Úrval - 01.07.1966, Page 105
ERNEST HEMINGWAY
103
sprengjubroti, en þá fór hann að
hjálpa félaga sínum, sem hafði
særzt illa, og reyndi að hlaupa með
hann í afdrep. Honum tókst að koma
manninum á óhultan stað, en varð
sjálfur fyrir skothríð úr vélbyssu.
Hann var næstu þrjá mánuðina í
sjúkrahúsi, og varð ástfanginn —
hann var alltaf að verða ástfang-
inn allt sitt líf — en stúlkan hrygg-
braut hann. Nokkrum árum seinna
gerði hann hana að söguhetjunni í
skáldsögu sinni Vopnin kvödd, en
þar er hún að vísu látin heita Katrín
Barkley.
Hann snýr heim til Bandaríkjanna
í stríðslok en var eirðarlaus og lagði
leið sína til Kanada, þar sem hann
gerðist blaðamaður við Torontoblað-
ið Star. Hann hafði gaman af blaða-
mennskunni, en starfið var illa laun-
að, hann fékk ekki nema hundrað
og fimmtíu dollara fyrir fyrstu
fimmtán greinarnar, sem hann hafði
þó vandað vel til. Brátt náði útþrá-
in tökum á honum aftur, hann sagði
upp starfinu hjá blaðinu og hélt til
Michigan, til þess að fara á veið-
ar, að því er hann sagði. Foreldrum
Hemingways líkaði þetta illa, því
að þau voru farin að vona að hann
væri búinn að hlaupa af sér horn-
in. Meira kann þó að hafa búið und-
ir en hann lét í veðri vaka. Nokkr-
um mánuðum eftir komuna til
Michigan, gekk hann að eiga fyrstu
konu sína, Hadley.
í desembermánuði 1921 héit Hem-
ingway til Parísar ásamt konu sinni.
Hann var ráðinn fréttaritari Tor-
ontoblaðsins og bjóst við að geta
lifað góðu lífi af fréttaritaralaunun-
um og öðrum tekjum fyrir ritstörf.
Hemingway var alltaf bjartsýnn og
hafði óblandi trú á hæfileikum sín-
um. Nú fékk hann loks tækifæri til
að snúa sér að skáldskapnum, en
það hafði verið honum efst í huga
um langt skeið. Hann kynntist
mörgum löndum sínum í París, og
einn þeirra, SYLVIA BEACH, sem
rak bókaverzlun í borginni, reynd-
ist honum mikil hjálparhella. Með
aðstoð hennar og annarra vina, svo
sem Ezra Pounds og Gertrude Stein,
tókst honum að gefa út bókina Tíu
smásögur og tíu kvæði í litlu upp-
lagi, og nokkru síðar smásagnasafn-
ið IN OUR TIME.
Hemingwayhjónin sneru aftur
heim til Bandaríkjanna skömmu áð-
ur en fyrsta barn þeirra fæddist.
Þessi för varð örlagarík fyrir Hem-
ingway, því að hann lenti í harka-
legri deilu við ritstjóra sinn, og
endalokin urðu þau, að hann hætti
að starfa fyrir blaðið. Hann var þó
ekki af baki dottinn, því að brátt
var hann kominn aftur til Parísar
með konu sína og son, harðákveð-
inn í að brjóta sér braut sem skáld-
sagnahöfundur. Seint á árinu 1925
kom út fyrsta skáldsaga hans, Og
sólin rennur upp. Hann var þá orð-
inn þekktur rithöfundur í hinum
enskumælandi heimi og þessi skáld-
saga jók enn á frægð hans.
Árið 1927 birti hann enn annað
smásagnasafn, MEN WITHOUT
WOMEN, og þetta sama ár skildi
hann við fyrstu konu sína, Hadley,
og giftist annarri. Hann hélt nú til
Bandaríkjanna, þar sem honum
fæddist annar sonur. Hann settist
að í Florida og tók að vinna að
skáldsögu sinni frá styrjaldarárun-