Úrval - 01.07.1966, Page 62
60
ÚRVAL
skipti á ævinni fannst mér ég hafa
fullar hendur fjár. Ég átti 11 doll-
ara í fórum mínum, og var stoltur
af því, það var ekki svo lítið mið-
að við að vika var liðin af mánuð-
inum. Ég leit enn einu sinni á úr-
ið mitt. Það voru ekki nema tvær
mínútur eftir, þar til ég héldi inn
í frelsið og morgunljómann.
Allt í einu kvað við lúðrahljóm-
ur í hátalarakerfi skipsins og fyrstu
tónarnir gerðu mér ljóst, að hér var
ekki um að ræða fánahyllingu eða
bátaæfingu, og ég hélt áfram að
hlusta. Það var verið að kalla á
skytturnar að koma strax að loft-
varnabyssum sínum. — Það kem-
ur mér ekki við, hugsaði ég, en
hvernig dettur mönnunum í hug að
velja þennan tíma til æfinga.
Og enn kvað við lúðrahljómur-
inn og nú var hann ákall til allrar
skipshafnarinnar. Hvað var nú
þetta? Voru mennirnir orðnir vit-
lausir, að hafa æfingu á sunnu-
dagsmorgni, þegar allir biðu eftir
að komast í land, sem fyrst.
Hörkuleg og æst rödd hljómaði
í hátalarakerfinu og við stirðnuð-
um allir upp: — Allir taki sér orr-
ustustöður. Þetta er ekki æfing.
Flýtið ykkur. Hér er um raunveru-
lega sprengjuárás að ræða.
Ég tók til fótanna að fallbyssu-
stæði því, sem mér bar að vera við.
Allir voru á harðahlaupum. Skipið
skalf um leið og sprengja skall á
því einhversstaðar að framan. Ég
hrasaði, en gat aftur fótað mig.
Ljósin slokknuðu rétt í þann mund,
að ég kom að stiganum, sem lá
niður á næsta dekk. Enn átti ég
eftir að fara niður annan stiga. Og
önnur sprengja féll í mark, og nú
lyftist dekkið. Það var ekki um að
villast, að skipið hafði orðið fyrir
miklu áfalli.
Loks tókst mér að komast niður
stigann, og í flýtinum missti ég
af mörgum þrepum, enda varð ég að
hafa hraðann á svo að þeir sem á
eftir voru stigju ekki á hendurnar
á mér. Skipshöfnin öll var á hraðri
leið til stöðva sinna umhverfis byss-
urnar. Ég kleif upp á sprengju-
dekkið. Ljósin höfðu slokknað við
aðra sprengjuna, en neyðarljósin
loguðu. A sprengjudekkinu var for-
inginn, sem hafði kallað í hátalar-
ann um yfirvofandi sprengjuárás.
Hann skipaði: — Haldið ykkur und-
ir þiljum, þessar 14 þunlungabyss-
ur koma ekki að neinu haldi gegn
flugvélum. Ég fer sjálfur upp og
athuga hvað um er að vera.
Hann kom auðvitað aldrei aftur
úr þeim leiðangri. Á leið minni til
sprengjubyrgisins, rakst ég á mann,
sem var hálfboginn við að hnýta
skóreim sína. Hann leit upp um leið
er ég rakst á hann, og ég sá að hann
grét. Þetta var undirforingi, sem
hafði verið sérslega miskunnarlaus
við skipshöfnina og var haldinn
mjög hraustur náungi. Birgið var
fullt af mönnum. Ég sá óljóst and-
lit sumra kunningja minna og þau
voru skelfingu lostin eins og þeir
tryðu ekki því, sem væri að gerast.
Ég hallaði mér upp að þilinu, en
hraktist frá því aftur, þegar ein
sprengjan enn féll á skipið og
dekkið undir fótum okkar gekk upp.
Okkur hafði aldrei dottið annað
í hug en við værum algerlega ör-
uggir undir sprengjuþilfarinu. Eng-