Úrval - 01.07.1966, Side 26

Úrval - 01.07.1966, Side 26
24 ÚRVAL lög um að öll klaufdýr innflutt, yrðu að fara í dýragarða, sem stjórnin hefði lagt blessun sína yf- ir. Afkvæmi þessara dýra voru aft- ur á móti frjáls, eftir að þau voru komin á legg. Þannig eru um tólf Siberíugeit- ur í Albuquerque-dýragarðinum, og eru menn að vona að þær verði frjósamar. Nýju Mexicómenn ákváðu að flytja inn enn tvær dýrategundir frá Afríku, af ótta við, að þær væru að deyja út. Þetta var hin stóra kúdú antilópa og oryx antilóputeg- undin. Árið 1963 tókst litlum hópi veiði- manna, að fanga 14 kúdú og oryx antilópur. Kúdú er mjög þokkafullt dýr á stærð við elgdýr. Suður- Afríkubúar slátruðu einu sinni milljónum af þessu dýri á þeim röngu forsendum, að mergðin væri svo mikil, að það gæti ekki komið til mála að stofninn eyddist. Sumar tegundirnar eyddust með öllu í þessari herferð. Einhverjum leifum þessarar dýrategundar var síðar bjargað á friðuð svæði, en nú skjóta veiðiþjófar þau. Matmenn segja að kjötið af Kú- dúdýrinu sé ljúffengara en af elg- dýri og þetta dýr getur lifað af landi, þar sem fæstum öðrum dýrum væri líft. Þau geta verið vikum saman án vatns. Fyrir eina tíð runnu miklar hjarðir þessara dýra um allt svæðið milli Höfðaborgar og Sahara, en nú síðustu árin hafa þau verið rekin og kvíuð af á hinni hræðilegu Kalaharíeyðimörk. En einnig þar eru þau drepin af skógarmönnum, sem nota eitraðar örvar í stað byssu. Tæknin við að fanga þessi dýr er skemmtileg. Kúdúdýr á flótta, getur á stuttum spretti hlaupið af sér hvaða hest sem er. Þau eru rekin á opið svæði, þar sem veiðimaðurinn eltir þau uppi á hraðskreiðum bíl, og hefur hjá sér band með lykkju 4 öðrum endanum en hinn endinn er festur í staur víðsfjarri. Veiði- maðurinn í bílnum reynir að smeygja lykkjunni yfir horn og höfuð dýrsins. Suður-afríski gimsteinahafurinn (gembok) er stærstur af oryxantil- ópunni. Hann varð fyrir valinu hjá veiðimálayfirvöldum Nýju Mexico af því, að hann þolir mikinn kulda og einnig af því, að hann er orðinn mjög sjaldgæfur. Þessi antilópu- tegund getur vegið allt að 600 pund- um. Bæði karldýrið og kvendýrið hafa löng og bein horn, sem eru mjög eftirsótt af veiðimönnum. Oryxanti- lópunni er öfugt farið við kúdú- antilópuna, sem tekur fljótt til fót- anna, en hún spýst til varnar og er ill viðskiptis. Ef hjörð þessara dýra kemur auga á hlébarða eða hóp villtra hunda, þá hefur hún í einum kór upp mikið skaðræðis- öskur, og ryðst fram til hópa, kiðl- ingar og kvendýr ekki síður en karl- dýrin, og setur undir sig hausinn með þessum voða hornum, og stang- ar og treður niður allt, sem fyrir henni verður. Nokkrir Texaslandeigendur halda mörg erlend dýr, og byrjuðu að flytja inn strax eftir að Nýju-Mexi- comenn höfðu sleppt barbary sauð- unum. Einn þessara manna er Eddie
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.