Úrval - 01.07.1966, Side 109
Bannlisti
kaþólsku kirkjunnar
Eftir Harold M. Watson, Benediktsmunk.
rcsjSílú skrifstofa í Vatíkaninu sem
ISol bar ábyrgð á ritskoðun bóka,
Brj hefur nú verið lögð niður.
Framvegis verður það starf
guðfræðinga. En bókalistinn er enn
við líði. Enginn getur sagt um það
með vissu, hvort hann verður af-
numinn eða gerð róttæk breyting á
honum, við endurskoðun kirkjulag-
anna (canon law).
Tvö félög bandarískra lærdóms-
manna, Kaþólskir háskólakennarar
í Hinum Helgu fræðum (Catholic
College Teachers of Sacred. Doct-
rine) og Kaþólska bókafélagið (Cat-
honlc Library assocation) hafa farið
fram á endurbætur á honum.
Hinir fáu, sem enn halda uppi
vörnum fyrir bannlistann, benda
á, að á 20. öldinni hafi farið mjög
fækkandi þeim bókum, sem settar
hafi verið á listann (úr 778 á síðari
helmingi 19. aldarinnar, niður í 255
á fyrri helmingi 20. aldarinnar), og
að þegar hættan af einhvej-ju rit-
verki er liðin hjá, er það tekjð útaf
listanum. Þrátt fyrir það voru rit
Galileis ekki tekin útaf honum fyrr
en 1882, og Paradísarmissir Miltons
og De Monarchia Dantes ekki fyrr
en um 1900.
Gagnrýnendur segja, að lög jafn
úrelt og erfið í framkvæmd muni
leiða til andúðar á kirkjulegum lög-
um; að þau valdi kaþólskum
menntamönnum gífurlegum erfið-
leikum vegna þess, hve túlkun
þeirra og notkun eru mótsagna-
kenndar; og að oft sé erfitt að fá
undanþágur. Af þessu leiðir að list-
inn hefur fremur orðið ásteitingar-
steinn en til verndar, segja þeir.
Verjendur listans leggja áherzlu
á rétt kirkjunnar til að vernda börn
sín frá villum og hættum.
Eitt af elztu, frönsku snilldar-
verkunum á listanum eru Ritgerðir
Essays) Montaignes. Hverjum
þeim, sem væri nógu barnalegur til
að treysta á leiðsögn Montaignes,
107