Læknaneminn - 01.04.2008, Side 90

Læknaneminn - 01.04.2008, Side 90
íslandi. Slík þekking er þó afar mikilvæg til að meðferð sjúkdómsins geti verið markviss. Markmið rannsóknarinnar var að draga fram faraldsfræði bein- og liðsýkinga á íslandi, helstu sýkingarvalda, einkenni og greiningaraðferðir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Rannsóknarþýðið var öll börn < 18 ára sem lögðust inn á Barnaspítala Hringsins eða barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með greininguna sýking í beinum eða liðum á tímabilinu 1996-2005. Leitin var gerð með ICD-9 og ICD-10 greiningarkóðum. Sjúkraskrár barna sem höfðu fengið greiningarnar voru skoðaðar og upplýsingum safnað um einkenni, rannsóknarniðurstöður, orsakir, staðsetningu og fleira. Tilfellum var skipt niður í beinsýkingar og liðsýkingar og einnig var skipt niður í þrjá jafna aldurshópa, 0-5 ára, 6-11 ára og 12-17 ára. Loks var athugað hvort breyting á nýgengi hefði átt sér stað á tímabilinu. Niðurstöður: Alls greindust 201 börn á tímabilinu, 149 með sýkingu í beini en 52 með liðsýkingu. Aldurstaðlað nýgengi var 25,7/105/ár (staðalfrávik 7,8) að meðaltali og breyttist ekki marktækt yíir tímabilið (p=0.086). Aldurstaðlað nýgengi í hópi 0-5 ára var 29,7/105 árið 1996 en var 55,5/105 árið 2005 sem er marktæk aukning (p=0.039). Marktækur munur var á nýgengi eftir aldurshópum og var hæst i yngsta hópnum (p<0.0001). Marktækur munur var á meðalaldri beinsýkinga (6,6 ára) annars vegar og liðsýkinga (4,1 ára) hins vegar (p=0.002). Langflest tilfella (yfir 97,5%) voru samfélagssýkingar. Bakteríugreining fékkst í 57,4% beinsýkinga og 44,2% liðsýkinga. S. aureus var algengasti orsakavaldur beggja sýkinga en hún olli 64,7% beinsýkinga og 21,7% liðsýkinga þegar sýkill greindist. Næst algengasta orsök beinsýkinga var Kingella kingae, hún olli 7,1 % þeirra en hún olli einnig liðsýkingum. Engin tilfelli methicillin ónæmra S. aureus (MÓSAR) greindust. I flestum tilfellum beinsýkinga sýktist sköflungurinn eða í 36 tilfellum (20,2%). Hnéliðurinn sýktist oftast í liðsýkingum eða í 28 tilfellum (53,9%). Greiningaraðferðir bein- og liðsýkinga hafa ekki breyst á mikið þó segulómun sé algengari rannsókn í lok tímabilsins en í byrjun þess. Ályktanir: Rannsókn þessi varpar ljósi á faraldfræðilega þætti, sjúkdómsorsakir, einkenni og greiningaraðferðir bein- og liðsýkinga hér á landi. Hún sýnir að nýgengi sýkinga í beinum og liðum barna fer vaxandi í yngsta aldurshóp. Orsakir þess eru óljósar. Hlutfall tilfella með þekktan sýkil er sambærilegt við erlendar rannsóknir en það á einnig við um algengasta sýkillinn sem er S. aureus. MÓSAR greindust ekki í bein- og liðsýkingum hér á landi en þeir eru mikilvægir sýklar í nágrannalöndum. Kingella kingae er áfram orsakavaldur bein- og liðsýkinga líkt og erlendar rannsóknir sýna. Meðalaldur, kynjahlutfall og staðsetning sýkinga er áþekk niðurstöðum erlendra rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru gagnlegar fyrir íslenska lækna í glímu sinni við erfiða sjúkdóma sem geta haft í för með sér varanlega fötlun. Opin fósturæð meðal fyrir bura á íslandi 1987 - 2006 Friðrik Rúnar Garðarssonl, Gunnlaugur Sigfússonl,2, Gylfi Óskarsson2, Hróðmar Helgasonl,2 , Þórður Þórkelssonl,2. lLæknadeild Háskóla íslands, 2Barnaspítali Hringsins. Inngangur: Lífslíkur og heilsufarshorfur fyrirbura hafa batnað mj ög í kj ölfar framfara á sviði fæðingahjálpar og nýburagjörgæslu. Helsta vandamál fyrirbura er vanþroski lungnanna, en viðvarandi opin fósturæð getur aukið lungnavandamál verulega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni opinnar fósturæðar meðal fyrirbura, árangur meðferðar, aukaverkanir hennar, ásamt því að greina þá þætti sem mögulega auka áhættu á vandamálum tengdum opinni fósturæð hjá fyrirburum. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýsandi tilfella-viðmiða rannsókn. Rannsóknin náði til fyrirbura með opna fósturæð á árunum 1987- 2006. Skráðar voru upplýsingar varðandi meðgönguna, fæðinguna, gjörgæslumeðferð barnsins, sýkingar, fósturæðina og meðferð til lokunar hennar. Fyrir börn með opna fósturæð voru fundin börn til viðmiðunar sem fæðst höfðu eftir jafnlanga meðgöngu en ekki haft opna fósturæð og hliðstæðra gagna aflað um þau. Niðurstöður: Alls greindust 189 fyrirburar með viðvarandi opna fósturæð (patent ductus arteriosus, PDA) á rannsóknartímabilinu, 92 drengir og 97 stúlkur. Tíðnin var hæst meðal minnstu fyrirburanna (80% við 24 og 25 vikna meðgöngu) og lægst meðal þeirra stærstu (< 1% við 36 vikna meðgöngu). Samtals fengu 144 börn (76%) indómetasín, þar af 14 (10%) fleiri en þrjá skammta. Meðgöngulengd barnanna sem þurftu fleiri en þrjá skammta var marktækt styttri en hinna (p=0.01). Fjögur börn fengu magablæðingu í kjölfar indómetasín gjafar og tvö fengu rof (perforation) á smágirni. Þá varð lítilsháttar lækkun á kreatínini eftir indómetasín gjöf (73,6 + 18,8 vs. 70,1 + 20,1, p=0,08). Alls þurftu 17 börn (9%) á skurðaðgerð að halda og var meðgöngulengd þeirra marktækt styttri en hinna (p=0,01). Niðurstöður samanbuðar milli tilfella og viðmiða verða kynntar á ráðstefnunni. Ályktanir: Tíðni PDA meðal fyrirbura vex eftir því sem meðgöngulengdin er styttri. í flestum tilvikum næst að loka fósturæðinni með gjöf indómetasíns, sem yfirleitt þolist vel. Athyglisvert er að kreatínín lækkar við indómetasín gjöfina sem er gagnstætt því sem búist var við. Möguleg skýring er sú að blóðflæði til nýrna batni við lokun fósturæðarinnar og skili sér i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.