Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 53
NÝTT BYGGINGAREFNI
51
einnig verða notað til þess að fram-
leiða enn betri vöruflutningabíla en
nú þekkjast. Á sumum þjóðvegum
eða hluta af þeim er um að ræða
viss hleðslutakmörk, og gerir þetta
þeim erfiðara fyrir, sem reka vöru-
flutninga. Ef vöruflutningabílarnir
væru smíðaðir úr boroni eða boron
væri a.m.k. notað í þá ásamt öðrum
efnum (en það er sterkara en stál,
tvisvar sinnum ósveigjanlegra og
þrsvar og hálfu sinni léttara), þá
væri hægt að flytja meiri þunga
með vöruflutningabílunum án þess
að fara fram úr hleðslutakmarkinu.
Olíuiðnaðurinn gæti ef til vill
sparað allt að 40% kostnaðar við
flutning á olíuborum, ef þeir yrðu
smíðaðir úr boronblöndu og yrðu
þannig léttaih án þess að missa
nokkuð af styrkleika sínum. Lækka
mætti um þriðjung kostnaðinn við
að reisa slíka olíuborturna. Stytta
mætti þann tíma um 15%, sem þarf
til þess að draga 20.000 feta langan
borarm upp úr borholu. setja í nýja
bortönn og reka borarminn niður í
holuna aftur, væru þessir borhlutar
gerðir úr boronblöndu.
Borpallar.
Sumir hinna flytjanlegu borpalla,
sem nú eru notaðir til olíuborunar
á hafi úti, eru mjög stórir. Einn,
sem er í notkun í Norðursjónum,
er svipaður á hæð og 16 hæða bygg-
ing. Væri þessi borpallur smíðaður
úr boronblöndu í stað byggingastáls,
mundi þyngd hans vera 82% minni.
Erfitt er að segja til um, hversu
langt sé þess að bíða, að farið verði
að nota boronblöndu á þann hátt,
sem nú hefur verið lýst. Slíkt bygg-
ist að miklu leyti á því, hversu fljótt
boron verður nægilega ódýrt til þess
að hagkvæmt verði að nota það til
iðnaðar.
Nú sem stendur er borontrefja-
efni mjög dýrt. Þannig er því far-
ið með flest ný efni, á meðan þau
eru enn á þróunarstiginu. Vissulega
var því þannig farið með alúmín í
fyrstu. Sú var tíð. að skartgripasal-
ar höfðu til sölu leikhússjónauka í
platínu- og alúmínumgerð á sama
verði. Napóleon III lét bera fram
mat á alúmíndiskum fyrir tignustu
gesti sína, en ótignari gestir urðu
að láta sér nægja gulldiska.
Hráefni í hreinsiefni.
Borax, málmurinn, sem boronið
er unnið úr, er alls ekki dýrt. Það
er nóg til af því á eyðimerkursvæð-
um Kaliforínu, og þar hefur það
verið unnið árum saman með iitlum
tilkostnaði. Það er notað sem hrá-
efni í sápur og alls konar hreinsi-
efni. Áður fyrr voru það hinar
frægu múldýralestir, sem fluttu það
til byggða.
Fyrri rannsóknir og tilraunir með
ýmiss konar glertrefjaefni hafa orð-
ið til þess að auðvelda mjög rann-
sóknir og tilraunir með boron.
Vísindamenn, sem vinna að rann-
sóknum og tilraunum með ýmiss
konar byggingarefni, vita ofur vel,
að í gler- eða stálplötu eru tengsl-
in milli frumeindanna geysilega
sterk eða yfir milljón ensk pund í
hverjum ferþumlungi „teoretiskt“
séð, þ.e. útreikningar sýna, að svo
muni vera. En gler og stál hafa
samt ekki þennan furðulega styrk-
leika í raunverulegri notkun. Það