Úrval - 01.07.1966, Síða 97

Úrval - 01.07.1966, Síða 97
AUGNAGAMAN 95 Enski listamaðurinn John Const- able nefnir hlutfallið 3 á móti 5 „hinn gullna meðalveg“. Þetta hlut- fall er afar mikið notað í listaverk- um. Sumir málarar mæla út hluta myndarinnar áður en þeir byrja að mála. Líttu á landslagsmynd, þar sem sjá má land, himin og haf. Á níu af hverjum tíu myndum muntu sjá, að himinninn er annað hvort % eða % af myndfletinum, sennilega hið fyrra. Og þú munt sjá, að landi og sjó er einnig skift í þessum sömu hlutföllum, 3 á móti 5. Við teljum það hreina tilviljun, hvort við lítum í þessa áttina eða hina, en svo er ekki. Augnsérfræð- ingar geta sagt þér fyrirfram í hvaða átt þú munir renna augunum. Er þú kemur í fyrsta sinn inn í her- bergi, verður gólfið það fyrsta, sem þú sérð. Ef einhver kynni að stöðva þig um leið og þú stígur á þröskuld- inn, léti þig loka augunum og spyrði, hvort gólfið í herberginu væri teppalagt út í horn, eða hvort smáteppi væru dreifð um það, eða hvort það væri úr harðviði eða flísa- lagt, gætirðu oftast svarað þessu rétt, jafnvel þótt þú hefðir ekki stigið fæti þínum inn í herberg- ið. Til þess að skýra þetta, segir í skýrslu um athuganir á sjón, sem safnað hefur verið í Bandaríkjaher, verðum við að minnast þess, hve margar aldir við höfum verið að læra að „sjá fótum okkar forráð“. Það hafa forfeður okkar orðið að gera í frumskógum, í hellum og á fjöllum, og það höfum við verið að gera æ síðan. Þegar við göngum eftir strætunum, þykjumst við vera að horfa á ótal hluti. En án þess að við séum okkur þess meðvitandi, eru augu okkar alltaf að hafa gætur á veginum framundan. Þeir menn, sem erfiðast er að æfa í hergöngu, eru fjallamenn og skógarhöggsmenn. Til þess er ætl- ast að hermaður gangi með hnar- reist höfuð og horfi beint fram. En sá maður, sem vanur er hrjóstrugu landslagi, horfir ósjálfrátt niður fyr- ir fætur sér, til þess að sjá, hvar hann eigi að stíga niður. Þegar þú gengur inn í óþekkt herbergi, beinist augnaráð þitt fyrst að gólfinu og síðan upp á við og til hægri, ef ekkert sérstakt leiðir athygli þína í aðra átt. Við rann- sóknir á sjón hafa augnlæknar við Chicagoháskóla komizt að raun um, að flestir líta ekki aðeins fyrst til vinstri, heldur vilja augu þeirra einnig gera meir úr því eða ýkja það, sem þau sjá til vinstri hand- ar. Hvort finnst þér auðveldara að horfa á: pýramída, sem stendur rétt, eða pýramída, sem stendur á höfði? Auðvitað hinn fyrrnefnda, vegna þess að augu þín kunna því betur að hreyfast upp á við heldur en niður. Mannlegt auga sér ekki alltaf hlut- ina eins og þeir eru. Litasálfræðing- urinn Howard Keteham, sem í ald- arfjórðung hefur athugað áhrif lita á viðbrögð manna, ráðleggur okkur að taka nokkrar pappírsarkir, mis- munandi á lit: rauða, gula, bláa, græna, svarta og hvíta. Síðan skul- um við taka gráan pappír, klippa af honum litla renninga og leggja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.