Úrval - 01.07.1966, Side 57

Úrval - 01.07.1966, Side 57
ÆVINTÝRI VEIÐIMANNSINS 55 — Eitt sjúku barnanna dó, sagði Mike, en hin hafa það öll af. Lækn- irinn bólusetti hvert einasta barn í þorpinu. Héðan í frá ætlum við að eiga birgðir af bóluefni fyrir hendi. Sennilega hefði sjúkrahúsið í Leticia aldrei risið á fót, eða að minnsta kosti ekki í náinni fram- tíð, ef Mike hefði ekki verið þar að verki. Stjórnin í Bogotá hafði fyrir löngu samþykkt, að þarna yrði sett á stofn sjúkrahús, en af því hafði ekki orðið, og það myndi hafa dreg- izt von og úr viti, ef Mike hefði ekki skorizt í leikinn. Þannig var komið málum, að það vantaði aðeins 600 dollara af hendi þorpsbúa, til þess að fullnægt væri ákvæðum um hin árlegu fjárfram- lög til byggingarinnar af þeirra hálfu. Sjóðirnir, sem þessir pening- ar voru í, voru í höndum tveggja aðila, annars borgaralegs, en hins hernaðarlegs. Samkomulagið var ekki betra en svo, að þessir menn, sem þarna áttu hlut að máli töluð- ust ekki við, og voru svamir fjand- menn. Mike stefndi þessum mönnum sam- an og sat á milli þeirra og flutti skilaboð á milli. A eftir þjarmaði hann að þeim sitt í hvoru lagi og benti þeim á hver nauðsyn væri á sjúkrahúsi á þessum afskekkta stað. Það tók hann viku, að tala þá til, og þeir gengu í lið með honum. Þeir sögðu sem satt var, að fjárveitingin frá Bogotá væri ekki líkt því full- nægjandi og það þýddi ekki að hefj- ast handa fyrr en hún yrði aukin, en Mike vildi ekki fallast á þetta, heldur taldi þá á að byrja. — Byrjið að byggja, og notið alla þá peninga, sem þið hafið undir höndum, og veinið svo bara á meira. Öskrið á peninga. Þeir fóru loks að ráðum hans, og urðu auðvitað peningalausir strax en símskeytunum rigndi yfir þá í Bogotá. Mike þurfti að fara til höf- uðborgarinnar í viðskiptaerindum og hann notaði tækifærið og heim- sótti heibrigðisyfirvöldin, þar á meðal heilbrigðismálaráðherrann og síðan leitaði hann einnig ásjár yfirvalda bandarísku flotastöðvar- innar. Hann hafði talsvert upp úr krafsinu og það var haldið áfram að byggja. En það fór á sömu leið og fyrr, að peningarnir entust skammt í sjúkrahúsbygginguna. Þá var æpt á meira, og loks veinuðu þeir þangað til, að fjárveiting til byggingarinnar var stórlega aukin, og stjórnin gaf út sérstök lög um byggingu sjúkrahúss þarna með 45 rúmum, og loks rann upp sá dagur að sjúkrahúsið var vígt, og var það í ágúst 1965. Mike hafði þá haft út úr banda- rísku flotayfirvöldunum í Bogatá 10 þúsund dollara til að kaupa fyrir ýms tæki til sjúkrahússins. Flota- yfirvöldin leituðu einnig aðstoðar í heimalandi sínu til að þjálfa hjúkr- unarfólk til starfa. Mike heldur enn áfram aðstoð sinni við sjúkrahúsið og kemur aldrei svo til Bogatá, að hann kaupi ekki heila hestburði af meðulum, sem hann borgar oftast úr eigin vasa. Hann afgreiðir síðan þessi meðul á kvöldum eftir lyf- seðlum frá læknunum, og eigi hann ekki til meðalið, sem þarf að nota, skrifar hann stórt M á lyfseðilinn og sendir sjúklinginn með hann til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.