Úrval - 01.07.1966, Síða 24

Úrval - 01.07.1966, Síða 24
22 ÚRVAL (axis) frá Vestur-Indíum og loks dádýr. Hin mikla bylting í innflutningi villidýra frá Afríku og víðar, hófst fyrir fimmtán árum síðan og riðu veiðimálayfirvöld Nýju Mexico á vaðið. Þau slepptu 52 barbary sauðum inni í óbyggðum í kanadisku fljóta- héraði. Þarna var land of hrjóstr- ugt fyrir hreindýr og elgdýr, en sauðirnir þrifust ágætlega og nú eru þeir um 1500 talsins. Þegar þessum sauðum var sleppt, voru margir áhyggjufullir yfir, hvaða afleiðingar slíkt tiltæki gæti haft. Þeir óttuðust að dýrin gætu orðið til óþæginda, þegar þeim hefði fjölgað og færu að dreifa sér meira um landið, og gætu jafnvel spillt kyngæðum annarra hrein- ræktaðra dýra í landinu. Um þessar mundir voru þeir í Arizona, sem ákafast reyndu að bjarga uxanum sínum (buffalóan- um) •— sem sagt var hér frá í Ur- vali fyrir skömmu. Arizonamenn óttuðust að sauðirnir myndu byggja buffalóanum út af beitarlöndum hans eða jafnvel yrði um kynblönd- un að ræða, en af því voru þeir lítið hrifnir. Yfirvöld veiðimálanna í Ari- zona vopnuðust og hótuðu að skjóta hvern einasta barbary sauð, sem ekki virti landamæri Arizona og bjálfaðist innyfir þau. En barbary sauðirnir virtu öll landamæri og hédu sig í hinum hrjóstrugu ó- byggðum sínum. Þetta varð til þess að stór landeigandi í Texas og ekru- eigandi á Hawai fylgdu dæmi Nýju Mexicomannanna og fluttu inn þessa sauðategund. Veiðimálayfirvöldin í Nýju Mex- ico biðu róleg í tíu ár, eftir að sjá hvernig þessari fyrstu tilraun þeirra reiddi af, og á meðan hugs- uðu þeir um, hvaða dýr þeir gætu næst flutt inn. Þeir höfðu augastað á landræmu, sem lá frá Vestur-Tex- as til Kaliforníu, og var engum til nota og óbyggileg nema fyrir nokkr- ar villtar dýrategundir, en þarna var land ekki ósvipað því, sem tíðk- aðist í Afríku og Asíu, og hitinn svo mikill, að ekki var ólíklegt að dýr úr hitabeltum þessara tveggja heimsálfa, myndu geta lifað þarna. Þær ráðagerðir, sem þessir menn höfðu á prjónunum miðuðu ekki einvörðungu að því að fiölga dýr- um fyrir bandaríska veiðimenn, heldur miklu fremur til að forða frá aldauða nokkrum dýrategundum sem virtust vera að hverfa með öllu. Tími hinna miklu villidýra- veiða í Afríku virðist óðum að líða hjá. Þegar nýlenduveldin fóru að taka saman pjönkur sínar í Afríku, lauk einnig því aðhaldi og þeirri skipulagningu, sem tíðkaðist orðið við villidýraveiðarnar. Hinir inn- fæddu virtust engan skilning hafa á, hvað hér var í húfi fyrir þá sjálfa og ruddust um fast og drápu öll dýr, sem þeir komust í færi við. Afríka er ekki lengur að verða kon- ungdæmi dýranna, eins og bún hef- ur verið um ómunatíð. Fyrir aðeins fáeinum árum síðan lifðu milljónir barbary sauða í hinum þurru og bröttu fjöllum Norður-Afríku, en í dag, getur varla heitið að þessi skepna sjáist þarna um slóðir. Stökkhafurinn, (springbok), gazellutegund ein,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.