Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 68
66
ÚRVAL
þakta líkum og braki, þá vissi ég
að þetta var ekki sami heimurinn
og ég hafði vaknað til í morgun, og
hann mundi aldrei verða samur
aftur fyrir neinn okkar, sem þarna
vorum. Ég saug vindling sem ein-
hver hafði gefið mér en heyrði þá
sagt að það væri óvarlegt að vera
með vindlinga, þar sem allt flyti
í olíu og bensíni, svo að ég drap í
honum.
Það kom prammi úr landi og
flutti okkur til sjúkraskipsins. Um
leið og ég steig um borð í pramm-
ann leit ég í síðasta sinn á það skip
sem verið hafði heimili þúsund
manna fyrir sólarhring síðan, og ég
hafði verið svo nærri að hljóta
dauðdaga í ásamt fjölda annarra
skipsfélaga minna. Hið stolta Okla-
homa var ekki lengur til. Fáni þess
myndi aldrei framar verða dreg'inn
að húni. Nú lá það á hvolfi og skot-
turnar þess fullir af líkum skips-
hafnarinnar. Það var einkennilegt
en þetta stolta skip endaði svo
daga sína, að þar var aldrei skotið
úr byssu á óvinaskip.
PÁSKAUMFERÐ
Ef þið hafið einhvern timann velt Þvi fyrir ykkur, hver sé ástæðan
fyrir þessu óskaplegu umferðaröngþveiti á páskadagsmorgun, þá er
hún sú, að margt fólk er að flækjast um í bílunum sinum og reyna að
finna kirkjuna sína. Sumt fólk virðist ekki geta munað nokkurn skap-
aðan hlut frá ári til árs. B.G.
Jim Bakich, 19 ára gamall piitur, setti einhvers konar met í að sitja
r Parisarhjóli — sem var á stöðugri hreyfingu. Hann sat Þar í 337%
klst. Hann hafði síma hjá sér, og á eftir var hann spurður að því,
hvort margir hefðu hringt í hann. „Æ, bara einhverjir asnar, sem
eru með einhverja lausa skrúfu,“ svaraði methafinn þá.
Herb Caen
Faðir við son sinn, sem gerzt hefur ósvikinn „beatnik": „Jæja, sonur
sæll, nú þegar þér hefur loks tekizt að finna sjálfan þig, viltu þá ekki
segja mér hver þú ert.
Löguleg stúlka komst svo að orði eftir fegurðarsamkeppni í mennta-
skóla: „Þeir greiddu mér atkvæði sem þeirri „gagnstæðustu af gagn-
stæða kyninu."
Flugfreyja við farþega, sem eru að horfa á kvikmynd í flugvélinni:
„Kaffi, te eða popkorn?"
Húsmóðirin hrópar svar til sölumannsins við dyrnar og reynir þann-
ig að yfirgnæfa háreystina í börnunum: „Æ, gætuð þér ekki komið
svolitið síðar.... sko, þegar krakkarnir eru komnir I háskóla?"