Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 24
22
ÚRVAL
(axis) frá Vestur-Indíum og loks
dádýr.
Hin mikla bylting í innflutningi
villidýra frá Afríku og víðar, hófst
fyrir fimmtán árum síðan og riðu
veiðimálayfirvöld Nýju Mexico á
vaðið.
Þau slepptu 52 barbary sauðum
inni í óbyggðum í kanadisku fljóta-
héraði. Þarna var land of hrjóstr-
ugt fyrir hreindýr og elgdýr, en
sauðirnir þrifust ágætlega og nú
eru þeir um 1500 talsins.
Þegar þessum sauðum var sleppt,
voru margir áhyggjufullir yfir,
hvaða afleiðingar slíkt tiltæki gæti
haft. Þeir óttuðust að dýrin gætu
orðið til óþæginda, þegar þeim
hefði fjölgað og færu að dreifa sér
meira um landið, og gætu jafnvel
spillt kyngæðum annarra hrein-
ræktaðra dýra í landinu.
Um þessar mundir voru þeir í
Arizona, sem ákafast reyndu að
bjarga uxanum sínum (buffalóan-
um) •— sem sagt var hér frá í Ur-
vali fyrir skömmu. Arizonamenn
óttuðust að sauðirnir myndu byggja
buffalóanum út af beitarlöndum
hans eða jafnvel yrði um kynblönd-
un að ræða, en af því voru þeir lítið
hrifnir. Yfirvöld veiðimálanna í Ari-
zona vopnuðust og hótuðu að skjóta
hvern einasta barbary sauð, sem
ekki virti landamæri Arizona og
bjálfaðist innyfir þau. En barbary
sauðirnir virtu öll landamæri og
hédu sig í hinum hrjóstrugu ó-
byggðum sínum. Þetta varð til þess
að stór landeigandi í Texas og ekru-
eigandi á Hawai fylgdu dæmi Nýju
Mexicomannanna og fluttu inn þessa
sauðategund.
Veiðimálayfirvöldin í Nýju Mex-
ico biðu róleg í tíu ár, eftir að sjá
hvernig þessari fyrstu tilraun
þeirra reiddi af, og á meðan hugs-
uðu þeir um, hvaða dýr þeir gætu
næst flutt inn. Þeir höfðu augastað
á landræmu, sem lá frá Vestur-Tex-
as til Kaliforníu, og var engum til
nota og óbyggileg nema fyrir nokkr-
ar villtar dýrategundir, en þarna
var land ekki ósvipað því, sem tíðk-
aðist í Afríku og Asíu, og hitinn svo
mikill, að ekki var ólíklegt að dýr
úr hitabeltum þessara tveggja
heimsálfa, myndu geta lifað þarna.
Þær ráðagerðir, sem þessir menn
höfðu á prjónunum miðuðu ekki
einvörðungu að því að fiölga dýr-
um fyrir bandaríska veiðimenn,
heldur miklu fremur til að forða frá
aldauða nokkrum dýrategundum
sem virtust vera að hverfa með
öllu. Tími hinna miklu villidýra-
veiða í Afríku virðist óðum að líða
hjá. Þegar nýlenduveldin fóru að
taka saman pjönkur sínar í Afríku,
lauk einnig því aðhaldi og þeirri
skipulagningu, sem tíðkaðist orðið
við villidýraveiðarnar. Hinir inn-
fæddu virtust engan skilning hafa
á, hvað hér var í húfi fyrir þá
sjálfa og ruddust um fast og drápu
öll dýr, sem þeir komust í færi við.
Afríka er ekki lengur að verða kon-
ungdæmi dýranna, eins og bún hef-
ur verið um ómunatíð.
Fyrir aðeins fáeinum árum síðan
lifðu milljónir barbary sauða í
hinum þurru og bröttu fjöllum
Norður-Afríku, en í dag, getur
varla heitið að þessi skepna sjáist
þarna um slóðir. Stökkhafurinn,
(springbok), gazellutegund ein,