Úrval - 01.07.1966, Side 59
ÆVINTÝRI VEIÐIMANNSINS
57
með Amazonfljótinu og þarna tók-
ust því brátt hin fjörugustu við-
skipti báðum til hagsbóta og Bogo-
támennirnir létu nú ekki á því
standa, að senda þangað flugvélar.
Nú eru 5 þúsund menn í Leticia
og athafnalíf er þarna fjölskrúðugt
og öflugt. Það er flogið þangað
þrisvar í viku, og vélarnar alltaf
fullar, af dýrum Mikes, farþegum
og varningi. Bankinn þrífst vel, og
þarna er einnig komið hótel, sem er
alltaf yfirfullt. Nýi vegurinn nær
nú 15 km. inn í frumskóginn og það
eru þegar risnir upp við hann sveita-
bæir, sem framleiða hveiti og aðrar
landbúnaðarafurðir.
Búið er að reisa aflstöðina, svo að
staðurinn hefur orðið rafmagn, sem
nægir næstu árin. Símakerfið er
verið að endurbæta.
Mike hefur einnig grætt á tá og
fingri. Hann ræður mestu í bænum,
og er mikill mannasættir, ef til slíks
þarf að taka.
Hann verzlar með hitabeltisfisk-
inn og dýrin og hefur um 400 fiski-
menn í þjónustu sinni á ánni og í
skóginum og veiða þeir á 1500 mílna
svæði meðfram Amazon. Hann á
einnig flutningafyrirtæki, steypi-
stöð, ferðaskrifstofu og nú er hann
að byggja 12 húsasamstæður við
fljótið. Hann á einnig helminginn
í Tarpon Zoo í Florida.
Hann er elzti sonur grískra inn-
flytjenda og er nú kvæntur mað-
ur. Það bar strax á forystuhæfileik-
um hans í æsku og skóla sótti hann
jafnan á kvöldum og sunnudögum
samhliða atvinnu sinni. Hann byrj-
aði snemma að safna snákum, sem
hann seldi dýragörðum, og þegar
hann var kallaður til herþjónustu
18 ára gamall féll það starf að sjálf-
sögðu niður, en hann hófst handa
strax 1948, þegar hann losnaði úr
hernum. og setti þá á stofn ásamt
Trudie Jerkins, Tarpon dýragarð-
inn.
Enda þótt Mike kaupi nú flest af
dýrum sínum af veiðimönnunum
veit hann sjálfur enga meiri ánægju
en veiðiskap og hann fer oft á
slöngu- og eðluveiðar inn í frum-
skóginn. Ég horfði á hann lenda í
hörkuslagsmálum við anaconda
snákinn fyrir ekki löngu síðan.
Hann hafði dregið snákinn út úr
sekknum, sem hann var geymdur í
og var að skoða hann, þegar hann
byrjaði að skríða með miklum
hraða til fljótsins. Mike hljóp á eft-
ir honum og greip eldsnöggt um
háls hans og snákurinn hringaði sig
utan um hann. Leikurinn barst fram
af bakkanum og þeir börðust þarna
góða stund og mátti ekki á milli
sjá hvor sigraði. Loks komu þarna
menn Mike til aðstoðar að ná snákn-
um aftur á land og Mike sagði mér,
að það væri vís dáuðinn hverjum
þeim, sem þeir næðu út á dýpið.
85% af viðskiptum Mike er samt
ekki slöngu-, snáka- eða eðluveið-
arnar, heldur apasalan. Hann sér
fjölda læknaskóla og rannsóknar-
stofnana út um allan heim fyrir öp-
um til starfsemi sinnar. Snákamir
eru næst stærsti liður verzlunarinn-
ar og stór anaconda kostar 140 doll-
ara.
Mike er nú 39 ára gamall og
hamingjusamur maður. Hann fer
þrisvar á ári til Bandaríkjanna, en
unir þar stutta stund. Hann hefur