlega hvor í aðra in vivo og ef 80 Læknaneminn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.