Úrval - 01.07.1966, Síða 84
82
ÚRVAL
Hann naut almenns orðs fyrir
færni við störf sín, hvort heldur var
sem siglingafræðingur eða stjórn-
andi.
Hann var kannski enginn lær-
dómsmaður eða herramaður, en
þessi hávaxni, trausti og hleypi-
dómalausi Yorkshiremaður vakti
traust og kortlagning hans af Nýja-
Sjálandi hafði leitt athygli flota-
stjórnarinnar að honum.
Þess vegna var það, að þegar all-
ir, sem til greina komu, höfðu ver-
ið teknir til bæna, þá varð þessi
lítið þekkti sjómaður fyrir valinu,
og hann átti svo eftr að verða mesti
iandkönnuður aldarinnar. Eftir að
hann hafði verið valinn, sem for-
ingi fararinnar, var hann hækkað-
ur og gerður að sjóliðsforingja.
Það virðist í fljótu bragði auð-
gert að þekkja Cook vel, en við
nánari athugun reynist erfitt að
lýsa honum og draga upp heildar-
mynd af manninum.
Þegar á að fara að vinna úr öll-
um þeim sérkennum og mismun-
andi eigindum og hugsunum, sem
hverjum og einum er nauðsynlegt
að gerþekkja, ef hann vill teljast
þekkja náunga sinn vel, þá reynist
erfitt að draga upp heildarmynd af
Cook.
Það getur varla heitið, að við
vitum, hvernig hann leit út. Það er
til mynd af honum í Sjóminjasafn-
inu í Greenwich eftir Nathaniel
Dance frá árinu 1776, en hún er
fremur listaverk en eftirmynd, og
hún er gerð, þegar reisn hans er
sem mest og hann er með hárkollu
og í sínum mestu viðhafnarklæðum.
Hann var stór maður vexti, og með
stórt andlit og rólegt og ákveðið yf-
irbragð, fremur hörkulegan og á-
kveðin munnsvip. og enginn sér-
stakur foringjaglæsibragur yfir
honum, né heldur virðist svipur
hans bera vott um listrænar til-
hneigingar. En augu hans lýsa þol-
gæði og skilningi, og það getur ver-
ið, að mönnum hafi ekki liðið sér-
lega vel í návist hans, en traust
allra sem kynntust honum hefur
hann vakið.
Annað málverk er til af honum,
sem talið hefur verið málað af
Hodge, en er sennilega eftir Zoff-
any og lýsir það honum allt öðru-
vísi en hin myndin.
Þarna blasir við okkur stórat-
hyglisverður persónuleiki. Það vott-
ar fyrir gamansemi í stórgerðu and-
litinu, og æskuþrótti manns, sem
mikið heldur sig utandyra við stór-
ræði en jafnframt vottar aðens fyr-
ir óhemjuskap. Það getur vel verið,
að Zoffany, ef hann hefur málað
myndina, hafi orðið það á, að ýkja
lítið eitt, en samt er mynd hans
lifandi, og lýsir Cook, eins og við
getum helzt hugsað okkur hann. Við
myndum hafa laðazt að þessum
manni, sem myndin sýnir okkur, og
virt einlægni hans og hreinskilni.
En þó að við hverfum til hinna
rituðu heimilda um manninn, þá
er að undarlega litlu að hverfa. Það
er lítið til að persónulegum bréfum
hans. Skipsdagbókin er snauð af
lýsandi athugasemdum, hvað snert-
ir hans eigin tilfinningar, og undar-
lega lítið var skrifað um hann af
skipsfélögum hans og öðrum, sem
þekktu hann vel.
Það er samt svo, að einmitt þessi