Úrval - 01.07.1966, Síða 60
58
ÚRVAL
aldrei tekið sér frí frá störfum, og
segist ekkert hafa með það að gera.
Hann heldur áfram uppbygging-
unni í Leticia og nú er hann að berj-
ast við að koma upp rannsóknarstöð
í fljótinu, svo að vísindamenn geti
unnið að rannsóknum sínum á hita-
beltisfiskum og dýrum á staðnum
sjálfum við hinar hagstæðustu að-
stæður.
Sjálfur segist hann ekki hafa á-
huga á öðru, en verzla með dýr og
sjá þennan stað, Leticia vaxa og
blómgast.
Hann fær sennilega að vera lengi
enn í friði við það starf, því að yf-
irvöldin í landinu eru honum hlynnt
og borgarstjórinn í bænum segir:
Mike er einskonar framfaravél,
sem alltaf er í gangi, og við hér í
Letica viljum að hagur hans blómg-
ist.
Greifynja ein, sem samkjaftaði varla, sagði eitt sinn við leikarann
Lucien Guitry: „Sko. sjáið nú til, ég tala bara eins og ég hugsa.“
„Já, en oftar," svaraði Guitry þá.
Ég var að leggja af stað til Frakklands með flugvél. Ég ætlaði að
dvelja þar um eina helgi og verzla. Ég var ákveðinn í að kaupa mér
nýjan fatnað, innst sem yzt, og því var mjög lítið í stóru ferðatösk-
unni minni, þ.e. aðeins náttföt og flaska af skozku whisky, sem ég
ætlaði að gefa frönsku hjónunum, sem ég ætlaði að dvelja hjá. Ég
opnaði töskuna, svo að tollþjónninn gæti náð í hana. Hann leit niður
í hana, leit svo á mig, lokaði töskunni síðan og sagði brosandi: „Góða
helgi!“ Margaret Scallon
Roskinn bandarískur prófessor og kona hans voru að fara norður
til Kanada til þess að skoða nýtt barnabarn, sem þau höfðu eignazt
þar nýlega. Dóttir þeirra hafði beðið þau um að koma með gamla
vöggu handa barninu, en vagga þessi var gamall ættargripur. Vaggan
var bundin ofan á ferðatöskurnar.
Þegar gömlu hjónin stönzuðu vegna tollskoðunar á kanadisku landa-
mærunum, þá skoðaði tollvörðurinn alvarlegur á svip þennan mikil-
fenglegasta forngrip, leit síðan á gráhærða prófessorinn og veikbyggðu,
gömlu konuna við hlið honum og sagði svo við prófessorinn: „Aktu
áfram, sonur sæll! Kanada þarfnast slíkra manna."
John Thomas
Flest okkar gjótum við í sífellu hornauga til freistingarinnar, sem
við biðjum þess að verða ekki leidd í. Mary Waldrip
Mér lærðist að vinna á morgnana, þegar ég gat fleytt rjómann af
deginum, og nota svo afgang hans til ostagerðar. Goethe
Forvitnin er fyrsta ástríða mikils anda.... og einnig sú síðasta.
Samuel Johnson