Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 84

Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 84
82 ÚRVAL Hann naut almenns orðs fyrir færni við störf sín, hvort heldur var sem siglingafræðingur eða stjórn- andi. Hann var kannski enginn lær- dómsmaður eða herramaður, en þessi hávaxni, trausti og hleypi- dómalausi Yorkshiremaður vakti traust og kortlagning hans af Nýja- Sjálandi hafði leitt athygli flota- stjórnarinnar að honum. Þess vegna var það, að þegar all- ir, sem til greina komu, höfðu ver- ið teknir til bæna, þá varð þessi lítið þekkti sjómaður fyrir valinu, og hann átti svo eftr að verða mesti iandkönnuður aldarinnar. Eftir að hann hafði verið valinn, sem for- ingi fararinnar, var hann hækkað- ur og gerður að sjóliðsforingja. Það virðist í fljótu bragði auð- gert að þekkja Cook vel, en við nánari athugun reynist erfitt að lýsa honum og draga upp heildar- mynd af manninum. Þegar á að fara að vinna úr öll- um þeim sérkennum og mismun- andi eigindum og hugsunum, sem hverjum og einum er nauðsynlegt að gerþekkja, ef hann vill teljast þekkja náunga sinn vel, þá reynist erfitt að draga upp heildarmynd af Cook. Það getur varla heitið, að við vitum, hvernig hann leit út. Það er til mynd af honum í Sjóminjasafn- inu í Greenwich eftir Nathaniel Dance frá árinu 1776, en hún er fremur listaverk en eftirmynd, og hún er gerð, þegar reisn hans er sem mest og hann er með hárkollu og í sínum mestu viðhafnarklæðum. Hann var stór maður vexti, og með stórt andlit og rólegt og ákveðið yf- irbragð, fremur hörkulegan og á- kveðin munnsvip. og enginn sér- stakur foringjaglæsibragur yfir honum, né heldur virðist svipur hans bera vott um listrænar til- hneigingar. En augu hans lýsa þol- gæði og skilningi, og það getur ver- ið, að mönnum hafi ekki liðið sér- lega vel í návist hans, en traust allra sem kynntust honum hefur hann vakið. Annað málverk er til af honum, sem talið hefur verið málað af Hodge, en er sennilega eftir Zoff- any og lýsir það honum allt öðru- vísi en hin myndin. Þarna blasir við okkur stórat- hyglisverður persónuleiki. Það vott- ar fyrir gamansemi í stórgerðu and- litinu, og æskuþrótti manns, sem mikið heldur sig utandyra við stór- ræði en jafnframt vottar aðens fyr- ir óhemjuskap. Það getur vel verið, að Zoffany, ef hann hefur málað myndina, hafi orðið það á, að ýkja lítið eitt, en samt er mynd hans lifandi, og lýsir Cook, eins og við getum helzt hugsað okkur hann. Við myndum hafa laðazt að þessum manni, sem myndin sýnir okkur, og virt einlægni hans og hreinskilni. En þó að við hverfum til hinna rituðu heimilda um manninn, þá er að undarlega litlu að hverfa. Það er lítið til að persónulegum bréfum hans. Skipsdagbókin er snauð af lýsandi athugasemdum, hvað snert- ir hans eigin tilfinningar, og undar- lega lítið var skrifað um hann af skipsfélögum hans og öðrum, sem þekktu hann vel. Það er samt svo, að einmitt þessi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.