Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 94

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 94
Blóðsegaleysandi meðferð við bráðri heilablóðþurrð á íslandi 1999-2006 Birna Sigurborg Guðmundsdóttirl, Albert Páll Sigurðsson2, Elías Ólafs- son2, Ólafur Kjartansson3, Finnbogi Jakobsson2 lLæknadeild Háskóla íslands, 2taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 3röntgendeild Landspítala Fossvogi. Blæðingar fengu 11 sjúldingar. Heilablæðingar voru sjö, fimm vægar og tvær stórar sem leiddu til dauða. Ályktanir: Hlutfall sjúklinga sem fær rt-PA er svipað og erlendar rannsóknir sýna. Árangur er svipaður hér og erlendis, hlutfall blæðinga og dánartíðni einnig. Markvissari vinnubrögð á bráðamóttöku gætu stytt tíma að upphafi meðferðar hjá fleirum. Ábendingar og árangur skurðaðgerða við heilavefsblæðingum. Sextán ára aítursæ rannsókn á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Inngangur: Blóðsegaleysandi meðferð við bráðri heilablóðþurrð með gjöf rt- PA innan þriggja klukkustunda frá upphafi einkenna hófst erlendis 1996 og hérlendis 1999. Meðferðin bætir horfur þrátt fyrir áhættu samfara heilablæðingu. Metinn var fjöldi sjúklinga, árangur meðferðar, tímaþættir, og dánartíðni hérlendis. Margrét Brands Viktorsdóttirl, Albert Páll Sigurðsson2, Aron Björnsson3 og Kolbrún Benediktsdóttir4. lLæknadeild Háskóla íslands 2Taugalækningadeild LSH, 3Heila- og skurðlækningadeild LSH, 4Röntgendeild. Inngangur: Sjálfsprottnar heilavefsblæðingar (SSHVB) valda 10-15% allra slaga og fylgir þeim slæmar horfur og há dánartíðni. Horfur sjúklinga fara eftir stærð, staðsetningu, meðvitundarstigi, aldri og ástandi sjúklings við komu. í völdum tilfellum hefur verið beitt skurðaðgerð, en árangur þeirra er óviss. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn 1999- 2006. Sjúklingar fundnir með leit í sjúkdómsgreiningum LSH yfir heilablóðþurrð, auk fyrri rannsóknar Finnboga Jakobssonar 1999-2002 og SITS-MOST skráningu Alberts Páls Sigurðssonar 2004-2006. Röntgenmyndir voru metnar, fundinn aldur, tímaþættir, orsök heilablóðþurrðar, stigun einkenna samkvæmt NIHSS og Rankin skala við 7, 30, 90 daga. Niðurstöður: 52 sjúklingar fengu rt-PA eftir komu á bráðamóttöku og einn inniliggjandi, 33 karlar og 20 konur. Blóðsegaleysandi meðferð fengu 3% sjúklinga með heilablóðþurrð. Meðalíjöldi á ári var 6,8, mest 11 en minnst tveir. Meðalaldur var 68 ára, með aldursbil 36 til 90 ára. Meðaltími komu á slysadeild var 50 mín, stysti 11 og lengsti 135 mín. Meðaltími röntgenmyndatöku var 85 mín, stysti 31 og lengsti 250 mín. Upphaf meðferðar var að meðaltali 140 mín, styst 60 en lengst 400 mín. Við 90 daga voru 25% með lítil einkenni, 32% gangandi, 23% hjúkrunarsjúklingar og 19% látnir. Orsakir heilablóðþurrðar voru rek frá hjarta 49%, hálsæðaþrengsli 9%, slagæðaflysjun 8%, annað 34%. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem fengu sjúkdómsgreininguna SSHVB og fóru í skurðaðgerð á LSH frá 01.01.90 til 31.12.06 voru skoðaðir, aukþess sem sambærilegs hóps sjúklinga sem ekki fóru í aðgerð. Úr sjúkraskýrslum var safnað upplýsingum um aldur, kyn, Glasgow Coma Scale (GCS), modified-Rankin Scale (m-RS), Bartel Index (BI) o.fl. Tölvusneiðmyndir af höfði voru endurlesnar hjá þeim sem áttu myndir. Niðurstöður: Sjötíu og fimm manns fóru í aðgerð á rannsóknartímabilinu. Alls voru 14 sjúklingar útilokaðir. Rannsóknarhópurinn voru því 61 sjúklingar en sami fjöldi sjúklinga var valinn í samanburðarhópinn. Meðalaldur í aðgerðarhópi var 53 ár (49% karlar) og 55 ár í samanburðarhópi (64 % karlar). I aðgerðarhópi voru 91% blæðingar í heilahvel (23% vegna rofs á æðagúl), 8% í litlaheila og 1% djúpar blæðingar. í samanburðarhópi voru 65% blæðingar í heilahvel, 7% í litlaheila, 28% djúpar blæðingar. Meðalrúmmál blæðingar var 94,5 ml í aðgerðarhópnum en 43,3 ml í samanburðarhópnum, P=0,0004. Hjá aðgerðarhópnum var GSC 9 við komu en 12 hjá samanburðarhópnum, P<0,0001. M-RS við útskrift var 4 hjá aðgerðarhópnum en 3 hjá samanburðarhópnum P=0,0077. BI við útskrift var 33 hjá aðgerðarhópurinn en 57 hjá samanburðarhóp P=0,0012. I aðgerðarhópnum útskrifast 18% heim, 26% fara á hjúkrunarstofnun og 56% í endurhæfingu, en í samanburðarhópnum útskrifast 44% heim, 6% fara á hjúkrunarstofnun og 50% í endurhæfingu. Dánartíðni fyrir aðgerðarhópinn var 38% en 34% fyrir samanburðarhópinn. Ályktanir: Svo virðist sem sjúklingar sem fóru ekki í aðgerð vegnaði betur. Hóparnir voru ekki alveg sambærilegir, sjúklingar sem fóru ekki í aðgerð voru með betri meðvitund og minni blæðingar. Kanna þarfbetur árangur aðgerða með því að velja betur í samanburðarhópinn, en betra væri að kanna þetta með framsækinni rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar eru engu að síður sambærilegar við niðurstöður erlendra rannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.