Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 90

Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL irbragðsdökka indónesiska fólk, var í þeirra augum nær skepnunni en manninum. Mótmælendatrú og enskar venjur mótuðu hugarheim- inn, og menning þeirra hafði ekki á nokkurn hátt búið þá undir að skilja hið áhyggjulausa og auðvelda líf á hitabeltiseyju. Jafnvel Banks, sjálfur höfðinginn, sem lagði sig þó í lima til að skilja þetta ókunna fóik, og var alira manna alúðleg- astur og frjálslyndastur, honum fannst þetta eins og verur af öðrum hnetti og venjur og siðir föðurlands hans urðu honum fjötur um fót, þegar hann reyndi að gera sér að- stæðurnar ljósar á svo framandi jörð, sem Tahiti hlaut að vera Eng- lendingi á þeim tíma. Cook sjálfur hafði heldur engin kynni haft af lífi manna í hitabelt- islöndum. Hann var á undan áætlun og snemma í apríl 1769, var hann að þræða sig í gegnum Tuamotueyja- klasann, og þann 11. apríl sáu þeir úr siglutrénu móta fyrir Tahiti framundan. Þeir voru næstu tvo daga að krussa sig upp að landinu, og óþolinmæði þeirra var orðin mik- il eftir að hafa fast jörð undir fót- um, þegar þeir loksins náðu landi. ,,Landið“, segir Parkinson, „virt- ist svo ójafnt, að það var engu lík- ara en krypplaðri pappírsörk". Nú er rétt að staldra aðeins við og draga upp mynd í huga sér, af þessu litla og sjóbarða skipi, þar sem það siglir inn á Matavai fló- ann, á heitum morgni og björtum. Hver og einn af skipshöfninni hef- ur reynt að koma sér þar fyrir, sem bezt sæist til lands, og við þeim blöstu grænar hæðir og daladrög, og hrikalegir fjallstindar sem ský- hnoðrar sveimuðu um, en síðan skógur neðra. Út til þeirra, þar sm þeir lágu á lognkyrru lóninu, streymdu barkarbátar. Mönnunum á Endeavour hafði verið kasað saman um borð, kven- mannslausum (jafn þokkalegt og það er nú. Þýð) og án þess að sjá land í átta mánuði. Þessi fagra eyja hlýtur að hafa verið undursamleg í þeirra augum, og þeir hljóta að hafa hlakkað ákaft til að stíga fæti á grund, og eiga í vændum ferskan mat og síðan kannski það sem þeim stóð næsta hjarta, og höfðu mest rætt um, að fá að hvíla stundar- korn í örmum hinna munúðarþyrstu Tahitimeyja. Eyjarskeggjar hafa sjálfsagt ekki verið minna áfjáðir í kynnin. , Ætli þeim hafi ekki verið innan brjósts, svipað og börnunum í þorpi, þar sem fjölleikaflokkur ætlar að fara að sýna. Þeir komu til stefn- unnar feimnir og forvitnir, vildu allt sjá og öllu kynnast, en samt lítið eitt hræddir við að ganga of nærri hinum ókunnu mönnum, fyrr en öruggt væri, að hvergi leyndist hætta. Dr. J. C. Beaglehole, prófessor við Weelington háskólann, hefur sagt: „ ... það er erfitt að gera sér grein fjn'ir afleiðingum slíks fundar fyr- ir einangraða eyjaskeggja í Kyrra- hafi. Evrópskt skip sigldi að landi og menn gráir fyrir járnum og van- ir vændiskonum hafnarborganna, ruddust á land. Það hefur margt nú- tímaþjóðfélagið riðað við slíkan fund og slíka landtöku skipaflota“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.