Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 9
UM MJÓLK
7
7. Geta börn orðið hraust og
heilbrigð, án þess að drekka
mjólk?
Áhyggjufullar mæður hafa oft
spurt mig þessarar spurningar. Þær
vita að sjálfsögðu að mjólk er sér-
lega góð fæða fyrir börnin þeirra,
en þeim er gjarnt að ganga lengra,
og telja hana alveg ómissandi. En
sannleikurinn er sá, að engin fæðu-
tegund er alveg fullkomin eða ó-
missandi. Þegar vér gerum oss ljóst,
að líkaminn þarf að fá ein 30 til
40 mismunandi efni úr allri fæðunni,
má geta nærri að ólíklegt sé að
nokkur ein fæðutegund hafi að
geyma hvert einasta af þessum efn-
um og það nákvæmlega í þeim hlut-
föllum, sem líkaminn þarfnast.
Flestar fæðutegundir, að undan-
skildum sykri, uppfylla fleiri en
eina af þörfum líkamans. Sumar
tegundir uppfylla aðeins fáar, en
aðrar margar. Og satt er að, að
engin einstök fæðutegund uppfyllir
eins margar eins og mjólkin. Þannig
veitir hún talsverða orku, eggja-
hvítuefni af beztu tegund, mjög
mikið af fjörefnum og ýmsum
málmsöltum.
Að sjálfsögðu má fá öll þessi efni
úr öðrum fæðutegundum, en til þess
þarf sambland margra mismunandi
fæðutegunda. Ef börnin borða ost
verður þetta auðvitað auðveldara.
Ostur inniheldur, eins og áður er
sagt, mjög mikið af næringarefn-
um mjólkurinnar. En ef börnin
borða hvorki ost né mjólk, mundi
ég vilja láta þau borða stærri
skammt en venjulegt er af kjöti,
fiski og eggjum og auk þess margs
konar grænmeti og ávexti.
En sú staðreynd stendur óhögguð,
að ef barnið drekkur hæfilegt magn
af mjólk, er óþarfi að hafa áhyggj-
ur af næringu þess. Og með „hæfi-
legu magni“ á ég við hálfan lítra á
dag fyrir börn og þrjá pela eða
meira fyrir unglinga. Mörgum börn-
um, sem ekki vilja drekka mjólk á
venjulegan hátt eins og hún kemur
fyrir, má gefa all drjúgan skammt
á annan hátt, svo sem með spóna-
mat. Og það er þess vért að gleyma
ekki þeirri aðferð.
Strangur og ósanngjarn yfirmaður í flughernum var eitt sinn að snúa
aftur til herbúðanna eftir að hafa verið að skemmta sér í borginni. Hann
ók fram hjá varðmanninum við hliðið án þess að stanza. Síðan snar-
hemlaði hann, þegar hann var kominn inn fyrir, slagaði til varðmanns-
ins og skýrði honum frá því grimmdarlegri röddu, að hlutverk varð-
mannsins væri að „skjóta" á alla þá, sem inn um hliðið færu án þess
að stanza, „og skjóta ekki bara aðvörunarskoti, heldur að skjóta í
þeim tilgangi að drepa."
Þegar liðsforinginn þagnaði loksins, leit varðmaðurinn á hann og
spurði: „Vilduð þér kannske aka svolítið aftur á bak og reyna aftur
herra?“ Anna Wilson