Úrval - 01.07.1966, Síða 80
78
ÚRVAL
mönnum þykir nef þessa fólks helzt
til flatt og það sækir á þaS fita með
aldrinum. Það flúraði hörund sitt
með sóti, sem sviðið var inn í hör-
undið með tegldu beini og afmynd-
aði mikinn hluta af leggjunum, þjó-
hnöppunum, og búknum. Andlitið
var ekki flúrað. Það bar einnig á
sig kókosolíu, sem vildi þrána fljótt.
Samt sem áður var þetta hreinlegt
fólk. Karlmennrnir reyttu skegg
sitt og bæði kynin reyttu hárið úr
handvegunum. Það þvoði sér úr
fjallalækjunum kvölds og morgna
og miðjan dag, og föt þess voru
hrein.
Ekki var þetta fólk iðjusamt við
vinnu, enda lítil ástæða til þess.
Fæðan var allt umtiverfis það og
auðvelt að afla hennar. Lónin voru
full af fiski, brauðaldin og kókos-
hnetur hengu í klösum yfir höfðum
manna svo og bananar. Kolvetna-
auðug yamrót og sykurreyrinn uxu
þarna villt. Til hátíðabrigðis steikti
fólkið sér lítil svín og alifugla í
einskonar hlóðum. Áfengan drykk
framleiddi þetta fólk einnig til há-
tíðabrigðis, og vann það hann úr
piparrót, sem nefndist ava, en tóbak
þekkti það ekki og eiturlyf þekkti
það ekki og virtist ekki finna fyrir
þeirri vöntun. Nokkuð bar á húð-
sjúkdómum, en hinar fögru tennur
féllu ekki. Konurnar áttu auðvelt
með að fæða börn, og yfirleitt má
segja, að fólkið hafi ekki þekkt
aðra sjúkdóma en ellihrumleika og
þar af dauða. Þeir hættu sér lítið
til fjalla — það var of erfitt — og
Tahitibúar virtust sjálfum sér nóg-
ir í listum og handíð. Þeir hreins-
uðu börk af trjánum og börðu hann
í klæði og iituðu hann með litar-
efnum úr náttúrunni í kringum sig.
Blöð pálmanna voru ofin í mottur
og þök yfir skýlum þeirra og skel
kókoshneturnar var drykkjarílátið.
Barkarbátarnir voru vel unnir úr
trjánum* og fylgdu þeim segl og
* Þetta hljóta að hafa verið barkarbátar,
enda er svo að sjá af myndinni sem fylg-
ir greininni. En höfundur nefnir aðeins
„canoe“, en kanóar gátu verið af þrem
gerðum: Eintrjáningar, það er tré er var
holað innan, og hefur auðvitað til þess
þurft mikil eggverkfæri, í annan stað
voru svo barkarbátar úr berki trjánna
þéttir með harpeis og síðan húðkeipir.
Þýð.
árar. Fólkið svaf á jörðinni og hafði
þess vegna enga þörf fyrir húsgögn.
Þar sem vetur þekktist ekki, þekkt-
ist heldur ekki kuldi og jafnvel um
heitasta tímann blés hafgolan og
færði fólkinu svala. Þarna voru eng-
ar eðlur eða hættuleg dýr, sem ógn-
uðu lífi fólks, og náttúruhamfarir
eins og jarðskjálftar og hvirfilbyljir,
voru fátíðar.
Að undanskildum nokkrum tré-
líkneskjum, voru tengsl þess fólks
lítil við fortíðina, og það virtist láta
sig það einu gilda. Trúarbrögð þess
voru óljós og þokukennd, en það
trúði samt á æðri máttarvöld, og
átti sér musteri, „marae“ og graf-
reiti í rjóðrum eða á ströndinni.
Hin þjóðlega menningargeymd var
munnmæli, sem gekk frá kynslóð til
kynslóðar. Trúarhátíðum þeirra var
stjórnað af sérstakri stétt manna,
sem kallaðist „aridi“. Skemmtun
þeirra var sú helzt, að láta hina
þungu undiröldu Kyrrahafsins bera