Úrval - 01.07.1966, Side 9

Úrval - 01.07.1966, Side 9
UM MJÓLK 7 7. Geta börn orðið hraust og heilbrigð, án þess að drekka mjólk? Áhyggjufullar mæður hafa oft spurt mig þessarar spurningar. Þær vita að sjálfsögðu að mjólk er sér- lega góð fæða fyrir börnin þeirra, en þeim er gjarnt að ganga lengra, og telja hana alveg ómissandi. En sannleikurinn er sá, að engin fæðu- tegund er alveg fullkomin eða ó- missandi. Þegar vér gerum oss ljóst, að líkaminn þarf að fá ein 30 til 40 mismunandi efni úr allri fæðunni, má geta nærri að ólíklegt sé að nokkur ein fæðutegund hafi að geyma hvert einasta af þessum efn- um og það nákvæmlega í þeim hlut- föllum, sem líkaminn þarfnast. Flestar fæðutegundir, að undan- skildum sykri, uppfylla fleiri en eina af þörfum líkamans. Sumar tegundir uppfylla aðeins fáar, en aðrar margar. Og satt er að, að engin einstök fæðutegund uppfyllir eins margar eins og mjólkin. Þannig veitir hún talsverða orku, eggja- hvítuefni af beztu tegund, mjög mikið af fjörefnum og ýmsum málmsöltum. Að sjálfsögðu má fá öll þessi efni úr öðrum fæðutegundum, en til þess þarf sambland margra mismunandi fæðutegunda. Ef börnin borða ost verður þetta auðvitað auðveldara. Ostur inniheldur, eins og áður er sagt, mjög mikið af næringarefn- um mjólkurinnar. En ef börnin borða hvorki ost né mjólk, mundi ég vilja láta þau borða stærri skammt en venjulegt er af kjöti, fiski og eggjum og auk þess margs konar grænmeti og ávexti. En sú staðreynd stendur óhögguð, að ef barnið drekkur hæfilegt magn af mjólk, er óþarfi að hafa áhyggj- ur af næringu þess. Og með „hæfi- legu magni“ á ég við hálfan lítra á dag fyrir börn og þrjá pela eða meira fyrir unglinga. Mörgum börn- um, sem ekki vilja drekka mjólk á venjulegan hátt eins og hún kemur fyrir, má gefa all drjúgan skammt á annan hátt, svo sem með spóna- mat. Og það er þess vért að gleyma ekki þeirri aðferð. Strangur og ósanngjarn yfirmaður í flughernum var eitt sinn að snúa aftur til herbúðanna eftir að hafa verið að skemmta sér í borginni. Hann ók fram hjá varðmanninum við hliðið án þess að stanza. Síðan snar- hemlaði hann, þegar hann var kominn inn fyrir, slagaði til varðmanns- ins og skýrði honum frá því grimmdarlegri röddu, að hlutverk varð- mannsins væri að „skjóta" á alla þá, sem inn um hliðið færu án þess að stanza, „og skjóta ekki bara aðvörunarskoti, heldur að skjóta í þeim tilgangi að drepa." Þegar liðsforinginn þagnaði loksins, leit varðmaðurinn á hann og spurði: „Vilduð þér kannske aka svolítið aftur á bak og reyna aftur herra?“ Anna Wilson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.