Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 96
annlegt auga á hægara
með að hreyfast frá
vinstri til hægri en frá
hægri til vinstri. Þér
kann að detta í hug, að
þetta sé orðið að vana hjá augun-
um, af því að lesa alltaf frá vinstri
til hægri. En þú lítur ekki ósjálf-
rátt frá vinstri til hægri vegna þess,
að þú lest þannig; þú lest svona
vegna þess, að þú lítur ósjálfrátt
frá vinstri til hægri. Því nær öll
tungumál, sem rituð eru, eru lesin
frá vinstri.
Kínverska og japanska eru dæmi
um gagnstæða hreyfingu við lestur.
Astæðan er ósköp einföld: japanska
og kínverska eru ritaðar með hár-
fínum pensli, sem haldið er því nær
lóðréttum. Þegar haldið er á pensl-
inum í hægri hendi er auðveldara
að gera merkin frá hægri til vinstri.
Þegar Japanir og Kínverjar hófu
prentun, höfðu þeir sömu aðferð
sökum þess að fólkð var orðið vant
því.
Flestir munu ganga til hægri, er
þeir koma inn í hús eða aðra bygg-
ingu. Flestir kaupendur, sem koma
inn í búð, ganga frá miðjunni til
hægri.
Augu okkar kunna betur við vissa
tegund horna heldur en aðarar. Virtu
fyrir þér rétt horn, hvasst horn og
sljótt horn. Hvert þeirra fellur þér
bezt? Ef til vill fellur þér sízt rétta
hornið. Það er af því, að þú ert
óafvitandi næmur fyrir hlutföllum.
Rétta hornið gefur í skyn jafna
hluta, en jafnir hlutar falla auganu
ekki ens vel og ójafnir hlutar í
vissu hlutfalli (proportional).
Augnagaman
Augun hafa sínar með-
fæddu tilhneigvngar.
Eftir Paul Brock.
Augað virðist kunna betur við
línu, sem skift er í hlutfallinu 3 á
móti 5. Rannsóknir í McGill há-
skóla sína, að við höfum tilhneig-
ingu til að troða upp á sjónina mjög
einhliða mynztri. Þannig kann
mannlegt auga ekki við, að annar
hluti línu sé t.d. fjórum sinnum
lengri en hinn hlutinn.
Stundum vilja augu okkar samt
hafa samsvörun (symmetri), og
gera sig ekki ánægð með neitt ann-
að. Við viljum að báðir handlegg-
ir fólks séu jafn langir, eyru þess
og augu jafn stór. Samt viljum við
hafa viss hlutföll á milli hinna ein-
stöku hluta líkamans. Hugsaðu þér
mannsmynd með höfuð, bol og fæt-
ur, allt saman jafn langt.
Þessi meðfædda velþóknun okkar
á vissum hlutföllum kemur í ljós,
er við segjum sem svo, að þessi
eða hinn hafi „of langa fætur í
samanburði við líkamann“, eða að
hann sé „of herðabreiður í saman-
burði við hæðina“.
94
Sciene Digest