Úrval - 01.07.1966, Side 14
12
miklar framfarir hafa orðið, sem
ekki hafa byggzt á slíkum tilraun-
um. Þegar þeim Banting og Best
tókst að framleiða insulin (við syk-
ursýki), sem þeir hlutu Nóbelsverð-
laun fyrir árið 1923, byggðist það
á tilraunum á hundum. Milljónir
manna áttu líf sitt, og eiga enn líf
sitt, bókstaflega undir þessum til-
raunum þeirra. Allar grundvallar-
rannsóknir á penicllini, sem þeir
Fleming, Florey og Chain hlutu fyr-
ir Nóbelsverðlaun árið 1945 voru
gerðar á tilraunadýrum. Þúsundir og
aftur þúsundir manna af öllum
þjóðum eiga líf sitt og heilsu að
þakka þessu starfi. Uppgötvun Salks
á bóluefni gegn mænusótt, sem hef-
ur fækkað stórkostlega bækluðum
börnum í sjúkrastofum vorum,
krafðist mjög mikilla og langvar-
andi dýratilrauna, áður en það var
ÚRVAL
orðið hæft og öruggt til notkunar
við menn.
Læknar eru góð og göfug mann-
tegund, sem helga líf sitt og alla
starfsorku því markmiði, að lina
þjáningar. Það virðist ekki líklegt
að neinn úr þeirra hópi vilji valda
neinni skepnu þjáninga að óþörfu.
Samt er það rökstudd skoðun all-
flestra þeirra að vandlega yfirveg-
uðu máli, að tiiraunir á dýrum séu
nauðsynlegt grundvallarskilyrði, ef
unnt eigi að vera að leysa ýms ó-
leyst vandamál varðandi sjúkdóma.
Rannsóknarstörf eru vissulega ó-
maksins verð. Á hljóðlátum, oft
þreytandi og erfiðum og ekki alltaf
ríkulega launuðu störfum starfs-
mannanna í rannsóknarstofunum,
hvílir hin stöðuga framsókn í bar-
áttu vorri gegn sjúkdómum og
heilsutjóni.
Eitt sinn var gamanleikarinn Jackie Gleason að ræða við vini sína
um hinn þyrnum stráða veg listamannsins. Hann sagði frá því, að hann
hefði eitt sinn orðið alveg staurblankur og ófær um að borga húsa-
leiguna, þegar hann dvaldi í ódýru gistihúsi á litlum baðstað við strönd-
ina í New Jersey. Hann hafði verið að skemmta viðs vegar í nætur-
klúbbum, og hafði gengið mjög illa, og nú vissi hann ekki sitt rjúk-
andi ráð. Hann tók það loks til bragðs, að hann pakkaði niður í ferða-
töskuna sína öllum sínum fötum, nema sundskýlu, sem hann klæddi
sig síðan í. Svo kastaði hann ferðatöskunni út um gluggann til vinar
síns, sem beið niðri á gangstéttinni. Síðan hljóp hann niður stigann
á sundskýlunni og kallaði til hótelstýrunnar í anddyrinu, að hann
ætlaði bara að skreppa snöggvast í sjóinn. Niðri á ströndinni hitti Jackie
svo vin sinn, þar sem hann beið með ferðatöskuna. Hann klæddi sig í
snatri og náði í næsta langferðabíl út úr bænum.
Þrem árum síðar kom hann aftur til þess að borga reikninginn sinn.
„Guð almáttugur!" varð hótelstýrunni bara að orði, er hún sá hann
birtast í dyrunum. „Og ég, sem hélt, að þér hefðuð drukknað!"
Joe McCarthy