Úrval - 01.07.1966, Page 46

Úrval - 01.07.1966, Page 46
44 ÚRVAL og er afleiðing þess að þá skortir næmi til að skilja og setja sig inn í tilfinningalíf annarra. Jafnvel sá vottur af samúð sem nauðsynlegur er, til þess að tileinka sér siðferð- isskoðanir samtíðarinnar er stund- um ekki fyrir hendi. Svipaðar trufl- anir, en vægari, geta verið afleið- ing þess að móðir er kaldlynd, skeyt- ingarlaus um ungbarnið eða bara ofreynd, þreytt eða veik“. Margar lýsingar af þessu tagi má lesa í ritum um meðferð ungbarna, og eru það sjálfsagt þarfar hugvekj- ur, en því má ekki gleyma að mæð- ur barnanna þurfa líka umönnun, hvíld og andlega hressingu eins og annað fólk. Þær þurfa meira að segja að vera sæmilega ánægðar sjálfar til þess að geta miðlað börn- um sínum af þeim gæðum, sem nú eru talin svo mikilsvirði fyrir þroska þeirra. Það felst heldur ekki í orðum upp- eldisfræðinga að hollast sé fyrir börn að vera því sem næst alltaf ein með mæðrum sínum og e.t.v. öðrum óvitum þangað til þau ná skólaaldri. Af slíkri einangrun hlýt- ur að leiða þreytandi fásinni jafn- vel þótt móðirin sé góðum hæfileik- um gædd. Stundum virðist svo sem margt af því bezta sem eldri kynslóðin gæti miðlað hinni yngri komi alls ekki til skila. Þeir eldri sitja í sínu horni qg þykjist vera að halda æskulýðnum frá spillingu með því að útiloka hann frá skemmtunum og samskiptum fullorðna fólksins á vettvangi félagslífsins. Svo er kvart- að yfir fáfræði unglinganna — fá- fræði, sem á meðal annars rót sína að rekja til þess, að þeir hafa alltof sjaldan átt þess kost að heyra full- orðið og vitiborið fólk ræðast við og skiptast á skoðunum og hug- myndum. Smáu heimilin eru oft lít- ilsmegnandi í menningarlegu tilliti, svo að bæði börn og fullorðnir hljóta að leita félagslegs samneytis út fyr- ir veggi þeirra. Próf. Torsten Husén við kennaraháskólann í Stokkhólmi, segir að sú sé ein afleiðing nútíma tækni og þeirra breyttu þjóðfélags- hátta sem hún hafi í för með sér að taka verði upp sérstaka kennslu og leiðbeiningaþjónustu í því að nota tómstundir. Hann spyr m.a.: Hvernig getur æskulýðurinn vaxið frá poppinu og unggæðishættinum og tileinkað sér menningarverðmæti þroskaðra manna? Er hægt að hjálpa honum yfir menningarlegt gelgjuskeið og losa hann við fals- hugmyndir um tilveruna, sem virð- ist loða við of marga alla ævi? Og síðan ráðleggur Husén þeim, sem fást við æskulýðsmál, að hvetja full- orðið fólk til samstarfs, fá það til að vera með unglingunum á vett- vangi félagslífs og frjálsrar menn- ingarstarfsemi, leiðbeina þeim og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Við verðum að gera okkur Ijóst, að heimilin eru ekki fær um að skila menningarverðmætum frá einni kynslóð til annarrar nema að takmörkuðu leyti, aðstaða þeirra er mun veikari nú en áður var, og önnur öfl ekki hvað sízt fjársterkur skemmtanaiðnaður ræður meiru um smekk og hegðun almennings en heppilegt getur talizt. Þótt ýmislegt sé gert til að beina hug ungs fólks að fögrum listum, t.d. með skóla-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.