Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 87
LAND FYRIR STAFNI
85
við metum hlutverk hans hér.
Hann hafði 6 þúsund sterlings-
pund í tekjur af jarðeignum sínum
og var aðlaðandi bæði í útliti og
framkomu og góðgjarn og þetta alit
varð til að gera hann dæmigerðan
beau jeune homme, sem leggur upp
í langan leiðangur frá átjándu ald-
ar Englandi. Hin létta framkoma
hans hafði mótazt í Eton og Ox-
ford en það fer fjarri því, að hann
hafi verið nokkur spjátrungur, enda
þótt hann væri ekki enn talinn til
spekinga eða verðandi stjórnmála-
manna. Hann var feykilega mikill
áhugamaður í jurtafræði, og jafn-
framt í náttúrusögu.
Starfsþrek hans var ótæmandi og
auðurinn gaf honum tækifæri til að
láta til sín taka. Það er sagt, að
hann hefði lagt 10 þúsund sterlings-
pund til þessa leiðangurs, og hann
kom með um borð með sér, hvorki
meira né minna en átta menn, sem
allir voru á hans vegum. Þeir voru
hinn sænski vinur hans dr. Daniel
Carl Solander, sem naut virðingar
sem grasafræðingur, tveir listamenn
eða teiknarar, landslagsmálarinn
Alexander Buchan og teiknarinn
Sydney Parkinson, sem einkum
fékkst við teikningar jurta og dýra,
síðan einskonar vísindafulltrúi Her-
mann Spöring og þá fjórir þjónar,
þar af tveir svartir og loks má telja
í föruneyti Banks tvo mjóhunda.
Þessir menn komu með um borð
með sér slík ókjör af tækjum, vís-
indabókum og almennum varningi,
að það verður að teljast furðulegt,
að þeir og farangur þeirra skyldi
komast fyrir í Endeaour. Bank bjó
í einklefa við hliðina á klefa Cooks
á aðalþiljum.
Allt var nú þetta með hinum
mesta glæsibrag, og það var engum
vafa undirorpið, hvernig völdum
var skipt á skipinu.
Bank og hinir ungu vinir hans
voru herramenn á ferð og þeir lögðu
að mörkum glæsibraginn og andrík-
ið um borð, en Cook var sjómaður-
inn, sem sigldi skipinu. Þessi verka-
skipting hefði að vísu getað leitt
til árekstra, en gerði það ekki, og
allt fór hið bezta fram. Það tókst
einlæg vinátta með þessum unga
áhugamanni og hinum þétta York-
shireskipstjóra, sem var fimmtán ár-
um eldri. Cook gerði mönnum fljót-
lega ljóst, hver réði um borð, og
eftirvæntingin, sem ríkti með leið-
angursmönnum eyddi allri óánægju.
Það, sem mestu máli hlaut auðvitað
að skipta, var, að skipið kæmist
leiðar sinnar og til hinna lítt þekktu
landa og þá var siglingafræðikunn-
áttan og skipstjórnin meginatriðið.
Enginn efaðist um hæfileika Cooks
í þessu efni, hvorttveggja.
Reynsla Cooks úr verzlunarflotan-
um, þar sem siglt var með kol með-
fram ströndum Englands, kom hon-
um nú að góðum notum, þar sem
hann þurfti að glíma við ómerktar
innsiglingar, vitlausa strandlengju,
og mikinn straum og mismun sjáv-
arfalla.
Flotastjórnin vissi, hvað hún var
að gera, þegar hún valdi Whitby
kolaskip til ferðarinnar. Endeavour
var 368 tonn að stærð, 106 fet á
lengd og rúm 29 fet, þar sem skip-
ið var breiðast.*
(Þessar tölur höfundar segja okkur því