Úrval - 01.07.1966, Page 11
RANNSÓKNIR í LÆKNISFRÆÐI
9
efnisskort“. „Aðferð til að mæla
samdráttarkraft etheronsvampa,
sem græddir eru undir húð“. Og
„Samanlögð frumufyrirferðin sem
mælikvarði á vaxtarseinkun kvið-
arholsæxla í músum“.
Vissulega birtast á hverju ári
greinargerðir í þúsundatali um
frumlegar athuganir frá mönnum,
sem starfa að læknsfræðirannsókn-
um um víða veröld. Fljótt á litið
kann að virðast sem þær á engan
hátt snerti sjúklinginn í rúmi sínu
í sjúkrahúsinu eða á stólnum í bið-
stofu læknisins. En alltaf eru lækn-
ar að rekast á eitthvað í læknisrit-
um, sem kemur þeim að notum í
starfi sínu og snertir það beinlín-
is. Óhemju miklum tíma, orku, dýr-
mætri heilastarfsemi og peningum
er varið til þess, sem nefnt er „und-
irstöðurannsóknir“. Þrátt fyrir það
er öllum þeim tíma og orku vel
varið.
I sögu nútíma framfara í læknis-
fræð úir og grúir af grundvallar
uppgötvunum, gerðum í rannsókn-
arstofunum, og þótt mikið djúp
virðist staðfest á milli þeirra og
raunverulegs, daglegs starfs lækna,
hjúkrunarliðs og sjúklinga, kemur
að því einn góðan veðurdag, að
þeim er beitt til lausnar á hvers-
dagslegum vandamálum.
Louis Pasteur var til dæmis efna-
fræðingur. Hann var gersamlega ó-
fróður um læknisfræði og skurð-
lækningar, hafði aldrei svo mikið
sem stungið á kýli. Við rannsóknir
sínar á því vandamáli frönsku bænd-
anna, að vínið súrnaði, uppgötvaði
hann gerla í hinum edikssúra, gerj-
andi vökva. Frá því að sanna, að
slíkar lifandi smáverur valda sýru-
myndun í víni, tókst honum með
hugvitsamlegum rannsóknaraðferð-
um skref fyrir skref að sanna, að
slíkar smáverur valda einnig sjúk-
dómum. Með því að sanna, að viss
gerill (bacillus anthracis) væri
valdur að miltisbrandi (anthrax) og
með því að framleiða bóluefni til
varnar gegn sjúkdómnum, lagði
hann grundvöllinn að allri nútíma
sýklafræði. Það var fyrsta skrefið
á sigurgöngu vorri gegn smitnæm-
um sjúkdómum.
Enski læknirinn Joseph Lister las
ritgerð Pasteurs um þetta og skild-
ist þegar, að það væru slíkir sýkl-
ar, sem væru valdir að smitun og
ígerðum í skurðsárum við skurð-
lækningar. Hvernig átti nú að koma
í veg fyrir þessa blóðeitrun, sem
fylgdi í kjölfar nálega hverrar ein-
ustu skurðaðgerðar? Einn vinur
Listers, sem var efnafræðingur,
stakk upp á að nota karbólsýru, á
þeim forsendum, að hún hafði ver-
ið notuð til að eyða ódaun í skolp-
ræsum, og minnugur þess óþefs,
sem ríkti í sérhverri skurðlækninga-
deild sjúkrahúsanna á þessum ó-
heillatímum. Notkun karbólsýru,
fyrsta sóttvarnarlyfsins, reyndist
hafa undursamleg áhrif. Það er því
engum vandkvæðum bundið að
rekja hið glöggskyggna samband á
milli efnafræðingsins, sem vinnur
að rannsóknum á víni og annars
efnafræðings, sem reynir að eyða
ódaun í skolpræsum annarsvegar og
hns bráðsnjalla skurðlæknis Vikt-
oríutímabilsins hinsvegar, sem sam-
eiginlega valda hinni stórkostleg-
ustu og víðtækustu byltingu í skurð-