Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 83

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 83
spannaði árin 1993-2004, voru gerðar 67 valmiltistökur. Meðalaldur sjúklinga við aðgerð var 49,8 (8-83) ár. Kynjahlutföll voru jöfn. Af 67 sjúklingum voru 46 (68,7%) á lífi þegar rannsókn var gerð. Eftirfylgd í rannsókninni var að meðaltali 60,4 (1-164) mánuðir. Svörun spurningalista var 74,4%. Flestir sjúklinganna eða 31 höfðu blóðdílasótt (idiopathic thrombocytopenic purpura). Af þeim fengu 60,0% fullkominn bata, 23,3% nokkurn bata og 16,7% engan bata. Fimm sjúklingar höfðu hnattrauðkornablóðleysi (spherocytosis) og fengu allir fullkominn bata. Enginn þriggja sjúklinga með sjálfnæmisrauðalosblóðleys i (autoimmune hemolytic anemia) fékk bata. Hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma var erfiðara að meta árangur aðgerðar og bata þar sem heilsufar þeirra tengdist frekar gangi illkynja sjúkdómsins heldur en miltistökunni. Sjúklingar voru bólusettur gegn pneumókokkum í 92,4% tilvika. Allir þeir sem fóru í aðgerð árið 1995 eða síðar fengu pneumókokkabólusetningu. Aðeins 37,1% þeirra sem fóru í aðgerð fyrir meira en fimm árum hafa fengið endurbólusetningu. Einungis 38,7% töldu sig hafa fengið góða fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki um hugsanlegar afleiðingar miltisleysis. Bráðir fylgikvillar komu fram hjá 37,5% sjúklinga. Einn sjúklingur með útbreiddan illkynja sjúkdóm lést innan sólarhrings frá aðgerð. Síðkomnir fylgikvillar komu fram hjá fimm sjúklingum og fengu tveir af þeim pneumókokkablóðsýkingu. Ályktanir: Miltistakaergottogöruggtmeðferðarúrræðifyrirsjúldinga sem þjást af blóðdílasótt eða hnattrauðkornakvilla. Auka þarf fræðslu fyrir sjúklinga sem gangast undir miltistöku. Miltislausir einstaklingar fá nær alltaf frumbólusetningu gegn pneumókokkum, en skipulag endurbólusetninga er ekki sem skyldi. Lyfjabrunnar á LSH 2002-2006, ísetning og notkun Skúli Óskar Kiml, Páll Helgi Möller2, Bergþór Björns- son2, Pétur Hannesson3, Agnes Smáradóttir4 lLæknadeild Háskóla íslands, 2Skurðlækningadeild, 3Myndgreiningadeild og 4Lyflækningadeild Krabbamei- na Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut Inngangur: ísetning og notkun lyljabrunna hefur aukist undanfarin ár á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH). Erlendar rannsóknir sýna að tíðni snemm- og síðkominna fylgikvilla er lág. Þetta hefur ekki verið rannsakað hér á landi og því var tilgangur þessarar rannsóknar að kanna ísetningu og notkun lyljabrunna á LSH, auk tíðni fylgikvilla og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Allir sjúklingar yfir 18 ára aldri sem fengu lyíjabrunn á skurðlækningadeild LSH við Hringbraut á tímabilinu 1. janúar 2002 til 31. desember 2006 voru teknir inn í rannsóknina. Skráðar voru upplýsingar úr aðgerð, niðurstöður lungnamyndatöku eftir ísetningu og klínískar upplýsingar á meðan á notkun stóð. Farið var yfir myndrannsóknir þeirra sjúklinga þar sem vandkvæði komu upp við ísetningu eða notkun á lyfjabrunni. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd LSH og Persónuvernd. Niðurstöður: Á tímabilinu voru settir 482 lyíjabrunnar í 438 sjúklinga. Sjúklingar voru með lyfjabrunna að meðaltali í 398 (2- 1875) daga. Ábendingar fýrir ísetningu voru krabbamein (n=361), blóðsjúkdómar (n=97) og aðrir sjúkdómar (n=24). Snemmkomnir fylgikvillar við ísetningar voru ástungur á slagæð (n=16), loftbrjóst (n=12) og blæðing (n=l) sem leiddi til enduraðgerðar. Síðkomnir fylgikvillar voru blóðsegar (n=23), brunnsýkingar (n=6) og blóðsýkingar (n=8), snúningur á lyfjabrunni (n=ll), tilfærsla á æðalegg (n=8) og slöngurek (n=2). Ályktun: Tíðni fylgikvilla við ísetningu og notkun lyfjabrunna á LSH er svipuð og þekkt er úr erlendum rannsóknum. Blóðsegar eru þó ívið tíðari hjá okkur samanborið við erlendar rannsóknir. Ástæður þessa kunna að vera fjöldi daga sem lyfjabrunnur er til staðar eða ófullnægjandi skolun í sambandi við notkun. Mögulega er hægt að draga úr tíðni annararra fylgikvilla eins og ástungu á slagæð og loftbrjóst með hjálp ómskoðunar við neðanvið beinsbláæðaástungu eða með ísetningu lyfjabrunns með skurði niður á bláæð. ífarandi sýkingar af völdum pneumókokka á fslandi 1993-2000. Aftursæ faraldsfræðileg og klínísk rannsókn Karl Kristinssonl, Helga Erlendsdóttirl, 2, Magnús Gottfreðssonl,3 lLæknadeild Háskóla íslands, 2Sýklafræðideild LSH og 3Lyflækningadeild LSH Inngangur: ífarandi sýkingar af völdum Streptococcus pneumoniae (pneumókokka) eru með allra algengustu bakteríusýkingum sem leggjast á bæði börn og fullorðna. Dánartíðni er afar há og hefur ekki lækkað síðustu áratugi, þrátt fyrir miklar framfarir á sviði læknisfræðinnar á þeim tíma. Skort hefur klínískar rannsóknir sem ná til heilla þjóða. Aukin þekking á meingerð sýkingarinnar og tengslum hennar við klínisk einkenni er ein af forsendum bættrar meðferðar í framtíðinni. Sjúklingar og aðferðir: Gerð var aftursæ rannsókn þar sem skoðaðar voru sjúkraskrár allra þeirra sem greindust með ífarandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.