Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 103

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 103
koma fyrir í öllum aldursflokkum og jafnt hjá báðum kynjum. Útlægir eitlar eru fyrst og fremst þreifanlegir á hálsi, í holhöndum og í nárum. Keríisbundin einkenni á borð við nætursvita, hita, slen og þyngdartap geta verið til staðar en sjúklingur getur einnig verið einkennalaus. Rannsóknir hafa sýnt að í meirihluta tilfella ganga eitlastækkanir til baka að sjálfu sér og í yfir 90% tilvika þykir ekki tilefni til brottnáms eitilsins. Illkynja breytingar, á borð við eitilfrumuæxli og meinvörp, eru sjaldgæfar en fer tíðni þeirra hækkandi með aldri. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga orsakir eitlastækkana í öllum brottnumdum eitlum á íslandi á 15 ára tímabili (1991-2005) og flokka greiningarnar. Ef um góð-kynja breytingar var að ræða voru þær flokkaðar í ósérhæfðar eða sérhæfðar breytingar. Ef um illkynja breytingar var að ræða voru þær flokkaðar í annað hvort eitilfrumuæxli eða meinvörp. Enn fremur var markmið að athuga tíðni mismunandi greininga m.t.t. aldurs sjúklinga, kyns, staðsetningu eitlana sem og hvort eitlarnir voru brottnumdir á sjúkrahúsi eða annars staðar. Svipaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis ná oft aðeins til ákveðinna aldursflokka eða eru bundnar við afmörkuð landsvæði og er ekki vitað til að rannsókn sem þessi, er nær til heillar þjóðar, hafi áður verið gerð. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var tölvuleit í gagnagrunnum meinafræðideilda Landspítala Háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri auk Vefja- rannsóknarstofunnar Álfheimum 74. Sett voru ákveðin skilmerki fyrir úrtakshópinn, en þau voru m.a. þau að eitlarnir væru útlægir, sjúklingarnir væru ekki með greindan sjúkdóm sem gæti valdið eitlastækkunum og að sjúklingarnir væru ekki í eftirliti vegna fyrri sjúkdóma. Farið var yfir öll vefjasvör og skráður aldur, kyn, staðsetning eitla, sjúkdómsgreining og hvar eitlabrottnám var framkvæmt. Niðurstöður og ályktanir: Á tímabilinu fundust 1061 tilfelli sem uppfylltu skilmerki rannsóknarinnar (530 karlar og 531 kona). í heildina var kynjaskipting jöfn en munur var á innbyrðis tíðni eitlatöku á milli kynja eftir aldri. Góðkynja breytingar voru 67,4% af heildarfjölda tilfella (meðalaldur 30,5 ár) en þær illkynja voru 32,6% (með-a->-4aldur 53,2 ár). Af góðkynja breytingunum voru 81,8% ósérhæfðar en 18,2% sér-hæfðar og var hnúðabólga af þeim algengust. Af illkynja breytingunum voru 71,7% eitilfrumuæxli en meinvörp voru 28,3% (óþekktur uppruni og uppruni í lunga algengast). Hvað staðsetningu varðar þá voru 66.6% eitlana teknir af háls- og höfuð-svæði, 16,1% úr nára, 14,6% úr holhönd og 2,6% frá öðrum útlægum stöðum. Innbyrðis hlutfall greininga var óháð staðsetningu. Af eitlatökunum fóru 70,8% þeirra fram á sjúkrahúsi, 28,0% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á stofu og 1,2% á heilsugæslu eða hjá heimilislækni. Meirihluti eitla með illkynja breytingum voru teknir á sjúkrahúsi. Tíðni eitlabrottnáms var stöðug innan tímabilsins. Heiladingulsæxli á íslandi í 50 ár Tinna Baldvinsdóttirl, Jón Gunnlaugur Jónassonl,3,4, Árni V. Þórssson5, Rafn Benediktssonl,2 lLæknadeild Háskóla íslands, 2 Innkirtla- og efnaskip- tasjúkdómadeild Landspítali Fossvogi, 3 Krabbameins- skrá Krabbameinsfélags íslands, 4 Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, 5 Barnaspítali Hringsins Inngangur: Æxli í heiladingli eru sjaldgæf og oftast góðkynja. Helstu einkenni eru vegna röskunar á hormónastarfsemi eða vegna staðbundins vaxtar sem getur valdið m.a. truflun á sjónsviði. Fáar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum æxlum og þær spanna takmörkuð tímabil. Þær benda til þess að heiladingulsæxli séu algengari en talið hefur verið. Tíðni þeirra hefur aukist mjög með bættri myndgreiningartækni, sérstaklega hvað varðar æxli sem uppgötvast fyrir tilviljun. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna algengi og nýgengi heiladingulsæxla á íslandi á tímabilinu 1955-2007, eða í rúmlega hálfa öld. Efniviður og aðferðir: Gögn fengust frá röntgendeildum Landspítala háskólasjúkrahúss, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Röntgen Domus Medica. Einnig voru gögn fengin frá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, göngudeild innkirtlasjúkdóma á Landspítala, Hjartavernd, Krabbameinsskrá, sérfræðingum í innkirtlasjúkdómum og kvenlækningum. Að auki var byggt á rannsókn á heiladingulssjúkdómum sem gerð var árið 2001. Sjúkraskrár, meinafræðisvör og röntgensvör auk annarra gagna hvers einstaklings voru skoðuð til að staðfesta að um æxli væri að ræða og síðan m.t.t. vefjagerðar, stærðar, einkenna og fleiri atriða. Niðurstöður: Alls fundust 312 einstaklingar sem greinst hafa með æxli í heildingli á rannsóknartímabilinu. Þar af voru 119 karlar og 193 lcona, þar af voru 45 látnir. Greiningaraldur var á bilinu 3 til 88 ára, aldur einstaklingana ídag er 4 ára til 94 ára. Meðalaldur við greiningu var 44 ára, 40 ára fyrir konur en 51 ára fyrir karla. Aldurstaðlað nýgengi m.v. 100.000 er 2,9 fyrir konur og 1,8 fyrir karla á tímabilinu 1955-2006. Á tímabilinu 1955- 1967 er nýgengið fyrir konur 0,1 og karla 0,4. Nýgengið á tímabilinu 1994- 2006 er 6,3 fyrir konur og 3,6 fyrir karla. Ljóst er því að nýgengi hefur aukist verulega. Æxlin skiptust í níu flokka og algengustu æxlin voru prólaktínóma, 35%, og óstarfandi adenoma, 26%. 84% einstaklingana voru með staðbundin eða hormónal einkenni við greiningu en 16% greinast fyrir tilviljun. Af þessum 267 einstaklinum sem eru á lífi eru einungis 194 sem vitað er að séu í eftirliti vegna síns sjúkdóms. Ályktanir: Greinilegt er að fjöldi einstaklinga á Islandi eru með æxli í heiladingli. Nýgengi hefur aukist og má sennilega rekja það til bættra greiningar aðferða, sér ílagi betri myndgreiningartækja. Nýgengið er í samræmi við eða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.