Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 82

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 82
Rannsóknarverkefni 3. árs læknanema 2007 Afdrif sjúklinga með óútskýrða kviðverki á bráðamóttökum LSH Ómar Sigurvinl, Guðjón Birgisson2, Margrét Oddsdóttirl,2 lLæknadeild Háskóla íslands, 2Skurðlækningadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss Tilgangur: Erlendar kannanir sýna að allt að 25% sjúklinga sem leita á bráðamóttökur með kviðverki útskrifast þaðan með greininguna óútskýrðir kviðverkir (non-specific abdominal pain; NSAP). Þetta hefur ekki verið kannað hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna afdrif sjúklinga sem útskrifaðir eru með sjúkdómsgreininguna óútskýrðir kviðverkir og skoða hvað einkenndi þennan hóp. Efni og aðferðir: Rannsóknin er aftursæ og samanstóð rannsóknarhópurinn af sjúklingum sem fengið höfðu ICD- 10 greiningarnar R10.0-R10.4, á bráðamóttökum LSH árið 2005. Litið var á endurkomur þessara sjúklinga næstu 12 mánuði, út árið 2006. Skráðar voru upplýsingar um einkenni og staðsetningu verkjanna, niðurstöður prófa, komu- ogútskriftarupplýsingar, seinni greiningar og afleiðingar vangreininga. Niðurstöður: Alls fengu 1435 einstaklingar greininguna óútskýrðir kviðverki árið 2005 og var meðalaldur 40,6 ár (bil 1 til 99 ár; staðalfrávik 19,82 ár). Innan árs frá fyrstu komu, komu 112 sjúklingar (7,8%) aftur vegna kviðverkjanna, þar afvoru 35 karlar og 77 konur. Meðaltímalengd einkenna við fýrstu komu var 4,5 sólarhringar. Blóðprufur voru teknar af 84% sjúklinga. Algengasta myndgreining var ómun, framkvæmd í 30% tilfella. Hlutfall óeðlilegra prófa var hæst fýrir tölvusneiðmyndir (57%). Fimmtán sjúklingar fóru í speglun, 12 í magaspeglun og 3 í ristilspeglun. Magaspeglun var óeðlileg í einu tilfelli (8,3%) en í tveimur tilfellum (67%) í ristilspeglun. Úr 112 manna hópnum töldust 27 vangreindir (24%) við fýrstu útskrift. Hlutfall kvenna í hópi vangreinda var 52% (14 konur og 13 karlar). Mestur munur á rétt greindum og vangreindum var frá miðnætti og fram til 10 um morgun. Meðal vikudaga var hlutfallið vangreindir/rétt greindir hæst á miðvikudögum og föstudögum. Við seinni komu fóru 18 (67%) í aðgerð, 6 (22%) fengu seinkaða meðferð, en hjá 3 (11%) hafði vangreining ekki áhrif á meðferð. Algengustu seinni greiningar voru gallsteinar (33%), botnlangabólga (19%), krabbamein (7%) og brisbólga (7%). Algengasta ástæða fýrir vangreiningu var að pöntun prófa væri ekki í samræmi við sögu og skoðun, að túlkun rannsókna væri ekki rétt og að upplýsingagjöf til sjúklinga væri ábótavant. Ályktanir: Um fjórðungur sjúklinga sem fá greininguna óútskýrðir kviðverkir og leita á bráðamóttökur LSH aftur með sömu einkenni hafa fengið ófullnægjandi uppvinnslu við fýrstu komu. Hæst er hlutfallið um nætur og fyrri hluta morguns. Skoða þarf hvernig bæta megi uppvinnslu, effirlit og eftirfylgni sjúklinga með greininguna óútskýrðir kviðverkir. Valmiltistökur á LSH 1993-2004 - Árangur og langtímaefitirfylgd Margrét Jóna Einarsdóttirl, Guðjón Birgisson2, Vilhelmína Haralds- dóttir3, Margrét Oddsdóttirl,2 og Bergþór Björnsson2. lLæknadeild Háskóla íslands, 2Skurðlækningadeild LSH, 3Blóðlækningadeild LSH. Inngangur: Valmiltistaka er viðurkennd sem meðferðarúrræði við bæði góðkynja ogillkynjablóðsjúkdómum. Erlendar rannsóknir á árangri og fylgikvillum valmiltistöku sýna nokkuð misvísandi niðurstöður. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur valmiltistöku á LSH m.t.t. gagnsemi, tíðnibráðra og síðkominna fylgikvilla. Jafnframt var tilgangurinn að kanna hvernig fræðslu og bólusetningum miltislausra væri háttað. Efniviður og aðferðir: Skilgreining valmiltistöku var að um valaðgerð væri að ræða og að aðgerðin væri meðferðarúrræði. Farið var yfir sjúkraskrár og ábending aðgerðar skráð,sjúkdómsgangur,bólusetningar og fylgikvillar. Spurningalistar voru sendir þátttakendum um líðan, fræðslu, endurbólusetningar og sýklalyfjanotkun. Rannsóknin var samþykkt af Persónuvernd og Siðanefnd LSH. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.