Úrval - 01.07.1966, Side 105

Úrval - 01.07.1966, Side 105
ERNEST HEMINGWAY 103 sprengjubroti, en þá fór hann að hjálpa félaga sínum, sem hafði særzt illa, og reyndi að hlaupa með hann í afdrep. Honum tókst að koma manninum á óhultan stað, en varð sjálfur fyrir skothríð úr vélbyssu. Hann var næstu þrjá mánuðina í sjúkrahúsi, og varð ástfanginn — hann var alltaf að verða ástfang- inn allt sitt líf — en stúlkan hrygg- braut hann. Nokkrum árum seinna gerði hann hana að söguhetjunni í skáldsögu sinni Vopnin kvödd, en þar er hún að vísu látin heita Katrín Barkley. Hann snýr heim til Bandaríkjanna í stríðslok en var eirðarlaus og lagði leið sína til Kanada, þar sem hann gerðist blaðamaður við Torontoblað- ið Star. Hann hafði gaman af blaða- mennskunni, en starfið var illa laun- að, hann fékk ekki nema hundrað og fimmtíu dollara fyrir fyrstu fimmtán greinarnar, sem hann hafði þó vandað vel til. Brátt náði útþrá- in tökum á honum aftur, hann sagði upp starfinu hjá blaðinu og hélt til Michigan, til þess að fara á veið- ar, að því er hann sagði. Foreldrum Hemingways líkaði þetta illa, því að þau voru farin að vona að hann væri búinn að hlaupa af sér horn- in. Meira kann þó að hafa búið und- ir en hann lét í veðri vaka. Nokkr- um mánuðum eftir komuna til Michigan, gekk hann að eiga fyrstu konu sína, Hadley. í desembermánuði 1921 héit Hem- ingway til Parísar ásamt konu sinni. Hann var ráðinn fréttaritari Tor- ontoblaðsins og bjóst við að geta lifað góðu lífi af fréttaritaralaunun- um og öðrum tekjum fyrir ritstörf. Hemingway var alltaf bjartsýnn og hafði óblandi trú á hæfileikum sín- um. Nú fékk hann loks tækifæri til að snúa sér að skáldskapnum, en það hafði verið honum efst í huga um langt skeið. Hann kynntist mörgum löndum sínum í París, og einn þeirra, SYLVIA BEACH, sem rak bókaverzlun í borginni, reynd- ist honum mikil hjálparhella. Með aðstoð hennar og annarra vina, svo sem Ezra Pounds og Gertrude Stein, tókst honum að gefa út bókina Tíu smásögur og tíu kvæði í litlu upp- lagi, og nokkru síðar smásagnasafn- ið IN OUR TIME. Hemingwayhjónin sneru aftur heim til Bandaríkjanna skömmu áð- ur en fyrsta barn þeirra fæddist. Þessi för varð örlagarík fyrir Hem- ingway, því að hann lenti í harka- legri deilu við ritstjóra sinn, og endalokin urðu þau, að hann hætti að starfa fyrir blaðið. Hann var þó ekki af baki dottinn, því að brátt var hann kominn aftur til Parísar með konu sína og son, harðákveð- inn í að brjóta sér braut sem skáld- sagnahöfundur. Seint á árinu 1925 kom út fyrsta skáldsaga hans, Og sólin rennur upp. Hann var þá orð- inn þekktur rithöfundur í hinum enskumælandi heimi og þessi skáld- saga jók enn á frægð hans. Árið 1927 birti hann enn annað smásagnasafn, MEN WITHOUT WOMEN, og þetta sama ár skildi hann við fyrstu konu sína, Hadley, og giftist annarri. Hann hélt nú til Bandaríkjanna, þar sem honum fæddist annar sonur. Hann settist að í Florida og tók að vinna að skáldsögu sinni frá styrjaldarárun-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.