Úrval - 01.07.1966, Page 82

Úrval - 01.07.1966, Page 82
80 ÚRVAL Þessi barnamorð voru harkaleg og döpur aðferð prestanna til að halda stétt sinni einangraðri og ekki ó- svipuð þeirri aðferð sem samtíma menn þeirra mamelukarnir í Eg- yptalandi átjándu aldarinnar við- höfðu í sama tilgangi. Mamelukarn- ir vildu heldur þjálfa afkvæmi þræla til að taka við af sér, heldur en sín eigin afkvæmi. Otti við of- fjölgun á eyjunni, hefur mjög lík- lega verið önnur ástæðan fyrir þess- um barnamorðum. Það veit auðvitað enginn í dag, hversu mörg börn hafa týnt lífi ár- lega af ofannefndum sökum, en þau hafa sjálfsagt verið mörg, því að prestastéttin var fjölmenn og spar- aði ekki getu sína til kvenna. Prestarnir nutu mikillar lotning- ar og með þeim sjálfum ríkti höfð- ingjastjórn með einum sex mismun- andi tignarstigum og var hvert þeirra um sig einkennt með sér- stökum klæðnaði og sérstöku flúri. Sú var venja prestanna, að sigla um á vígðum eintrjáningum og njóta hinna árstíðabundnu og trúarlegu hátíða. Það voru að vísu brestir í þessu lénsskipulagi, eins og sá, sem áður er nefndur, að ástin laut ekki al- gerlega lögmálinu, og háttsettar kon- ur skirrtust ekki við að taka sér elskhuga af lágum stigum, en ann- ars var þetta skpulag mjög fast- mótað, og þess vandlega gætt al- mennt, að reglurnar væru haldnar. Engin kona, til dæmis, mátti éta í viðurvist karlmanns, og meðlimur stjórnarfjölskyldunnar mátti ekki sjálfur bera sér fæðuna til munns, heldur varð aðstoðarmaður hans að mata hann. Höfðingi ættbálks var goðkynjuð vera, og enginn var svo forhertur að hann leyfði sér að ef- ast um ágæti hans. Þegar höfðing- inn ferðaðist á landi, varð einhver jafnan að bera hann á herðum sér, þar sem hann eignaðist hverja þá jörð, sem hann drap fæti sínum á. Það var furðulegt mjög, að strax og höfðingjanum fæddist erfingi, af- salaði hann höfðingjatigninni til barnsins og gerðist sjálfur aðeins stjórnandi. Þarna ríktu miklu fleiri reglur og siðir en nú hafa verið taldir, og ekkert af því var nokkr- um breytingum undirorpið að fólk- inu sjálfráðu. Þannig var í stórum dráttum hið litla þjóðfélag, sem myndazt hafði á þessari eyju, sem legið hafði öld- um saman einangruð í hafinu mkla. Og einn daginn kom skip af hafi, og með því skiptir sköpum í sögu eyjarskeggja. Þetta skip var mann- að fólki úr fjarlægri heimsálfu, þar sem önnur verðmæti giltu á flestum sviðum mannlífsins. Ýmist viljandi eða óviljandi settu Evrópumennirn- ir mark sitt á mannlífið á eyjunni og munnmæli herma að hinn glaði og áhyggjulausi hlátur hafi hljóðn- að þann dag og ekki heyrzt síð- an. Þjóðfélag eyjarskeggja var að vísu ekki fullkomið, eins og rakið hefur verið lítilsháttar, en það var í ágætu jafnvægi, og þar ríkti gleði og velmegun og það var öðrum ó- háð. Enda þótt að, þar yrðu stöku- sinnum skærur með mönnum, og þar væru jafnvel iðkaðar mannfórnir á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.