Læknaneminn - 01.04.2008, Page 106

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 106
Symbicort Turbuhaler SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Skammtar og lyfjagjöf Astmi: Meöferðarnálgun meö Symbicort er tvíþætt: AstraZeneca A. Viðhaldsmeðferð með Symbicort: Symbicort er notaö sem regluleg viöhaldsmeðferð meö stöku, skjótvirku berkjuvíkkandi lyfi sem bráðalyfi. B. Viðhaldsmeðferð og meðferð eftir þörfum við einkennum (reliever therapy) með Symbicort: Symbicort er notaö sem regluleg viöhaldsmeðferð og eftir þörfum sem svörun við einkennum. A. Viðhaldsmeðferð með Symbicort. Ráðlagðir skammtar: Fullorðnir (18 ára og eldri): 1-2 skammtar til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring. Vera má að sumir sjúklingar þurfi að hámarki allt að 4 skammta til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring. Unglingar (12-17 ára): 1-2 skammtar til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring. Börn (6 óra og eldri): Lægri styrkleiki er fáanlegur fyrir börn 6-11 ára. B. Viðhaldsmeðferð og meðferð eftir þörfum við einkennum (reliever therapy) með Symbicort. Sjúklingar nota daglegan viðhaldsskammt af Symbicort og að auki Symbicort eftir þörfum sem svörun við einkennum. Ráðleggja á sjúklingum að hafa Symbicort ávallt meðferðis til notkunar sem bráðalyf. Ráðlagðir skammtarFullorðnir (18 ára og eldri): Ráðlagður viðhaldsskammtur er 2 skammtar til innöndunar á sólarhring, annaö hvort sem einn skammtur til innöndunar aö morgni og kvöldi eða 2 skammtar til innöndunar annað hvort að morgni eða kvöldi. Vera má að sumir sjúklingar þurfi 2 skammta til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring sem viðhaldsskammt. Sjúklingar eiga að nota 1 viðbótarskammt til innöndunar eftir þörfum sem svörun við einkennum. Ef einkenni hverfa ekki eftir nokkrar mínútur á að nota viðbótarskammt til innöndunar. Ekki má nota fleiri en 6 skammta til innöndunar í hvert skipti. Yfirleitt þarf heildarsólarhringsskammturinn ekki að vera stærri en 8 skammtar til innöndunar, þó má vera að þörf sé á að heildarsólarhringsskammtur sé allt að 12 skammtar til innöndunar í takmarkaðan tíma. Mæla á sterklega meö að sjúklingar sem nota fleiri en 8 skammta á sólarhring leiti læknis. Endurmeta á meðferð þeirra og endurskoða viðhaldsmeðferðina. Börn og ungllngar yngri en 18 ára: Ekki er mælt meö notkun Symbicort viðhaldsmeðferðar og meðferöar eftir þörfum við einkennum handa börnum og unglingum. Langvinn lungnateppa: Fullorðnir: 2 skammtar til innöndunar tvisvar sinnum á sólarhring. Varnaðarorð og varúðarreglur: Mælt er með að skammtar séu minnkaðir smám saman þegar meðferð er hætt og ekki ætti að hætta meðferö skyndilega. Ef sjúklingur telur að meðferð skili ekki viðunandi árangri eða notar meira en stærsta ráðlagðan skammt af Symbicort, skal hann leita læknis. Skyndileg og áframhaldandi versnun á stjórn astma eða langvinnrar lungnateppu getur verið lífshættuleg og brýnt er að meðferð sjúklingsins sé endurmetin. í slíkum tilvikum skal hafa í huga þörf á aukinni meðferð meö barksterum, t.d. með barksterum til inntöku til skamms tíma eða sýklalyfjameðferö ef sýking er til staðar. Ráðleggja á sjúklingum að hafa ávallt meðferöis innöndunarstauk til notkunar í bráðatilvikum, annaö hvort Symbicort (fyrir sjúklinga meö astma sem nota Symbicort sem viðhaldsmeðferö og meðferð eftir þörfum við einkennum) eða stakt, skjótvirkt berkjuvíkkandi lyf (fýrir alla sjúklinga sem aðeins nota Symbicort til viðhaldsmeðferðar). Minna á sjúklinga að nota viðhaldsskammtinn af Symbicort eins og læknir hefur ávísað, einnig þegar einkenni eru ekki til staðar. Fyrirbyggjandi notkun Symbicort, t.d. fýrir áreynslu hefur ekki verið rannsökuö. Notkun Symbicort eftir þörfum við einkennum er ætlað sem svörun við astmaeinkennum en er ekki til reglulegrar fýrirbyggjandi notkunar t.d. fyrir áreynslu. Til slíkra nota skal hafa í huga notkun staks, skjótvirks berkjuvíkkandi lyfs. Ekki á að hefja meðferð með Symbicort meðan á versnun stendur. Eins og við á um önnur lyf til innöndunar getur komið fram óvæntur berkjukrampi með auknum öndunarerfiðleikum strax eftir innöndun skammts. Þá skal hætta meðferð með Symbicort, endurmeta meðferöina og veita annars konar meðferð ef nauðsyn krefur. Almenn áhrif geta komið fram við notkun hvaða barkstera til innöndunar sem er, sérstaklega þegar stórir skammtar eru notaðir í langan tíma. Þessi áhrif koma miklu síður fram við meðferð til innöndunar heldur en við notkun barkstera til inntöku. Hugsanleg almenn áhrif eru m.a. bæling nýrnahettna, seinkun á vexti hjá börnum og unglingum, minnkuð steinefnaþéttni í beinum, drer og gláka. Mælt er með að fylgst sé reglulega með hæð barna sem fá langvarandi meðferð með barksterum til innöndunar. Ef hægist á vexti á að endurmeta meðferðina með það að markmiði að minnka skammtinn af barkstera til innöndunar. Meta skal vandlega ávinning af barkstera meðferð á móti hugsanlegri hættu á vaxtarbælingu. Auk þess skal meta hvort vísa eigi sjúklingnum til barnalæknis sem er sérfræöingur í öndunarsjúkdómum. Takmarkaðar upplýsingar úr langtíma rannsóknum gefa til kynna að flest börn og unglingar sem fá meðferð með budesonidi til innöndunar muni að lokum ná eðlilegri hæð sinni (target height) við fulloröinsaldur. Samt sem áður hefur sést að lítillega og tímabundið getur hægt á vexti í upphafi (um það bil 1 cm). Þetta kemur venjulega fram á fyrsta ári meðferðar. Hafa skal í huga hugsanleg áhrif á beinþéttni sérstaklega hjá sjúklingum sem nota stóra skammta í langan tíma og sem hafa aðra áhættuþætti fyrir beinþynningu. Langtíma rannsóknir á áhrifum budesonids til innöndunar hjá börnum sem fengu að meðaltali 400 míkrógrömm (afmældur skammtur) á sólarhring og fullorðnum sem fengu 800 míkrógrömm (afmældur skammtur) á sólarhring hafa ekki bent til neinna marktækra áhrifa á steinefnaþéttni beina. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áhrif Symbicort í stærri skömmtum. Ef minnsta ástæða er til að ætla aö starfsemi nýrnahettna sé skert eftir fýrri meðferöir með stera til inntöku, skal gæta varúðar þegar skipt er í meðferð með Symbicort. Ávinningur meðferðar með budesonidi til innöndunar lágmarkar venjulega þörf á sterum til inntöku, en hjá sjúklingum sem eru að hætta að nota stera til inntöku getur hættan á skertri starfsemi nýrnahettna varað í töluverðan tíma. Sjúklingar sem áður hafa þurft á stórum skömmtum af barksterum í bráöatilvikum að halda eða fá meðferð með stórum skömmtum af barksterum til innöndunar til langs tíma geta einnig verið í hættu. Hafa á í huga hugsanlega þörf á viðbótarmeðferð með barksterum til inntöku á álagstímum og í kringum fýrirfram ákveðnar skurðaðgerðir. Til þess að lágmarka hættu á candidasýkingu í munnkoki á að leiðbeina sjúklingum um að skola munn með vatni eftir innöndun viðhaldsskammtsins. Ef þruska í munnkoki kemur fram eiga sjúklingar einnig að skola munnlnn með vatnl eftir skammta til innöndunar eftir þörfum. Forðast á samhliða notkun meö itraconazoli og ritonaviri eða öörum öflugum CYP3A4 hemlum (sjá kafla 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir). Ef það er ekki mögulegt ætti tími á milli þess sem lyfin eru notuð að vera eins langur og unnt er. Hjá sjúklingum sem nota öfiuga CYP3A4 hemla er ekki mælt meö notkun Symbicort sem viðhaldsmeðferðar og meðferðar eftir þörfum við einkennum. Gæta skal varúðar viö notkun Symbicort handa sjúklingum með skjaldvakaóhóf, krómfíklaæxli (phaeochromocytoma), sykursýki, ómeöhöndlaöa blóökalíumlækkun, ofvaxtarhjartavöðvakvilla með teppu, sjálfvakta neðanósæðarþröng (idiopathic subvalvular aortic stenosls), alvarlegan háþrýsting, slagæðagúlp eða aðra alvarlega hjarta- og æöasjúkdóma, eins og blóðþurröarhjartasjúkdóm. hraðsláttartruflanir eða alvarlega hjartabilun. Gæta skal varúðar við meðferö sjúklinga með lengingu á QTc-bili. Formoterol getur valdið lengingu á QTc-bili. Endurmeta skal þörf og skammta af barksterum til innöndunar hjá sjúklingum með virka eða óvirka lungnaberkla, sveppa- eða veirusýkingar í öndunarvegum.Hætta á alvarlegri blóökalíumlækkun er hugsanleg eftir stóra skammta af beta2-örvum. Samhliða meðferð með beta2-örvum og lyfjum sem geta valdiö blóðkalíumlækkun eða auka áhrif blóðkalíumlækkunar t.d. xantín-afleiður, sterar og þvagræsilyf geta aukið hugsanleg blóðkalíumlækkandi áhrif beta2-örva. Mælt er með að sérstakrar varúðar sé gætt viö óstööugan astma þegar notkun skjótvirks berkjuvíkkandi lyfs er breytileg, við bráðan alvarlegan astma þar sem súrefnisskortur getur aukið hættuna og í öðrum tilvikum þegar líkur á aukaverkunum vegna blóðkalíumlækkunar eru auknar. Mælt er með eftirliti með kalíumgildum í sermi við þessar kringumstæður. Eins og við á um alla beta2-örva, ætti að hafa í huga að auka tíðni blóðsykursmælinga hjá sykursjúkum. Symbicort Turbuhaler inniheldur mjólkursykur (<1 mg/innöndun). Þetta magn hefur venjulega ekki vandamál í för með sér hjá einstaklingum með mjólkursykursóþol. Júní 2007. Pakkningar og verð: Symbicort Turbuhaler: Innöndunarduft 160/4,5 míkrógrönn/innöndun, 120 skammtar: 8.127 kr.; 360 skammtar (3x120): 21.526 kr. Afgreiðslumáti: R. Greiðsluþátttaka: B. Febrúar 2008. Handhafi markaðsleyfis: AstraZeneca A/S, Albertslund, Danmörk. Umboð á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Nánari upplýsingar er að fínna íSérlyfjaskrá, www.serly1jaskra.is. Quetiapin Merck NM 25,100 og 200 mg - Við geðklofa og geðhæðarlotum Quetiapin Merck NM 25,100 og 200 mg filmuhúðaðar töflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver tafla inniheldur 25,100 eða 200 mg quetíapín sem quetíapínfúmarat. Ábendingar: Meðferð við geðklofa. Meðferð við miðlungi alvarlegum til alvarlegum geðhæðarlotum. Ekki hefur verið sýnt fram á að quetíapín komi í veg fyrir endurteknar geðhæðar- eða þunglyndislotur. Skammtar og lyfjagjöf: Quetiapin Merck NM töflur skal gefa tvisvar á dag, með eða án fæðu. Skammtaaðlögun skal ætíð gerð í samræmi við klíníska svörun og þol sjúklings. Fullorðnir:T\\ meðferðar við geðklofa er heildardagsskammtur fyrstu 4 daga meðferðar 50 mg (dagur 1), 100 mg (dagur 2), 200 mg (dagur 3) og 300 mg (dagur4). Frá fjórða degi á að breyta skammti smám saman í venjulegan virkan skammt sem er á bilinu 300 til 450 mg/dag. Skammta einstakra sjúklinga má stilla á bilinu 150 til 750 mg/dag.Til meðferðar við geðhæðarlotum í tengslum við geðhvörf er heildardags- skammturfyrstu 4 daga meðferðar 100 mg (dagur 1), 200 mg (dagur2), 300 mg (dagur 3) og 400 mg (dagur 4). Frekari skammtaaðlögun í allt að 800 mg/dag á degi 6 ætti að gera með því að hækka skammta um að hámarki 200 mg/dag. Skammta einstakra sjúklinga má stilla á bilinu 200 til 800 mg/dag. Virkur skammtur er venjulega á bilinu 400 til 800 mg/dag. Aldraðir: Gæta skal varúðar við notkun quetíapíns hjá öldruðum, einkum í upphafi meðferðar. Skammtaaðlögun gæti þurft að vera hægari og daglegur meðferðar-skammtur lægri en hjá yngri sjúklingum. Úthreinsun quetíapíns úr plasma var að meðaltali um 30-50% minni hjá öldruðum en hjá yngri sjúklingum. Börn og unglingar: Öryggi og verkun quetíapíns hafa ekki verið metin. Skert nýrnastarfsemi: Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum. Skert lifrarstarfsemi: Quetíapín umbrotnar að verulegu leyti í lifur. Því skal gæta varúðar við notkun quetíapíns hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, einkum í upphafi meðferðar. Upphafsskammturætti að vera 25mg/dag. Skammtinn skal auka daglega um 25-50mg/dag þartil virkum skammti er náð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Samhliða notkun cýtókróm P450 3A4 hemla, s.s HlV-próteasa hemla, azól sveppalyfja, erýtrómýcíns, klaritrómýcíns og nefazódóns. Varúð: Gæta skal varúðar við notkun quetíapíns hjá sjúklingum með þekktan hjarta- og æðasjúkdóm, sjúkdóm í heilaæðum eða aðra sjúkdóma sem valda hættu á lágþrýstingi. Quetíapín getur valdið réttstöðuþrýstings- falli, einkum í upphafi þegar verið er að aðlaga skammta; þetta er algengara hjá öldruðum sjúklingum en yngri sjúklingum. Ef þetta kemur fram skal íhuga skammtaminnkun eða hægari skammtaaðlögun. Gæta skal varúðar við notkun quetíapíns hjá sjúklingum með fjölskyldusögu um lengingu QT. (klínískum rannsóknum og við notkun í samræmi við samantekt á eiginleikum lyfsins hefur quetíapín ekki verið tengt þrálátri aukningu á algildum (absolute) QT bilum. Hins vegar hefur lenging á QT komið fram við ofskömmtun. Eins og við á um önnur geðrofslyf skal gæta varúðar þegar quetíapín er ávísað með lyQum sem vitað er að auka QTc bilið, einkum hjá öldruðum, sjúklingum með meðfætt heilkenni langs QT, hjartabilun, hjartastækkun, blóðkalíumlækkun eða blóðmagnesíum- lækkun. Notkun quetíapíns við meðferð hjá sjúklingum með geðrof tengd elliglöpum er ekki viðurkennd. í slembiröðuðum rannsóknum með samanburði við lyfleysu hefur komið fram u.þ.b. þrisvar sinnum meiri hætta á aukaverkunum á hjarta og æðar hjá sjúklingum með elliglöp við notkun sumra óhefðbundinna geðrofslyQa. Ástæður eru ekki þekktar. Ekki er hægt að útiloka aukna hættu í tengslum við önnur geðrofslyf eða aðra sjúklingahópa. Gæta skal varúðar við notkun quetíapíns hjá sjúklingum með áhættuþætti er tengjast heilablóðfalli. (safngreiningu á óhefðbundnum geðrofslyfjum hefur verið greint frá aukinni hættu á dauða hjá öldruðum sjúklingum með geðrof tengd elliglöpum í samanburði við lyfleysu. Þó var dánartíðni sjúklinga í tveimur 10-vikna samanburðarrannsóknum með lyfleysu og quetíapíni hjá sama sjúklingaþýði (n=710, meðalaldur 83 ár, á bilinu 56-99 ára) 5,5% á móti 3,2% fyrir lyfleysuhópinn. Sjúklingar í þessum rannsóknum dóu af ýmsum orsökum sem voru í samræmi við það sem búast má við fýrir þýðið. Þessar niðurstöður staðfesta ekki að orsakasamband sé á milli meðferðar með quetíapíni og dauðsfalla hjá öldruðum sjúklingum með elliglöp. í klínískum samanburðarrannsóknum var enginn munur á tíðni krampa hjá sjúklingum sem fengu meðferð með quetíapín töflum eða lyfleysu. Eins og á við um önnur geðrofslyf, er mælt með að gæta varúðar við meðferð hjá sjúklingum með sögu um krampa. í klínískum samanburðar- rannsóknum var enginn munur á tíðni utanstrýtueinkenna miðað við lyfleysu á ráðlögðu skammtabili. Ef vart verður merkja eða einkenna um síðkomna hreyfitruflun ætti að íhuga skammtalækkun eða að hætta notkun quetíapíns. Illkynja sefunarheilkenni hefur verið tengt meðferð með geðrofslyljum, þ.m.t. quetíapíni. Klínísk einkenni eru m.a. ofurhiti, breytt andlegt ástand, vöðvastífni, óstöðugleiki í ósjálfráða taugakerfinu og hækkun á kreatínfosfókínasa. (slfkum tilvikum skal hætta notkun quetíapín taflna og veita viðeigandi meðferð. Blóðsykurshækkun eða versnun sykursýki sem er til staðar hefur örsjaldan komið fram meðan á meðferð með quetíapíni stendur. Viðeigandi klínískt eftirlit er ráðlagt hjá sykursjúkum og hjá sjúklingum sem eiga á hættu á að fá sykursýki. Upplýsingar um notkun quetíapíns ásamt dívalpróexi eða litíum við miðlungi alvarlegum til alvarlegum geðhæðarlotum eru takmarkaðar; hins vegar þoldist samsett meðferð vel. Niðurstöðurnar sýndu samlegðar- áhrif í viku 3. önnur rannsókn sýndi ekki samlegðaráhrif í viku 6. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um samsetta meðferð eftir viku 6. Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með arfgengt galaktósaóþol, sem er sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið inn. Bráð fráhvarfseinkenni, s.s. ógleði, uppköst og svefnleysi, hafa komið fram ef notkun geðrofslyfla, þ.m.t. quetíapíns, er hætt skyndilega. Ráðlagt er að hætta smám saman. Milliverkanir: Gæta ber varúðar við samhliða notkun quetíapín taflna og annarra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og áfengis. Gæta skal varúðar þegar quetíapíni er ávísað samhliða lyfjum sem vitað er að lengja QT bilið, lyljum sem valda ójafnvægi í saltbúskap og lyfjum sem vitað er að hindra (cýtókróm P450) umbrot. Cýtókróm P450 (CYP) 3A4 er það ensím sem skiptir mestu máli fyrir cýtókróm P450 miðluð umbrot quetíapíns. ( rannsókn á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum olli samhliða notkun quetíapíns (25 mg skammtur) og ketókónazóls, CYP 3A4 hemils, 5- til 8-faldri aukningu á AUC fyrir quetíapín. Af þessum ástæðum er samhliða notkun CYP3A4 hemla frábending gegn notkun quetíapíns. Ekki er ráðlagt að taka quetíapín með greipaldinsafa. í fjölskammta rannsókn hjá sjúklingum til að meta lyfjahvörf quetíapíns fyrir og meðan á meðferð með karbamazepíni (þekktum lifrarensímhvata) stóð yfir kom fram að samhliða notkun karbamazepíns jók marktækt úthreinsun quetíapíns. Þessi aukna úthreinsun minnkaði almenna útsetningu fyrir quetíapíni (mælda sem AUC) að meðaltali í 13% af því sem hún verður þegar quetíapín er notað eitt sér; þó að meiri áhrif hafi komið fram hjá sumum sjúklingum. Afleiðing þessarar milliverkunar getur verið lægri þéttni í plasma sem getur haft áhrif á verkun quetíapín meðferðarinnar. Samhliða notkun quetíapíns og fenýtóíns olli verulega aukinni úthreinsun quetíapíns, um u.þ.b. 450%. Aðeins ætti að hefja meðferð með quetíapíni hjá sjúklingum sem nota lifrarensímhvata ef læknirinn telurað ávinningur af quetíapín meðferð vegi þyngra en áhættan af því að hætta notkun lifrarensímhvatans. Það er mikilvægt að allar breytingar á notkun ensímhvatans gerist hægt og ef nauðsyn krefur að nota annað lyf sem ekki hvetur lifrarensím (t.d. natríumvalpróat). Lyfjahvörf quetíapíns breyttust ekki verulega við samhliða notkun þunglyndislyfjanna imipramíns eða flúoxetíns. LyQahvörf quetíapíns urðu ekki fyrir mark- tækum áhrifum við samhliða notkun risperidóns eða halóperidols. Samhliða notkun quetíapíns og tíórídazíns jók úthreinsun quetíapíns um u.þ.b. 70%. Lyfjahvörf quetíapíns breyttust ekki við samhliða notkun címetidíns. Lyfjahvörf litíums breyttust ekki við samhliða notkun quetíapíns. Engar breytingar af klínískri þýðingu komu fram á lyfjahvörfum við samhliða notkun natríumvalpróats og quetíapíns. Ekki hafa verið gerðar formlegar rannsóknir á milliverkunum við algeng lyf við hjarta- og æðasjúkdómum. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun quetíapíns hjá þunguðum konum. Dýrarannsóknir hafa fram til þessa ekki bent til skaðlegra áhrifa, þó hugsanleg áhrif á augu fóstursins hafi ekki verið könnuð. Því skal aðeins nota quetíapín hjá þunguðum konum ef ávinningur er talinn meiri en hugsanleg áhætta. Fráhvarfseinkenni hafa komið fram hjá nýburum mæðra sem notuðu quetíapín á meðgöngu. Ekki er vitað að hve miklu leyti quetíapín skilst út í brjóstamjólk. Því skal ráðleggja konum að hafa börn ekki á brjósti meðan á meðferð með quetíapíni stendur. Akstur og noktun véla: Quetíapín hefur aðallega áhrif á miðtaugakerfið, því gæti quetíapín haft áhrif á athafnir sem kreQast árvekni. Ráðleggja skal sjúklingum að aka ekki eða stjórna tækjum fyrr en áhrifin á viðkomandi eru þekkt. Aukaverkanir: Mjög algengar 1/10): Sundl, svefnhöfgi, höfuðverkur. Algengar fs 1/100, < 1/10): Þyngdaraukning, hækkun á transamínösum (ALT, AST) í sermi, hraðtaktur, hvítkornafæð, yfirlið, munnþurrkur, hægðatregða, meltingartruflanir, réttstöðuþrýstingsfall, vægt þróttleysi, bjúgur á útlimum. Sjaldgæfar (s 1/1.000, < 1/100): Hækkun á gamma-GT gildum, hækkun á gildum þríglýseríða í sermi hjá sjúklingum sem ekki eru fastandi, hækkun á heildarkólesteróli, eósínfíklager, flog, ofnæmi. Mjög sjaldgæfar fe 1/10.000, < 1/1.000): Óútskýrður skyndidauði, hjartastopp, hjartsláttartruflanirfrá sleglum (VF, VT), lenging á QT bili, Torsades de pointes, illkynja sefunarheilkenni, gula, standpína. Örsjaldan koma fyrir (<1/10.000): Daufkyrningafæð, síðkomin hreyfitruflun, ofsabjúgur, Stevens-Johnson heilkenni, blóðsykurshækkun, sykursýki, lifrarbólga. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (1. mars 2008): Húðaðartöflur; 25 mg, 100 stk. 7.010 kr., 100 mg, 100 stk. 14.168 kr., 200 mg, 100 stk. 21.449 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: *. Markaðsleyfishafi: Merck NM AB. Umboðsaðili: Actavis Group PTC ehf. Júní 2007. ■ MERCK NM 106 Læknaneminn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.