Úrval - 01.07.1966, Side 32

Úrval - 01.07.1966, Side 32
30 ÚRVAL hægt sé að nota þá stöðugt, og að stanza þá til að leiðrétta skekkjur kostar morð fjár. Sumir vélheilar eru stilltir þannig, að þeir stoppa á sama tíma dag hvern, og þá er hægt að leiðrétta þá. En sé það ekki gert þá, er það ekki framar hægt þann daginn og ekki fyrr en þeir stanza næst til leiðréttingar. Skekkjan heldur þá áfram að marg- faldast á alla vegu þennan tíma, án þess að nokkur fái aðgert. Mörg fyrirtæki nota einskonar miðstöðvarvélheila og eigi að leið- rétta þá, kostar það geysifyrirhöfn og breytingar á merkjakerfi og því hvernig óskapnaðurinn er „matað- ur“, og á meðan margfaldast skekkj- urnar eins og sýklar. Slíkir miðstöðvarheilar geta ver- ið leiðinda fyrirtæki, þó að ekki sé um skekkjur að ræða. í stórri verzlun einni í Kaliforníu er engin leið fyrir afgreiðslumanninn að segja viðskiptavininum hversu hár reikningur hans sé. Ef hann vill borga reikning sinn upp, verður hann að bíða þar til vélheilanum þóknast að senda frá sér næstu til- kynningu. Bankastjórar og forstjórar og aðrir sem nota þessa vélheila mest, viðurkenna ekki opinberlega að vélheilum þeirra geti skjátlazt, en í einkasamtölum viðurkenna þéir fúslega, að það valdi þeim einmitt miklum áhyggjum hin tíðu mis- tök, sem virðast fara vaxandi. Einn slíkra manna, forstjóri verzlunar einnar, viðurkenndi í einkasamtali, að vélheilinn væri að gera hann vitlausan. Hann sagðist vita, að hin tíðu mistök væru að draga úr verzl- uninni, því að mistökin eru það tíð, að þau hljóta að spyrjast út, og við fáum slæmt orð á okkur. Þetta hefur gengið svo langt, að á síðasta ári varð það að lögum í Kaliforníu, að það yrði að teljast glæpur, að leiðrétta ekki umsvifa- laust, ef rangur reikningur væri sendur manni, og það gæti skaðað lánstraust hans. Neytendasamtökin í Kaliforníu hafa fengið hundruð kvartana af ofannefndu tagi. Nú er það svo, að þó að vélaheil- inn vinni hratt, þá er eins og reikn- ingsútskriftin sé engu hraðari en áður var. Það er oft, að meðan verið er að senda upplýsingar í merkjakerfi frá einni borg til ann- arrar um, til dæmis, hlaupareikn- ing, sem hefur verið greiddur upp, að þá færir vélheilinn á hann vexti í millitíðinni, þannig að þegar kem- ur að vaxtafærslutímanum, þá fær- ir vélheilinn vextina af skuldinni, sem var, vegna þess, að tékkinn er ekki enn kominn í vélina. Vinur minn einn, harðneitar orð- ið að greiða nokurn hlut, hverju nafni sem hann nefnist, nema með peningum út í og hönd. Hann fékk svo hressilegan skell, að lánstraust hans bíður þess aldrei bætur vegna mistaka vélheila. Hann hefur einn- ig ónýtt öll sín lánaspjöld og neitar jafnvel að greiða með ávísun. Ef þróunin verður þessi, þá sjá bandarískir viðskiptamenn sína sæng út breidda. Slíkt gæti ekki haft annað í för með sér en mikinn sam- drátt í allri verzlun, nema með ró- andi töflur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.